Alþýðublaðið - 23.07.1966, Side 5

Alþýðublaðið - 23.07.1966, Side 5
Lctugardagsgrein Gylfa Þ. Gíslasonar: NEYTENDA EINHVERN tíma hefði það ver ið talið til tíðinda, að Þjóðvilj- inn og Tíminn reyndust þau dag blöð á íslandi, sem oftast skrif uðu um lélegan hag íslenzkra at vinnurekenda. Samt hefur þetta reynzt svo undanfarin ár og þá einkum undanfarna mánuði. Þjóð viljinn og Tíminn hafa sérstak lega látið sér tíðrætt um afkomu íslenzkra iðnrekenda og talið hana miklu lélegri en vera aetti. Hafa blög þessi talið ýmsar iðn greinar í miklum vanda staddar og hættu á, að eigendur nokkurra iðnfyrirtækja muni hætta rekstri þeirra. Höfuðástæður þessara erf iðleika telja blöðin vera aukna samkeppni erlends varnings vegna aukins viðskiptafrelsis á undanförnum árum og lækkaðra tolla. Allar eru frásagnir Þjóðviljans og Tímans um erfiðleika ,’ðnaðar ins stórum ýktar. Forustumenn iðnaðarins hafa verið sammála þeirri meginstefnu ríkisstjórnar- innar í viðskiptamálum að afnema höft og hvers konar viðskipta- fálmanir eftir megni og lækka tolla á innfluttum vörum smám saman. Þeir hafa óskað eftir því, að aukið viðskiptafrelsi og tolla lækkanir, sem snerta sérstaklega innlenda framleiðslu, kæmu til framkvæmda með nokkrum fyrir vara og smám saman, og hefur verið tekið tillit til þessara óska, eins og sjálfsagt er. Þeir hafa jafnframt óskað eftir auknu láns fé í því skyni, að auðvelda þeim nauðsynlega hagræðingu til þess að mæta erlendri samkeppni. Hef ur iðnaðinum verið greiddur að gangur að lánsfé. þótt ekki hafi verið hægt að fullnægja öllum óskum hans í þeim efnum, frem ur en annarra. Þrátt fyrir þetta má búast við, að verðlag einstöku innlendrar vöru reynist ekki sam keppnisfært við verðlag erlendr ar vöru. En hinu má þó ekki 'heldur gleyma, að samtímis hef ur verið hafin framleiðsla nýrrar innlendrar vöru og nýrrar inn- lendrar þjónustu, sem hefur ver ið samkeppnishæf. Hlutdeild ís- lenzks iðnaðar og íslenzkrar þjón ustustarfsemi iðnaðarins í þjóðar búskapnum hefur ekki verið að dragast saman á undanförnum ár um. Samsetning hefur hins vegar án efa breytzt eitthvað. Og óhætt er að fullyrða, að íslenzkur iðnað ur lætur nú neytendunum i tó bæði betri og ódýrari vöru og þjónustu en átti sér stað á hsifta árunum. Það er sérstaklega athvglisvért við skrif Þjóðviljans og Tímans* um málefni iðnaðarins, að þessi blöð hafa aldrei látjð sér til hug ar koma að spyrja, hvort iðnaður inn þjóni nú íslenzkum neytend- um betur eða verr en hann gerði á haftaárunum. Þessi blöð virð- ast hafa miklu meiri áhuga á af komu fyrirtækjanna. Og þegar blöðin eru að kvarta undsn þvi, að eitthvert tiltekið fyrirtæki verði ef til vill að hætta störf um, af því að það geti ekki leng ur selt vöru sína, þá dettur þess um blöðum ekki í hug að spyrja, hvers vegna varan seljist ekki lengur. Skýringin hlýtur að vera sú. að á markaðinn sé komin sambærileg vara, sem sé ódýr- ari. Neytandinn fær með öðrurn orðum ódýrari vöru en áður. Það þykja Þjóðviljanum og Tímanum Framhald á 10. síðu. Greville Wynne. Árið 1964 var Richard Sorge. — Hann sendi Gordon Lonsdale. — Minningar Rudolf Abel. — Sovjezk blöð Gary Francis Powers. — Myndin. skipt á enska njósnaranum og Rússum dagsetningu þýzku árásar hans hafa verið gerðar opinberar skrifuðu ekkert um það, er skipt er tekin eftir að hann losnaði úr Lonsdale. innar á Sovétríkin í seinní heims í Sovétríkjunum. styrjöldinni, en Stalin trúði hon- um ekki. Nú hafa verið ritaðar um hann margar bækur. var á honum og Power, en nú vita haldi. Rússar alla hans ævisögu. 