Alþýðublaðið - 23.07.1966, Side 10

Alþýðublaðið - 23.07.1966, Side 10
FIMM ÁRA STYRKIR Menntamálaráð íslands mun í ár úthluta 7 námsstyrkjum til stúdenta, sem hyggjast hefja nám við erlenda háskóla eða við Há- skóla íslands. Hver styrkur er rúmlega 42 þúsund krónur. Sá, sem hlýtur slíkan styrk, heldur honum í allt að 5 ár, enda leggi hann árlega fram greinargerð um námsár- angur, sem Menntamálaráð tekur gilda. Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem luku stúdentsprófi nú í vor og hlutu háa fyrstu einkunn. Við úthlutun styrkjanna verður, auk náms- árangurs. höfð hliðsjón af því, hve nám það er umsækjendur hyggjast stunda, er talið mikilvægt frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Styrkir verða veittir til náms bæði í raun- vísindum og hugvísindum. Umsóknir, ásamt afriti af stúdentsprófs- skírteini, svo og meðmæli, ef fyrir liggja, eiga að hafa borist skrifstofu Menntamála- ráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 20. ágúst n.k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavík, 20. júlí 1966 MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLANDS. v FAO Framhaið al 1. sI5u sagði forstjórinn, að ísland yrði fyrst og fremst beðið Jim tæknilega þekkingu, eins^ og þá, sem að ofan var nefnd. Varðandi vandamál hinna ; j vanþróuðu þjóða, sagði for- C'í stjórinn, að þau krefðust bæði I >1; fjár að utan og tæknilegrar lö'iþekkingar. Framlög frá öðrum r.vþjóðum eru góð og nauðsyn- irovleg tij að leysa aðsteðjandi .reivanda augnabliksins, en varaþ leg lausn vandans er í því fólg ói. in, að þjóðirnar sjálfar, hver , 'lí-og ein taki til við lausn mála nJJinnanfrá. Þar kemur til aukin .umenntun og fráhvarf frá ýms- Míum hindurvitnum, sem enn eru u;;Þrándur í Götu fyrir öllum iuframförum í þessum efnum. '• svo og uppbygging og aukning nauðsynlegs fjármagns til' að standa straum af óhjákvæmi- legum kostnaði. Sem dæmi um vþetta tók forstjórinn sitt eigið heimaland, Indland, þar sem væru um 300 milliónir naut- gripa, en aðeins 60% þeirra gætu talizt til gagns, en 40% i> væru tii einskis og það sem verra væri, þeir nautgripir ■j .ætu grasið, sem hin 60 prósent t/ih þyrftu á að halda. Hann \í kvað trú og hindurvitni valda i því, að nautakjöt væri ekki , . talið mannamatur. Hið sama gildir um svín, þau eru ekki borðuð af sömu ástæðum. Forstjórmn kvað þetta að sumu leyti eiga rætur sínar að rekja til þess, að kýrin hafi lengst af verið lífakkeri fjöl- skyldunnar, rétt eins og hest urinn hafi verið fiölda þióða á vissu skeiði í sögu þeirra. Margir éta ekki hrossakjöt fyr ir þá sök, að hesturinn var — og sumstaðar er enn — svo nákominn manninum, að eig- andi hans getur ekki séð hon- um lógað, hvað þá lagt hann sér til munns. Þetta vandamái er sálræns eðlis og án þess að verja það á nokkum hátt, sagðist forstjórinn vita gjörla, að þetta tæki langan tíma að yfirvinna og það yrði að gera á mjög varfærnislegan máta. Hvað snertir fisk og aukna neyzlu fisks í ýmsu formi af hálfu hungraðra þjóða sagði forstjórinn, að það máj væri einmitt höfuðviðfangsefni augnabliksins. Sem stendur er neyzla sjávarafurð a aðeins 1% af eggiahvítuneyzlu mannkyns, en hafið býður upp á mjög aukna möguleika til að fæða hið sveltandi mannkyn. Til- raunir standa yfir með að kenna ýmsum vanþróuðum þjóðum fi'-kát, einkum með því að blanda fiskimjöli í algenga fæðu. Og þar sem fiskveiðar hafa aukizt, eins og t. d. á V- Indlandi. fer fiskát vaxandi. Þjóðflokkar. sem lengst af hafa búið á svæðum, þar sem fiskur hefur ekki verið fáan- legur, eru hræddir við fisk og hafa vmis hindur vit.ni gagn- vart fiski sem erfitt er að vinna bug á. Á ráðst.efnu, sem forstjórinn sat í Washington. áður en hann kom hingað. voru þessi mál einmitt til umræðn og á næstunni má vænta miög athvgiisverðra tillagna, sem gerðar verða til sukimiar fisk nev7ht. bwgðra á athugunum bessnrar ráðstefnu. Forstiórinn lét í liósi sér- staka ánægiu með heimsókn sína til for'-eta íslands og skiln ing hans á þeim vandamálum, sem hér væru til umræðu. 