Alþýðublaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 7
— HvaS starfar hér margt fólk? — Hér eru 13 starfsstúlkur, þar • af fimm fóstrur. — Eru það lærðar fóstrur? \ — Nei, það er erfitt að fá lærð-' ar fóstrur yfir svona stuttan tíma, ] þær eru allar í vinnu á heimilum, sem starfa allt árið. — Hver er matráðskona heim-1 ilisins? — Hún heitir Þóra Guðnadótt- ir. Hún var hér vökukona í fyrra, hér er alltaf vökukona á hverri nóttu til að sinna börnunum og gæta að því að allt sé í lagi. — Er ekki gott samkomulag hjá börnunum? — Jú, þeim kemur yfirleitt vel saman. Nú er kallað í börnin inn og þau eiga að þvo sér áður en þau taka til við kvöldrhatinn. Það tek- ur nokkra stund, en um hálfsjö er setzt að borðum. Og auðséð er að allir eru svangir. Á bor’ðum er skyr og smurt brauð og börnin gera því góð skil og fljótlega er beðið um meira og fleiri föt með smurðu brauði eru rétt inn I borð- stofuna úr eldhúsinu, sem er við hlið borðstofunnar. Og loks kemur að því að allir eru saddir, þá þurfa sumir að þvo sér um munninn, því að skyrið hefur ekki allt farið á réttan stað. En upp úr sjö færist ró yfir allt, þá fara börnin að sofa og hlakka til næsta, bjarta sumardags. Þeir höfðu grafið leynigöng í gegn um þúfu ANNARRA ORÐ í NÝLEGU Tímariti Máls og menningar (2. hefti 1966) er birt grein um Bandaríkjamenn í Víet- nam eftir ónefndan höfund, Ev- rópumann búsettan þar eystra. „Starfs síns vegna er hann í nánum tengslum við borgarbúa og sveitamenn, særða borgara, fanga úr liði Víetkong, fólk sem safn- að liefur verið saman á afgirtum svæðum, og Bandaríkjamenn,” segir ritið, sem fylgir ritgerðinni úr hlaði með gífuryrtri forustu- grein um „bandariska heimsveld- issókn” þar sem stríðið í Víet- nam er nefnt prófsteinn á mann- dóm vestur-evrópskra þjóða og almenningsálits, og .þar með nátt- úrlega íslendinga. ,,Ef vér látum oss á sama standa um stríðsglæp- ina í Víetnam, munum vér ekki eiga mikið eftir af virðingu fyrir sjáifum oss um það er lýkur.” Sýnilega á ritgerðin ekki einung- is að uppfræða lesendur sína um ástandið í Suður-Víetnam heldur einnig að efla þá til þátttöku í íslenzkri póiitík. En hér var ekki ætlunin að ræða efnislega grein hins ónefnda höfundar, hvorki sálspaka útlegg- ing hans á innræti og afstöðu Bandaríkjamanna né lýsing lians á „samtengslum bissnessins og glæpanna” þar eystra, heldur ein- ungis vekja athygli á málfari greinarinnar, íslenzku þýðingar- máli sem nú gerist æ tíðara, jafn- vel í frumsömdum texta eftir menntaða höfunda. Óneitanlega fellir þetta tungutak nokkurn fölskva á skarpleik og skynsemi höfundarins — sem að öðru leyti skulu ekki dregin í efa. En það hljómar til að mynda svona; til- vitnunin er úr niðurlagi greinar- innar; „Hinar sálarlegu afturhverfing- ar sem lýst hefur verið hér að framan, — árásarkennd tilfinn- ingabæling í þágu æðri hagsmuna og myndun viðeigandi sjálfsrétt- lætingakerfis — eru vitanlega ekki skynsemisbundin ferli. Raungildi þeirra felst í því að hjá Banda- ríkjamönnum hafa þær að bak- hjarli bernskuduldir sem eru eig- inlegar öllum púritönskum þjóð- félögum. Hyldýpið sem gín við bandarísku hermönnunum í Víet- nam, þegar góðmennska þeirra er dregin í efa, er ekki einungis þrúgandi sektarkennd, heldur og kvíði ungbarnsins sem leitar sér skjóls fyrir viðbjóðnum og óttan- um við holdið, með því að