Alþýðublaðið - 23.07.1966, Side 8
Viöa er pottur brotinn..
Texti:
Krisfmann Eiösson
Myndir:
Rúnar Gunnarsson
ar, rólur og sölt, en enginn að-
staða fyrir börnin til að æfa sig
á h.jólum eða aka stignum bílum.
Það væri þó ekki svo kostnaöar-
samt að malbika mjóar akreinar á
þessum völlum, þar sem börnin
gætu aukið hæfni sína í meðferð
þessara tækja, í stað þess að nota
,til þess fjölfarnar götur. Þá er hér
allt of iítið af leiksvæðum og spark
völlurn, sem laða börnin af göt-
unni og tryggja þannig öryggi
þeirra. Reynt hefur verið a@ út-
-vega unglingum vinnu við þeirra
bæfi en ekki tekizt að útvega líkt
'því öllum þeirra störf. Væri það
ékki verðugt verkefni fyrir þessa
unglinga að fara á leikvellina og
aðra staði, þar sem börn eru' að
Jeik, leiðbeina börnunum og örfa
þau til jákvæðra leikja?
Á Siglufirði eru fjölbreytt leik
tæki við barnaskólann, og geta
mæður komið börnum sínum þar
í gæzlu gegn 10 króna greiðslu
á dag. Þetta fyrirkomulag hentar
vel mæðrum, sem yfirleitt hafa
börnin í eigin umsjá eða þá í
þeim tilvikum, þegar erfitt er að
fá þau til að dvelja á leikvöllum
að staðaldri. Hér vantar svona
aðstöðu, þar sem þörfin er mest,
-— í nýju hverfunum. í Vogahverfi
sem þó telst ekki til nýjustu
hverfanna, finnst ekki nema einn
leikvöllur vestan Langholtsvegar.
Við Vogaskóla er stórt svæði, sem
vel mætti nýta fyrir börn þessa
hverfis án nokkurs verulegs til-
kostnaðar. Það vantar ekkert
nema framtakið.
— Er börnunum ekki mikil
hætta búin vegna síaukinnar um-
ferðar?
— Jú, tala barna, sem lenda í
umferðarslysum fer hækkandi hér
sem í öðrum iöndum. Barnadauði
af völdum umferðarslysa mun
vera mestur hjá frændum okkar í
Noregi. í því sambandi minnist
ég atviks, sem ég varð vitni að í
Noregi fyrir skömmu. Ég var á
leið til aðalstöðva Trygg Trafikk,
sem eru landssamtök er stuðla að
auknu umferðaröryggi þar í landi.
Skammt frá húsinu, sem er við
umferðargötu, stóðu tvö börn og
ætluðu auðsjáanlega að fara yfir
götuna, en virtust afskaplega
hrædd við umferðina. Mér stend
ur enn fyrir hugskotssjónum ótt-
inn, sem skein úr augum þeirra.
Þetta dæmi sýnir okkur, að ekki
má koma inn hjá börnunum
hræðslu við þau vandamál, sem
daglega verða á vegi þeirra.
Þegar hér var komið sögu, vor-
um við staddir á Kringlumýrar-
brautinni, en hún er ein þeirra
gatna, sem er stórhættuleg börn-
um og reyndar fullorðnum líka.
Gatan er ágætlega malbikuð og
því greiðfær bílum, en sú hliðin,
sem snýr að gangandi vegfarend-
um er ekkert glæsileg. í stað gang
stétta eru moldarhaugar meðfram
akbrautum, sem gera fólki ókleyft
að ganga annars staðar en á sjálfri
götunni, og mun það ekkert eins
dæmi við nýlega malbikaðar göt-
ur. Á hinum svokölluðu eyjum,
sem skilja að akbrautirnar, vex
villtur skógur af njólum, og mun
hann sízt auka á öryggi þeirra
barna, sem eru á sífelldum hlaup-
um yfir þessa miklu umferðar-
braut.
Það vakti einnig athygli okkar,
Þessi lóð er við Álftamýri og sýnir hvernig hægt er að halda börn
unnm frá götunni ef skilningur og vilji halðast í hendur.
hve flest barnanna voru klædd
dökkum regnfötum, sem valda því,
að þau sjást miklu verr úr öku-
tækjum, og endurskinsmerki sáum
vi'ð engin á yfirhöfnum þeirra.