10 23. }úlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐID Welles Framhald af 6. síffu tækifæri til að gera þessa kvik i mynd, heldur Welles áfram. Ég hef sett leikritið þrisvar sinnum á svið. og ég hef gert átta sinn um uppdrátt að kvikmvndinni, meðan ég beið eftir að geta kvik myndað leikritið. En allar fram kvæmdir strönduðu á því að ég fann engan framleiðanda Að lok um fann ég svo spánskan fram leiðanda. Þess vegna er Falstaff spönsk kvikmynd. Þó að Orson Welles hafi eftir því sem hann sjálfur segir alveg sagt skilið við leiksviðið og snúið sér að kvikmyndun, fer hann þó sjaldan í kvikmyndahús. — Ég þori bara ekki að fara oft í bíó, segir hann. Áður en ég tók að gera kvikmyndir fór ég oft daglega í bíó, en nú é ég að eins nýjar kvikmyndir nokkrum sinnum á ári. Ég er hræddur um að verða fyrir áhrifum af þeim. Þetta er kannske skrýtið. en þaff er nú svona. Bæði góðar og slæmar kvikmyndir hafa geysi leg áhrif á mig. og ég vil ekki leggja mig í slíkt. Þetta er því eins konar sjálfsvörn. Og ef ég finn upp á einhverju nýju. vil ég ekki komast að því í bíó, að God- ard hafi kannske fundið upp það sama í fyrra. Ég sé mínar eigin kvikmyndir heldur ekki oftar en einu sinni, þegar þær eru tilbún ar, því að þá get ég farið að hafa áhyggjur af því, að ég get ekki breytt þeim. Maður verður að varðveita sjálfsvirðingu sína. — En þó að ég sé ekki sér- lega fróður um nútíma kvikmynd ir, er það þó tvennt. sem vekur athygli. Ungir franskir leikstjór- ar eru með margar góðar hug myndir og einnig þeir ítölsku. En ég nefni engin nöfn Ég vil ekki taka einn fram yfir annan. Og um framtíðaráform sín seg ir Welles. Ég ætla til Englands og gera kvikmynd. Seinna ætla ég svo að gera kvikmynd eftir minni eigin hugmynd og handriti en ég þori ekkert að segja um hana enn þá, því að því meira sem rnaður segir frá áformum sínum, því minni verða kraftarnir, þegar á að koma áformunum í fram- kvæmd. Um kvikmyndalistina seair Or son enn fremur: Klipping mynd ar er með mikilvægustu atriðum við vinnu að kvikmynd. Sá kvik myndastjórnandi, sem lætur aðra klippa mynd sína. er ekki lengur listamaður. — Ég læt leikéndur mína hafa nokkuð frjálsar hendur, því að bejr verða að geta fundið sjálfa sig. Tæknimennirnir skamma mig þó áreiðanlega fyrir að vera ægi legur harðstjóri, því að ég er harð ur við þá. — Ég hef ekkert á móti lit myndum, og nýia kvikmyndin mín á að vera í litum. En Cinema- scone er verk djöfulsins. Það hæfir aðeins þegar jarðarfarir og því um líkt er kvikmyndað. synlegt er að hefja slíka kennslu í upphafi skólagöngunnar. Mætti jafnvel tengja þessa kennslu öðr- um námsgreinum.Við getum margt lært af hinum Norðurlandaþjóð- unum í þessum málum. Mig langar til að taka sem dæmi fram kvæmd Norðmanna á þessum þætti umferðarmálanna. Norsku landssamtökin, Trygg Trafikk, gefa sérhverju bami, þegar það verður þriggja ára, lausblaðabók, sem nefnist Barnas Trafikklub. Með fyrstu bókinni fylgir myndskreyttur bæklingur, sem ætlast er til að foreldrarnir Iesi fyrir barnið, og er þar fjallað um þau atriði, sem hæfir þroska þess Að auki fylgir með bæklingnum