300 sovézkir njósnarar eru á Vesturlöndum Nú fá Hússar áb vita allt um njósn- ara og í Rússlandi er nóg af njósna- foókum og kvik- myndum - en þeir kæra sig ekkert um James Bond. ÞEIR, sem hafa haldið, að sovj- esk leyniþjónusta sé ekki eins mik á dögum Stalins, hafa rangt fyrir sér. Það kemur í ljós í skýrslu, sem Frakkar liafa nýlega komið fram með og hún hefur vakið mikla athygli í Bonn. í byrjun ársins var sovjeska leyniþjónustan KGB enurbætt og lagt til hennar meira fé en nokk um tíma áður. Og það er fyrst og fremst í Vesturlöndum, sem KGB il og á dögum Stalins, hafa rangt KGB og herleyniþjónustan GRU ihafa samanlagt fleiri starfsmenn en sovéska utanríkisráðuneytið, eftir því sem segir í hinni opin- beru frönsku skýrslu. LEYNIÞJÓNUSTA. ] í janúar 1966 störfuðu 6200 j sovjeskir starfsmenn í sendiráðum j Vesturlanda. Að minnsta kosti 60 I prósent þeirra voru háttsettir1 menn í KNKGB og GRU. Að auki eru svo sovéskir stjórnarerindrek ar. Nú hafa Rússar 75 sendiherra í andkommúnistí-kum löndum. Samkvæmt upplýsingum frá Par- ís hafa aðeins 25 þeirra aldrei verið neitt við leyniþjónustu riðn ir. Allir hinir vinna að nokkru leyti fyrir KGB og GRU. Hinn núverandi sovjestki ambassador á Kúbu, Alexejev, heitir í raun og veru Shitov og er ofursti í KGB. Aðalstarf hans í Havanna er að byggja upp leyniþjónustu á Kúbu. í Kamerum eru fjórir af fimm sovjeskum erindrekum full- trúar í leyniþjónustunni, í Eþíó- píu eru 13 af 16 erindrekum starfsmenn KGB. Samkvæmt þess ari þróun hefur Kreml allt í einu byriað að hefja fulltrúa uon til skvjanna — þeir eru dýrkaðir sem hetjur í blöðum, í bókmennt- um og kvikmyndum. BUSSAR ÞÖGÐU. Þegar Bandaríkjamenn árið 1957 ákærðu sovjeska njósnarann Rudolf Abel, þögðu mörg rúss- nesku blöðin um það. Og þegar hann var dæmdur í 30 ára fang- elsi þögðu þau enn. Þegar svo f febrúar 1962 að skipti fóru fram á honum og bandariska flugmann inum Powers, var ekki eitt orð um það skrifað í rússne kuin blöð um. En nú vita Rússar allt um Abel. Til dæmis, að hann í raun og veru heitir Alexander Ivano- vitj Below, að hann er mjög lík- ur þýzka njósnaranum Johann Weiss, einnig að hann hefur feng ið að launum eigið hús í Moskvu. Opinber ■-jálfsævisaga Abels segir allt, sem þörf er á að vita. 25 ÁRA FANGELSI. Einnig hafa Rússar gert bók um njósnarann Konon Mology, öðru nafni Minningar Gordons Lonsdales. Bókin, sem gerði brezku þjónustuna að athlægi hef ur þegar verið gefin út á ensku og bráðlega verður hún einnig gef in út á þýzku og frönsku. Njósnar inn Mologt Lonsdale, sem kunni vel til sinna verka, var dæmdur í 25 ára fangelsi í London 1961 og árið 1964 fóru fram skipti á hon- um og Englendingnum Greville Wynne. Rússar þekkja líka fyrirrenn- ara Ables og Lonsdales — 11 njómara, sem allir voru ákærðir i Bandaríkjunum á árunum 1945- 1957. Og fyrst og fremst þekkja þeir Richard Sorge, njósnarann í Tokyo, sem sendi Rússum ná- kvæma daesetningu á árás Þjóð- verja á Rú*slandi í seinni heims stvrjöldinni, en sem Stalin trúði ekki. í dag segja bækur, blöð og greinar frá Sorge, njósnaranum í Tokyo. Brezniev hefur greinilega ætlað að stofna til friðar við sovj- esku leyniþiónustuna, sem Khrust jov átti í erfiðleikum með og á- leit vera glæpaflokk með milljón ir saklausra mannslífa á sam- vizkunni. Öryggisþjónustan hefur nú algjörlega fengið uppreisn. Nú eru sovjeskir njósnarar aðalmenn irnir í kvikmyndunum. Það ser.1 áður var álitið hnignandi bók- menntir, er nú viðurkenndur skáld skapur og vestrænar njósnamynd- ir eru hafðar að fyrirmynd. VIRBULEGIR NJÓSNARAR. Það er aðeins einn njósnari, sem Rússar ekki kæra sig um —« James Bond. Njósnamyndir þeirra eiga að hafa uppeldislega og stjórnmálalega þýðingu — ekk| bara skemmtun. Alit sem. vjð- kemur samskiptum kynjanna er bannað. Virðulegur sovjeskur njósnari daðrar ekki við kven- fólk, og virðulegur kvennjósnari háttar ekki hjá óvininum, þó að það hefði getað verið gagnlegt við upplýsingasöfnun. Morð, kvala Framhald á 10. síðú. KASTLJÓS | ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júlí 1966 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.