— Við höfum mikinn áhuga á
því að fá börn og fullorðna til að
nota endurskinsmerkin, en til-
raunir þær, sem gerðar hafa ver-
ið í þeim tilgangi, hafa ekki bor-
ið nógu góðan árangur, segir
Sigurður. Við erum því að vinna
að gerð merkja, sem ganga í augu
barna og unglinga, með þeim ár-
angri vonandi, að þau verði eftir-
sótt. Þéssi merki eru lífsnauðsyn,
eins og þau hörmulegu slys sanna,
sem oriðið hafa á fólki í nátt-
myrkrijog slæmu skyggni.
Við jÁlftamýrina fengum við
góð dtémi, bæði um það, sem
miður ér og eins hitt, sem er til
eftirbreytni. Þarna eru margar
blokkir með stórum lóðum, en ær-
ið misjöfnum að frágangi og út-
búnaði. Við eina blokkina hefur
lóðin verið girt og sléttuð. Innan
girðingarinnar hefur verið komið
upp leiktækjum, svo sem renni-
brautum og sandkössum, auk þess
marki, sem gerir börnunum kleyft
að iðka hand- og fótbolta. — Á
þessari lóð voru nokkur börn að
leikjurru þrátt fyrir rigningar-
suddann og úr allri hættu af um-
ferðinni, sem er nokkur fótmál
frá lóðarmörkum. Við sömu götu,
litlu ofar, var alls engin girðing,
lóðin ófrágengin og lítt aðlaðandi
til tómstundaiðkana. Börnin, sem
í þessari blokk búa virðast líka
hafa meiri áhuga á götunni og
því, sem þar gerist, en það er
ekki þeirra sök, heldur þess fólks,
sem þarna býr og gæti með sam-
eiginlegu átaki breytt flaginu í
snyrtilega lóð, komið upp nokkrum
ódýrum tækjum og þannig bægt
börnunum af götunni án boða eða
banna.
Enn ofar í götunni voru menn
að vinnu með stórvirkum vélum,
sem vekja forvitni barna og á-
huga, enda stóðu nokkur þeirra
fast upp vi@ vinnutækin, og
ist sem þeir fullorðnu létu sig
engu skipta návist þeirra eða þá
hættu, sem þeim gat stafað áf
þessari forvitni.
Og það er víðar pottur brotinn.
Við ókum upp Háaleitisbraut,
sunnan Miklub'rautar, og rtú
gat Sigurður ekki orða bundizt.
—- Alveg er það furðulegt skiþu-
lagsleysi, að hafa stórar verzlana-
miðstöðvar öðrum megin mikilla
umferð'arræða, en íbúðahverfin
hinum megin. Hérna vinstra megin
Háaleitisbrautar búa þúsundir
íbúa, sem verða daglega og oft á
dag að sækja í verzlanir hægra
megin götunnar. Við vitum, að al-
gengt er að senda börn í verzlan-
ir til smáinnkaupa, og með þessu
háttalagi eru þau, alveg að ó-
þörfu, lögð í bráða hættu
Það er hreint og beint óhugnan
legt, að börn skuli þurfa að leggja
leið sína yfir miklar umferðaræð-
ar til að komast í búðir, skóla og
á leikvelli svo eitthvað sé nefnt.
Við eina verzlunina í hverfinu
komum við auga á ungan pilt á
svokallaðri skellinöðru, með mik-
inn hjálm á höfði og hinn vask-
legasta. Gaf þetta mér tilefni til
að biðja Sigurð að segja okkur frá
þeim reglum, sem gilda um hjól-
reiðar barna og unglinga.
— Börn yngri en 7 ára mega
ekki vera á reiðhjóli, en sé hjól-
ið með hjálparmótor hækkar
aldurstakmarkið upp í 15 ára. Eg
fyrir mitt leyti tel, að ekki ætti
að leyfa börnum yngri en 10 ára
að fara með reiðhjól, og ég get
bætt því við, að norskir stéttar-
3 23. julí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