Alþýðublaðið - 24.07.1966, Page 1

Alþýðublaðið - 24.07.1966, Page 1
Sunnudagur 24. júlí 1966 - 47. árg. - 166. tbl. — VERÐ 5 KR. Ungur maður drukknar Reykjavík. — ÓTJ. TVÍTUGVR PILTUR drukkn- aði á ytri höfninni í gærmorg- un. Hann var við vitann úti á Ingólfsgarði ásamt tveimur félög- um sínum, þegar slysið vildi til. Hávaðarok var við garðinn og öldugangur mikill, þannig, að piltinum dapráSist fljótt sundið. Annar félaga hans stakk sér til sunds eftir lionum og náði á hon- um taki, en örmagnaðist fljótlega sjálfur og varð að sleppa takinu en var með naumindum bjargað í land. Vaktmaður við varðskipabryggj- una hafði gert lögreglunni aðvart um slysið, en þe'gar hún kom á staðinn, var pilturinn sokkinn. — Andri Heiðberg froskmaður var fenginn til að leita að líkinu og fann hann það fljótlega. Nafn hins látna verður ekki birt að sinni. Hraðbrautir ættu að vera 350 km. Rvík.—ÓTJ. Við sanmingM síffustu vegagerö aráætlunar var reiknað með sam anlagt um 150 km. af liraðbraut sem endurbæta þyrfti samkvæmt lögum þar um. Nú hefm- liins veg ar komið í ljós að 350 km. hefðu verið sanni nær og eru það furðu legrustu vegraspottar sem eru á góðri leíð með að næla í hrað- brautartifilinn. Hraðbrautum er skipt í tvo flokka, A ogr B. Undir A, falla vegrakaflar sem gera má ráð fyrir að á næstu 20 árum flytji tíu þúsund bifreiðar eða bar yfir dagrlega. Undir B, falia vegakaflar sem búast má við að verði eknir af þúsund til tíu- þúsund bifreiðínn næ-tu tíu árin. í lögum um gerð hraff''rauta segir að hraðbrautir í A-flokki skuli vera fjórfaldar þ. e. tvær akrein- ar hvora leið, og með varanlegu slitlagi. Hraðbrautir í B-flokki skulu hins vegar aðeins vera tvö faldar, en með varanlegru slitlagi. B. brautirnar munu ekki valda miklum erfiðieikum, þar sem fjest ir þessir vegir eru það traustir að hægt er að setja varanlegt slit- lag á þá án mikilla lagfæringa. A, brautirnar hins vegar þarf flest- ar að endurbyggja algerlega. Það eru ekki tök á því að breikka j bara gamla götu. Eins og gefur að skilja mun megnið af hraðbraut- unum vera í B. flokki, aðeins fjöl förnustu kaflarnir út úr Reykja- Vík, í A, flokki. Snæbjörn Jóns- son, verkfræðingur, sagði Alþýðu blaðinu að í upphafi hefði t. d. verið gert ráð fyrir að Vestur- landsvegur upp í Kollafjörð mundi ná liraðbrautarmarkinu. Nú hefði hins vegar komið í Ijós að reikna hefði mátt lengra, því að þar við bættist að Vesturlands vegur,. allt upp undir Dalsmynni, ætti stutt í hraðbrautina. Sömu- leiðis hefðu Akranesvegur og Borgarnesbraut farið langt fram úr áætlun. Ekki eru mörkin alls staðar ]jós en þó er t. d. hægt að nefna að norðan við Akureyri, út á Moldhaugnaháls, er nú að koma hraðbraut, og sömuleiðis að sunnan, fyrir endann á Eyjafirði. Egilsstaðir eru líka með í spilinu þ. e. vegurinn frá Lagarfljóti. Og nú er bara að fá ríflega fjárveit ingu til.að fylgja ákvæðum, sem liraðbrautum fylgja. I fyrradag var vatni hleypt f nýju sundlaugina í Laugardalnum og i fyrrakvöld reyndu sundmenn hana og líkaði vel. Mikill munur er á þessu nýja mannvirki og gömlu laugunum, sem nóg var raunar að gera í á föstudag. Myndin af nýju lauginni er tekin með svokallaðri „fiskaugalinsu,” sem gerir það að verk- um, að engin lína er bein í myndinni, en hins vegar nær mynd- in víðara sjónhorni. — í gær hófst landskeppni Dana og ís- Iendinga í sundi í nýju lauginni og verður henni haldið áfraift í dag. Vegna þess hve blaðið fer snemma í pressuna á laugar- dögum, getum við því miður ekki sagt fró úrslitum fyrr en á þriðjudaginn kemur. Skálholt hátíð í da SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN 19 6 6 verður haldin í dag. Hefst hún k.l 13,30 með messu í Skálholts- kirkju. Biskup íslands, herra Sig- urbjörn Einarsson þjónar fyrir altari. Biskup Færeyja, herra Jakup Joensen, prédikar. Við messuna syngur Skálholts kórinn. Organleikari verður Guð- jón Guðjónsson stud. theol. Einn- ig verður leikið á tvö trompet. Kl. 15,30 verður skrúðganga barna og barnasamkoma. Síðan verður samkoma í kii'kj- unni og hefst hún kl. 16,30. Þar leikur Árni Arinbjarnarson á org- el verk eftir Bach. Guðmundur Daníelsson skáld flytur ræðu. Söngkonurnar Sigurveig Hjatte- sted og Margrét Eggertsdóttir syngja einsöng og tvísöng. — Þá verður upplestur .og flytur Guð- mundur Ingi Kristjánsson skáld frá Kirkjubóli frumort kvæði. Séra Guðmundur Óli Ólafsson flytur ritningarlestur og bæn. Að lokum verður almennur söngur. Vinstri sijórnin 10 ára Gylfi Þ. Gíslason fyrstur ís- lendinga ráðherra samfleytt í 10 ár í DAG eru liðin tíu ár, síðan vinstri Stjórnin tók við völdum 24. júlí 1956. Einn ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hefur setið í öllum ráðuneytum síðan, og er hann fyrsti ísleridingur, sem gegnir ? ráðherrastörfum sam- fleytt í áratug. Gylfi hefur ver- ið menntamálaráðherra allan tímann, í fjórum ríkisstjórnum, en auk þess var hann iðnaðar- málaráðherra í vinstri stjórn- inni, iðnaðar- og viðskiptá- málaráðlierra í st-jórn Emils Jónssonar, og viðskiptamálaráð- herra siðan. Vinstri stjórnin var þriðja ráðuneyti Hermanns Jónas- sonar, og stóðu að henni Fram- sóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, svo sem Framh. á bls. 9 Gylfi Þ. Gíslasón.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.