lítil plata, sem á skemmtilegan hátt kemur inn í huga þess vissum atriðum, atriðum, sem því er nauðsyn að kunna skil á. Hér með er ekki látið staðar numið heldur sem því er nauðsyn að mælisdag, og þannig lærir barnið stig af stigi þær reglur, sem því eru nauðsynlegar í ört vaxandi umferð, og það sem e.t.v. ríður baggamuninn, efnið er valið og sett fram á skemmtilegan og hug kvæman hátt, þannig að gera má ráð fyrir, að nemandinn hafi gagn og gaman af. Af þessu rabbi við Sigurð Ág- ústsson verður það ljóst, hve mörgu er hér ábótavant í þeim málum, sem varða öryggi barna utan heimilis, og að endingu fylgja Sigurði óskir okkar um gæfu og gengi í því vandasama starfi, sem hann hefur tekizt á hendur. - K. njcv lýsti því yfir: Viff höfum not fyrir njósnara í baráttunni viff al- ríkisstefnuna og mefflimir leyni þjónustcnnar eru mjög gagnlegir föffurlandsvinir. Grein Gylfa Sanntök Framhald úr opnu. verði falið þetta hlutverk og fái þeir handbækur til notkunar við kennsluna. Ekki þyrfti meirá en einn tíma í viku eða svo, en nauð- Scvézkir Framhald af 5. síffu. fullar yfirheyrslur og eiturbyrlan ir eru sömuleíffis álitnar ruddalcg ar Rússnesk hetja tekur ekki þátt í slíku. Sem sagt: Það hefur verið viður kennt, að ekki er ástæffa til aff ráffa njósnarana af dögum. Brez Framhald af 5. síðu. engin tíðindi. Það eru ekkj hags munir neytendanna, sem þessi blöð eru að hugsa um. Það eru hagsmunir fyrirtækjanna, sem verða að draga saman seglin. Um daginn gerði Þjóðviljinn mikið veður úr . því, hve fram- leiðsla á íslenzkum vinnufatnaði væri að minnka. Allt var það. sem blaðið sagði um það mál, orðum aukið, enda fljótlega leiðrétt af hlutaffeigandi framleiðenda. En eftir stendur það, að Þjóðviljinn var ekki að hugsa um hag verka fólksins, sem vinnufötin notar. Hann grennslaðist ekkert fyrir um, hvað erlend vinnuföt kost- uffu og hvað innlend. Þótt kom in kynnu að vera á markaðinn | erlend vinnuföt, sem væru eitt- I hvað ódýrari en innlend, þá var j blaðinu það ekkert fagnaðarefni, þótt útgjöld verkamannsin^ lækk j uðu eitthvað. Blaðið hafði miklu meiri áhuga á afkomu fyrirtæk isins. Það er orðið alltof algengt í op inberum umræðum um atvinnu mál og viðskiptamál, að nevtand- inn gleymist. Neytendurnir hafa ekki með sér hagsmuna«amtök. Neytendasamtökin, sem hér starfa. hafa mjög miklu hlutverki að gegna. en eru því miður of veik og hafa of lítij áhrif. Hins veg ar eru í þjóðfélaginu margs konar vel skipulög samtök, til þess að gæta ' ýmissa sérhagsmuna Og þótt undarlegt megi virðast. hafa málgögn stiórnarandstöðunnar gerzt höfuðmálsvarar hvers kon ar sérhagsmuna £ þjóðfélaginu, en láta hina almennu hagsmuni- neytandans lönd og leið. Þessu þarf neytandinn að gefa nánari gaum en hann hefur gert. UTBOÐ Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í holræsalögn í ónefnda götu meðfram Hafn- 'arfjarðarvegi. Utboðsgögn afhent á skrifstofu minni gegn 2000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð opnuð 2. ágúst 1966. Kópavogi 22. júlí 1966 Bæjarveikfræðingur. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyr- irvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftir- litsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipu lagsgjaldi af nýbyggingum, útflutnings og aflatrygginga- sjóðsgjöldum, söluskatti 2. ársfjórðungs 1966 og hækkun- um á söluskatti eldri tímabila, svo og tryggingaiðgjöld- um af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Yfjrborgarfógetinn í Reykjavík, 21. júlí 1966. Kr. Mristjánsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.