Alþýðublaðið - 24.07.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 24.07.1966, Side 4
BttaUórar: Cylfl GröndlJ (íb.) 02 Benedlkt GröndeL — RltatfSrnufull’ tnJl: rsifiur GuSnuon. — Slmar: 14900-US03 — Auglýolngaalml: 14900. A5ee‘>.<x AlþýQubúalB vlO Hverflsgötu. ReykjavOt. — PrentsmJOJa AlþýBu hiaKrin. — Aakrtftargjald kr. 95.00 — t Uusasölu kr. 6.00 etntakKL Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl. 10 ÁR í DAG, 24. júlí, eru liðin tíu ár, síðan vinstri stjómin tók við völdum sumarig 1956. Var þessi rík isstjórn svo sérstæður og sögulegur viðburður í ís- lenzkum stjórnmálmn, að ástæða er til að minnast henmar. Það er höfuðeinkenni stjórnmála á íslandi í sam anburði við önnur norræn lönd, að vinstrimenn hafa verið sundraðir hér á landi, en eru sameinaðir í næstu löndum, og á sama hátt eru hægrimenn sam einaðir hér en sundraðir á Norðurlöndum. Hefur þessi staðreynd mjög sett svip sinn á þróun stjórn- mála á íslandi. Það er eðlileg afleiðing af þessu ástandi, sem ríkt hefur síðan 1930, hér hafa verið uppi háværar kröfur um sameiningu vinstriafla. Eru þessar kröfur eðlilegar, enda þótt erfitt hafi reynzt <að verða við þeim og sameina vinstriflokkana. Stafa þeir erfið- léikar aðalega af tengslum kommúnista við hina al þjjóðlegu hreyfingu undir forystu Sovétrússa (og nú síðast Kínverja) og fylgispekt þeirra við einræði, sem hefur verið og er eitur í beinum lýðræðissinn iaðra jafnaðarmanna. Krafan um sameiningu til vinstri var svo sterk, að myndun vinstri stjórnarinnar var í raun og veru pólitísk nauðsyn. Það var óhjákvæmilegt að reyna þessa samsteypu og freista þess að mynda sanna vinstristjórn á íslandi, þar sem 80% kiósenda eru í ráun og veru frjálslyndir vinstrimenn. Dómur sögunnar getur því miður ekki orðið vinstri stjórninni hagstæður. Hún var frá upphafi erf ið stjórn sökum innbyrðis ósamkomulags og stóðu yfir stöðugir samningar milli flokkanna þriggjá. Að lokum viðurkenndi forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, á karlmannlegan og hreinskilinn hátt, að ekki væri í ráðuneytinu samkomulag um neinar ráðstafanir gegn verðbólgu og yrði stjórnin því að segja af sér. Megin verkefni vinstri stjórnarinnár og banabiti -— voru dægurmál, aðallega verðbólga. Stjórnin gat ekki mótað neina „vinstri stefnu“ í málefnnm þjóð arinnar eða skapað nein tímamót í þróun íslenzks þjóðfélags. Hugmyndir jafnaðarmanna eins og áukn ing trygginga áttu erfitt uppdráttar og hafa raunar þokazt meira fram í tíð núverandi stjórnar, þar sem stærri flokkurinn er hægriflokkur. Verkalýðs- hreyfingin vann enga stórsigra á tímum vinstri- stjórnarinnar. enda gekk Hannibal Valdimarsson þá með gerðardómslög í vasanum, ef sjómenn kynnu að ganga of langt í baráttu sinni. Vinstri stjómin var pólitísk nanðsyn, en lærdóm ur hennar var neikvæður. Hún var því miður ósam- stætt og tækifærissinnað ráðuneyti sem kiknaði undir nafni. 41 24. júlí 1966 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ Varðveitid augnablikib meb Kodak filmu ! Þér getið treyst Kodak filmum — mest seldu íilmum i heimi HANS PETEHSEN SIMI 20313 BANKASTRÆTI 4. Veður Framhald af Z. síðu. 2-4 stigum lægri á Akureyri. Úr- koma sunnanlands var þessa mánuði langt undir meðallagi, í Reykjavík var mánaðarúrkoman í febrúar hin minnsta, sem mælst hefir þar. Á Akureyri var úr- koman í nóv.-apr. undir meðal lagi, en þó nær því. Norðan- og norðaustanátt var mjög tíð. í okt óber 1965 var veðurlag allt annað, hiti og úrkoma var þá mikið yfir meðallagi. Að því er úrkomu varð ar munaði mestu um sólarhring- inn 19.-20. október, er mjög mik- ið rigndi víða um land. Á Hveravöllum var meðalhiti vetrarmánuðina des.-marz 7-9 stig, um 6-8 stigum kaldari en í Reykjavík, en 3-4 stigum kaldara en á Akureyri. Kaldastur að með- altali var febrúar, 9,3 stig. Lág- markshiti var minni en 20 stig alla vetrarmánuðina, lægsur 25. marz, 23.5 stig. Hámarkshiti var alla mánuði yfir frostmai'ki, þó aðeins 0,7 stig í febrúar. Úrkoma mældist mikij í októ- ber, 264 mm„ en þar af féllu 109 mm. á 24 stundum þ. 19-20. Aðra mánuði mældist úrkoma fremur lítil, suma mánuði minni en í Reykjavík og á Akureyri. Fjöldi sólskinsstunda var alla mánuði meiri en á Akureyri, og tvo mánuði (apríl og júní) meiri en í Reykjavík. Apríl var þá sól- ríkari en í meðallagi í Reykja- vík. Stormsamt var á Hveravöllum eins og við mátti búast. AUa vetr- armánuðina fór mestur vindhraði (10 mínútna meðaltal) upp { 50 hnúta (10 vindstig). Hvassa<'t var 31. marz, 64 hnútar (12 vindst.ig), en 2. og 5. febrúar var vindur litlu minni, 62 hnútar (11 vind- stig). Fremur var snjólétt í nágrenni athugnarsöðvarinnar. Mest snjó- dýpt mældist 110 em. Auk veðurathugana voru einn- ig gerðar margar jarðvegshitamæl ingar, en úr þeim hefir ekki verið unnið ennþá. Athyglisvert við mælingarnar er einkum hve úrkoma ér lítil og sólskinsstundir margar. Einnig virðist veðurlag mjög óstöðugt Sem dæmi um það má nefna, að í marz mældist úrkoma 24 daga, en sólskin mældi'-t 25 daga. Hefir því mjög oft verið úrkoma og sól- skin sama daginn. Fyrir næsta vetur er ráðgert að setja upp á Hveravöllum nýjan vindrita og nokkra síritandi jarð- vegshitamæla. F<'«nig verður snjó- mæli'töngum fjölgað og inæli- svæðið sækkað.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.