Alþýðublaðið - 24.07.1966, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.07.1966, Qupperneq 6
Yfir sumarið er æskilegt, að sem flest börn eigi kost á sumardvöl í hollu umhverfi. Sum dveljast á sveita- héimilum, önnur á barnaheimilum víðs vegar um landið. Hér segir í máli og myndum frá heim- sókn í eitt slíkt sum ardvalarheimili barna, barnaheim- ili Vorboðans í Rauð hólum, en þar dvelj ast nú 60 börn. ★ t TEXTI 06 MYNDIR: Anna Brynjúlfsdóttir FLEST BÖRN langar til að komast í sveit yfir sumarið, sum fara á sveitabæi, þar sem þau hjálpa til við búskapinn, önnur, sérstaklega þau minni, fá dvöl á barnaheimilum, þar sem þau hafa nóg' svigrúm til leikja og fræðslu undir gæzlu fóstru. Á harnaheimili Vorboðans í Rauðhólum, sem Verkakvennafé- lagið Framsókn og Mæðrafélagið sjá um rekstur á, dveljast á hverju sumri mörg börn. Hér í Opnunni í dag ‘segir frá heimsókn þangað. Þegar blaðamað- ur kom að heimilinu voru börnin í leikjum sunnan megin við hús- ið. Telpurnar voru í hringleikj- um með tveimur fóstrum, — en Forstöðukona barnaheimilisins Vorboðans, Guðrún ljartardóttir, með nokkar yngstu telpurnar. drengirnir sátu og horfðu á. Klukkan var orðin rúmlega sex og börnin áttu að fara fljótlega inn til kvöldmatar. Forstöðukona heimilisins, Guðrún Hjartardóttir var úti hjá börnunum og tók vel á móti blaðamanni. — Hvað eru mörg börn hérna, Guðrún^ — Hér eru 60 börn, 24 stúlkur og 36 drengir. — Og á hvaða aldri eru börnin? — Þau eru flest á aldrinum 5 og 6 ára. Þó eru tekin hingað börn 4—7 ára. — Eru hér niargir hópar yfir sumarið? — Nei, hér er aðeins einn hóp- ur og dvelur í tvo mánuði frá miðjum júní til miðs ágústmán- aðar. Það eru sem sagt sömu börnin allt sumarið. — Og eru ekki börnin yfirleitt ánægð með veruna hér? — Jú, mér finnst þau mjög á- nægð. Eftir tveggja til þriggja daga dvöl eru þau öll farin að kunna vel við sig. Það er stundum fyrstu 1 til 2 dagana að eitthvað ber á leiða í einstöku barni, en það hverfur fljótt. — Hvernig er svo deginum varið hjá börnunum? — Þau vakna um sjöleytið, sum fyrr, og morgunmatur er klukkan átta. Þá eru útileikir fram að há- degismat. Síðan er farið með börnin í leiki eða gönguferðir síðari hluta dagsins, miðdegis- mjólkina sína fá þau klukkan þrjú og upp úr sex förum við að þvo börnunum og svo borða þau kvöld- mat kiukkan hálf sjö. í rúmið fara þau svo klukkan sjö. — En þegar vont er veður, hvað hafa þau þá helzt fyrir stafni? — Við höfum hérna leikskála, þar sem börnin eru, ef veðrið er mjög slæmt, þar hafa þau litabæk- ur og geta teiknað og litað og einnig er lesið fyrir þau. Annars eru þau yfirleitt alltaf úti, veðrið er nú yfirleitt það gott yfir há- sumarið og þó að rigni, en íogn sé og hlýtt, þá eru þau úti að leika sér. Skyrið er gott Börnin að leik. sHII *• 0 24. júlí 1966 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.