Alþýðublaðið - 23.07.1966, Síða 16
Eldur geisar undir...
t»AÆ> hefur oft verið mikið sport
að spá um framtíðina og rithöf-
Undar hafa margtr látið gamminn
geysa um það efni. Sumar fram-
tiðarsögur hafa hlotið mikla
érægð, en aðrar þótt síðri, og er
ekki nema eins og gerist og
gengur. En framtíðarsýn su, sem
“hér fer á oftir, er kannski ekkert
'íakari en hver önnur, en hana
'+iirtum við upp úr útlendu blaði
og snöruðum lauslega á íslenzku.
„24. maí 1982 birtist allt í
( iuu fjjúgandi diskur inni á Alls-
l erjarþingi Sameinuðu þjóðanna, |
fveimaði nokkra hringi yfir höfð-
?dtn fullti’úanna, sem gátu hvorki
''ttrært legg né lið af skelfingu.
Sfðan hvarf diskurinn burt aftur,
eu eftir lá skinn með áletruðum
sfioðskap.
Þegar fulltrúarnir höfðu náð
s£r eftir þessi ósköp, tók fram-
kvæmdastjóri samtakanna upp
skinnið skjálfandi höndum og las
upp boðskapinn titrandi röddu:
— Fulltrúar mannkynsins: Hlýð-
fð á þennan boðskap og gefið hon-
itm gaum. Við erum Horrugalar,
ókuanar verur, þrír metrar á hæð
'«ieð grænar vígtennur og ákaf-
fega blóðþyrstar. Vi'ð höfum lagt
fjölmörg sólkerfi undir okkur, og
eftir nákvæmlega tíu ár snúum
vfð aftur til jarðarinnar til þess
að taka við skilyrðislausri upp-
gjöf jarðarbúa.
— Við gefumst aldrei upp, —
'fcrópaði forseti Bandaríkjanna. —
Við neitum að gefast upp, öskraði
forsætisráðlierra Sovétríkjanna.
Mbunga, sagði höfðingi Ugulapin-
Indíánanna, en það þýddi það
sama. Allir stjórnmálaforingjar í
lieiminum voru von bráðar orðn-
ir sammála um nauðsyn þess, að
allar þjóðir stæðu saman.
Forseta Bandaríkjanna fannst
málið svo alvarlegt, að hann
hætti styrjöldinni í Víetnam, til
þess að dreifa ekki kröftunum um
of, og forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna fannst nauðsynlegt að
sættast við Kína og Albaníu, og
de Gaulle hershöfðingi gekk inn
Atlantshafsbandalagið Varsjái’-
bandalagið og alþjóðlega hvalveiði
ráðið.
En þessi hótun frá Horrugöl-
unum olli ekki aðeins því, að póli-
tískar og efnahagslegar deilur
þjóða í milli voru látnar niður
falla. Hún hafði einnig bein á-
áhrif á allar kynþáttadeilur, og í
Bandarikjunum komst á fullt jafn-
rétti milli hvítra manna ög
svartra, meira að segja í Ala-
bama.
í fyrsta skipti í veraldarsög-
unni gerðu menn sér ljóst, að það
skipti meira máli að vera einfald-
lega maður, heldur en kapítal-
isti, kommúnisti eða eitthvað enn
annað. Þess vegna stóðu allir menn
nú saman og liöfðu eitt sameigin-
legt markmið: að koma á friði á
jörð og bræðralagi allra manna.
i Þegar tíu ár voru liðin- birtist
diskuri'nn fljúgandi aftur í salar-
kynnum Sameinuðu þjóðanna, og
þar biðu allir þjóðarleiðtogar
heimsins þess, sem verða vildi.
Friðurinn innbyrðis hafði haft
þau áhrif á þá, að þeir voru reist-
ir og virtust taka óskelfdir á
móti því ókunna. Diskurinn lenti,
dyr opnuðust á lionum, og út komu
tveir Horrugaiar —• tvær hvítar
og loðnar kaníriur.
— En þi'ð eruð ekki þrír metrar
á hæð eða með grænar vígtennur
og það er ekki að sjá að þið séuð
neitt hræðilega blóðþyrstar, hróp-
aði forseti Bandaríkjanna.
— Við erum það auðvitáð ekki,
svaraði önnur kanínan. — Við
erum svo góðsamar, að við gæt-
um ekki gert flugu mejn.
— Sannleikurinn er sá, sagði
hin kanínan, — að hlutverk okkar
er það eitt að láta mannkynið öðl-
ast það, sem það kýs allra helzt.
Og þið hafið alltaf óskað eftir
frið og einhug. Eruð þið ekki á-
nægðir?
Forseti Bandaríkjanna leit í
bræði á forssætisráðherra Sovét-
ríkjanna og öskraði: — Þetta er
svívirðileg kommúnistabrella. For-
sætisráðherra Sovétríkjanna svar-
aði þvi með því að öskra: Kapítal
istasvín, og sló báðum skónum í
borðið.
Áður en klukkustund var liðin
voru skollin á fjórtán stríð, sautj-
án byltingar og óteljandi uppþot
um allan heim, og Ugalapin-Indí-
ánarnir tóku upp þann gamla sið
að iðka mannát til hátíðabrigða,
en því höfðu þeir hætt fyrir tíu
árum.
— Þetta er í fyrsta skiptið, sem
okkur hefur skjátlazt, sagði önn-
ur kaninan við hina.
— Jú, svaraði hin. — En sú er
þó bót í máli, að nú vitum við,
hvað mennirnir raunverulega
vilja.
Ekki af smjöri einu saman.
Sem ágæturn íslending sæmir
ég uni við bágborin kjör,
reyni eins og hinir að hamast
og háma í mig útsölusmjör.
Ég lifi eftir J»ví öllu,
sem Ostá og smjörsalan bauð,
gleypti í mig gæðasmjörjð,
en get ekki keypt mér brauð.
<(MW»MWtWWW»WWWWMWWWWMMMWtWW>MMWW
Margföldunarvélin er kjörin
vél fyrir allar skrifstofur ....
Leggur saman og dregur frá,
margfaldar sjálfvirkt, — hefur
áframhaldandi margföldnn,
hentug við uppmælingarút-
reikninga, — sýnir neikvæða
útkomu ...
Augl. í dagblöðunum.
Sumir eru að vorkenna
stjórnmálamönnum okkar
þessi reiðinnar býsn, en ég vil
minna menn á orð Churchills
gamla: Það er auðveldara að
stjórna heilu landi, heldur en
að ala upp, þrjú börn....
Kallinn er búinn að fatta,
hvers vegna sona margar kell-
ingar skrifa skáldsögur. Að
skrifa skáldsögu, það er nefni
lega svo líkt og að prjóna ...
Þessar kvikmyndir, drottinn
minn dýri: Dularfullu morðin,
Fyrirsæta í vígaham, Kulnuð
ást, Kærasta á hverri öldu, og
svo virðist öll þióðin ætla að
sjá Sautján 1 Hafnarfirði. Vi
mótmælum allar.... j