upp- hefja og helga líkamsburði sína í þjónustu einhverrar göfúgrar bar- áttu (sbr. hetju Villta vestursins gegn vonda Indíánanum). Síðan þróast vitund þeirra um syndir holdsins, öryggisleysið á kynferð- issviðinu og efasemdin um karl- mannlegan fullburðugleika þeirra í mikilmennskubrjálæði. Mikil- mennskuduldin birtist m. a. í hneigð bandarískra hermanna, skólapilta og knattleikameistara til að flíka vöðvaafli sínu í tíma og ótíma og eins í hinu að „öflug- asta herveldi heimsins” virðist um megn að viðurkenna eða jafn- vel ímynda sér að þáð geti beðið lægri hlut í hernaðar- eða stjórn- málaátökum, þegar svo ber und- ir.” Hvernig er það eiginlega með þýðendur og/eða höfunda þvílíkra texta: Staldra þeir aldrei við í önn sinni, líta yfir það sem skrifað stendur og spyrja sem svo: Hvað er það nú aftur sem þarna er sagt? Skyldi þetta merkja eitt- hvað? Hvaða mál er það eigin- lega, sem ég tala? ★ Eyvindur Erlendsson, ungur leikstjóri sem í vetur vann að tveimur sýningum í Reykjavík á vegum Grímu, skrifar í sama hefti Tímaritsins grein sem nefn- ist Nýtt leikhús. Þar er lýst þeim tíðindum að í vændum sé að stofna nýtt leikhús í Reykjavík: „Til voru svonefndir aldamóta- menn sem voru frumherjar þeirr ar hreyfingar sem nam ísland að nýju. Það eru verk þessara manna sem nú er verið að selja og éta út á. Enn standa þau und- ir sjálfstæði landsins, þótt ærið séu nú tekin að íýjast þau breiðu bök. En andi þeirra er að stinga sér niður á nýjan leik með unga fólkinu. Það vill gjarnan sjálft byggja þetta land. Ekki aðeins drekka út á verð þess. — Þess vegna er ástæða til að stofna nýtt íslenzkt leikhús. — Efniviðurinn er til: Hugsjón, skáld, rithöfund- ar, tónlistamenn, málarar, leik- stjórar og leikarar. Kannski of fá- ir. Kannski nægilega margir. — Þetta fólk fær ekki tækifæri í þeim leikhúsum sem fyrir eru vegna þess að þau þjóna öðrum tilgangi og þurfa því á annars kongr kröfum að halda. En það þarf að veita þessu liði tækifæri — ekki vegna þess að það þurfi á leikhúsihu að halda, heldur vegna hins að leikliúsið þarf á því að halda.” Þetta eru niðurlagsorð Ey- vinds; grein hans gengur út á það hve^s könar .tækifæri” hér sé um að ræða. Þungamiðjan í máli hanS ér nokki-ar tilvitnanir í Bert Brecht, eins og vænta mátti, en beggja vegna skipað útlegg- ingu og hugléiðingú háris frá eig- in brjósti höfuridarins. Tvær til- vitnánir til dæmis; - sú seinni er ofurlítið stytt rúmsins vegna: Framhald á 11. síðu. íti.j'. fi íl i »kí il ELDHUS Stærsta sýning á fyrsta flokks eldhúsinn- réttingum hér á landi. Flestir raunu því geta valið sér innréttingu á sanngjörnu verði. Opin virka daga frá kl. 9 til 6, nema laugardaga frá kl. 9 til 12. EinkausnboS á ðslandi: Skorri Ii.f. Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58. Ijöld; íslenzk - dönsk - sænsk Tjaldhimnar Tjaldhælar Picknictöskur Pottasett Sólstólar Svefnpoka Ullarteppi Hitabrúsa Veiðiúlpur Veiðistengur 2 manna 3 manna 4 manna 5 manna með himni 6 manna Mæniá.sar Campingsett Matarílát Svefnbeddar Tjaldborð Gassuðutæki Gasluktir Gasfyllingar Bakpoka Ferðatöskur Filmur Veíðigallar Vöðlur Skoðið vöruvalið Ferðavörudeildin er á II. hæð. UverpooÍ l |pg Lau9ave9 18 Auglýsingasíminn er 14906 • íc ' i k' li ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júlí 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.