Alþýðublaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. ágúst 1966 — 47. árg. — 175. tbl. — VERÐ 5 KR. Ný vísitala útreiknuð A vegum Hagrstofu Islands var í fyrrasumar gerð ítarleg rannsókn á neyzlu fjölmargra heimila í einn mánuð í því augnamiði, að finna sannastan grundvöll að útreikn- ingi framfærzluvísitölu. Rannsókn in byggðist á því, að gert var úr- tak á breiðum grundvelli til þess að fá sem réttasta myná af meðal neyzlu meðalheimilis, sem í vísi- töluútreiknihgum er 4-5 manns. í apríi sl. var úrvinnslu rann- sóknanna lokið og sá grundvöll- ur, sem þar fékkst, hefur nú ver ið notaður tvívegis við útreikning framfærsluvísitölu. Hins vegar hefur gömlu vísitölunni ekki verið sleppt ennþá og hún er sem stendur hin opinbera vísitala, meðan nánari ranpsókn fer fram á einstökum liðum hins nýja vísi- tölugrundvallar. Að svo komnu máli er ekki hægt að skýra frá einstökum atrið um varðandi þá endurskoðun grundvallarins, sem að ofan var getið, én blaðið mun bráðlega geta skýrt ítarlega frá allri til- högun rannsóknarinnar í fyrra varðandi neyzlu vísitölufjölskyld- unnar í landinu. 13 sænskir þing- menn i heimsókn HÓPUR sænskra þingmanna kom | hingað í heimsókn í fyrrakvöld og mun ferðast um landið næstu daga, skoða sig um og kynnast landinu og málefnum þjóðarinn- ar. í hópnum eru 13 þingmenn, en sex þeirra hafa eiginkonur sín- ar með sér. Skrifstofustjóri alþing is, Friðjón Sigurðsson, mun sjá um móttöku hópsins hér. í gær bauð Emil Jónsson, utan- ríkisráð'herra, hinum sænsku gest- um til hádegisverðar og svaraði mörgum spurningum þeirra um Það er ekki að villast af þessari mynd, sem tekin er út um glugga í Garðastr. hvert verður mesta kenni- Ieitið í Reykjavík í framtíð- inni. Vinnupallarnir á Hall grímskirkju gnæfa við him in, og hefur turninn þó ekki náð nálægt þvi fullri liæð. utanríkismál íslands, varnamál o. s. frv. Síðdegis var hópurinn í boði Reykjavíkurborgar og skoð- Framhald á 10. síðu. Slasaðist á handlegg Rvík, OTJ. Kona stórskaddaðist á handlegg í Kassagerðinni í gær. Hún var að vinna að því að pakka salernis pappírsrúllum í stórar pakkning ar þegar hún lenti með hendina í vélinni sem það verk vinnur. Brotnaði hendin og kramdist illa, og Var konan flutt á Landsspítal- ann til aðgerðar. Jóhann Löve tók fyrir nokkrum dögum til starfa í lcgreglúnni á ný. Vinnur hann nú sem stöövarmaður: í umferðardeild, sem er nýflutt í nýju lögreglustöðir.a við Hverfisgötu. Annast hann þar símavörzlu og hefur samband við lögreglubílana, sem notaðir eru víða um borgina. Eins og kunnugt er kól Jóhann á fótum, er hann týndist í óbyggðum i fyrra og var gerð áð honum mikil leit. Sýndi hann fádæma karl- mennsku þar sem hann beið leitarmanna í marga daga um hávetur. Jóhann var á sjúkrahúsi í 8 vikur og hefur legið heima síðan. Þótt hann sé ekki gróinn sára sinna er hannferðafær og hefur góða von ais fullan bata. Sjá nánar frétt um umferðardeild á 3. síðu. — Mynd: Rúnar. Skeyti póst- og síma málastjómar til Eyja Eftirfarandi fréttatilkýnning barst blaðinu í gær frá Póst- og símamálast j órninni: „Vegna umraæla í AL- þýðublaðinu í dag þykir rétt að birta símskeyti‘ póst- og símamálastjóm- arinnar til stöðyárstjóra pósts og síma í Vestmanna eyjum, varðandi sjönvarps endurvarp á Stóra-Klifi og fer það hér á eftir: „Þar sem Ríkisútvarpið • telur sjónvarps-endur- varp, sem nú á sér stað á Stóra-Klifi þess eðlis, að það skuli eigi leyft og sjónvarpsstarfsemin því ólögleg, leggur Póst- og símamálastjórnin fyr ir yður að sjá um að að staða landssímans é Stóiia-Klifi verði ekki notuð í þessu skyni.” Reykjavík, 5. ágúst 1966 Póst- og símamálastjór- inn.” I FÍgeturekki % II Hi I ftutt hvalinn 1 ■ . P jj Flugíélagi íslands h. f. hefur|: Jborizt beiðni um að flytja ggrindarhvalinii úr sundlauginnift :Jí Midvaag til Bretlands. Þar jeð hvalfiskurinn er svo stór,, ýþyrfti ker, sem hann rúmað-p |ist ,í að vera svo vel VTð vöxt,B jjaff það myndi engan veglnnfi jjkomast í neina af flu; véiuin- Jffélagsins. Kom Fæi :: agnnu gþá í hug aff binda grindlna á Jjfleka en hafa síffan x:is)".isbap Framliald á hls. 10.; H i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.