Alþýðublaðið - 09.08.1966, Page 4
Í
ranáMMO)
Kitstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal — RitstjómarfuU-
trúi: iSiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906.
Aðsetur Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu
blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
Peningar og pólitík
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði fyrir nokkru frá merk-
um dómi, sem fallið hefur í stjórnlagarétti Vestur-
Þýzkalands. Var hann á þá lund, að ríkisstyrkur til
stjórnmálaflokka 'væri ólöglegur, en heimilt væri að
greiða úr ríkissjóði eðlilegan kostnað flokka af kosn
ingabaráttu. Hefur þessi niðurstaða valdið miklimi
ruglingi, af því að flokkarnir hafa fengið stórar fjár-
hæðir frá þýzka ríkinu.
í Alþýðublaðsgreininni var rætt fram og aftur
um þessi mál og meðal annars á það bent, að alvar-
■leg fjárhagsvandræði væru innan allra stjórnmála-
flokka á íslandi. Ekki var gerð tillaga um, að teknir
væru upp ríkisstyrkir til flokka hér á landi (eins og
Svíar hafa nú gert), en bent -var á hið óeðlilega vald,
sem meira- eða minna óþekktir fjármálamenn geti
öðlazt á bak við tjöldin, þegar stjórnmálaleiðtogar
jverða háðir þeim í peningamálum.
• Fyrir þessa hugvekju hefur Alþýðublaðið orðið
fyrir árásum 1 tveim af stórblöðum þjóðarinnar, Morg-
unblaðinu og Mánudagsblaðinu. Þessi tvö blöð hafna
fyrirfram þeirri hugmynd, sem að vísu var ekki
sett fram í Alþýðublaðsgreininni, að hér komi til
greina opinber stuðningur við stjórnmálastarfsemi.
Ef stjórnmálaflokkar gætu eingöngu lifað fjárhags-
lega á félagsgjöldum kjósenda, væri það æskilegasta
kerfið. En svo er ekki. Flokkarnir þurfa stórfé til
jst'arfsemi sinnar og áróðurs. Ef einstök félög eða
imenn leggja fé til stjórnmálaflokka og öðlast þann-
ig óeðlilegt áhrifavald á þá menn, sem fólkið kýs
tii áhrifa, þá er lýðræðinu hætt.
ísland er eitt þeirra landa, þar sem minnst hefur
verið um þessi mál rætt. Hér þurfa flokkar og fram-
bjóðendur ekki að gera opinberlega grein fyrir fjár-
öflun sinni, eins og talið er sjálfsagt í öllum þroskuð-
um lýðræðisríkjum.
Fjármálahlið stjórnmálanna er einn þýðingar-
mesti þáttur þeirra, sem hefur þó verið vanmetinn af
hinum almenna kjósanda hér á landi. Umræður um
þessi mál eru eðlilegar og fyrr eða síðar verður þeim
kbmið í fastara og lýðræðislegra form, en nú er við
Íýði.
;i Ævintýri flugsins
30 ÁR eru nú liðin, síðan Haraldur Guðmundsson
jþ vinnumálaráðhera skipaði 21 árs gam.lan flugmann,
Agnar Koefed-Hansen, í starf flugmál'aráðunauts.
Þjjar með hófust opinber afskipti af flugmálum á ís-
iandi, þótt þjóðin ætti enga flugvél og engan flugvöll.
tf j Nú eru flugmálin ómetanlegur þáttur í þjóðlífi ís-
íðndinga og erfitt að hugsa sér landið án þeirra. Þau
(éfu eitt þeirra ævintýra sem hafa skapað ísland nú-
|t4nans.
.4 9. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
í; 1 .... ,
Ódýr skófatnaður
frá Englandi
Seljum næstu daga fjölmargar gerðir af enskum kvenskóm
og sandölum fyrir mjög lágt verð.
Skóval
Skóbúð Austurbæjar
Austurstræti 18.
Laugavegi 100.
Eymundssonarkjallara
vantar barn til blaðburðar í
L AU G ARNESH VERFI
Lesið áiþýðublaðið
áskriftasíminn er 14900
Auglýsið íáiþýðubiaðinu
toglýsingasíminn 14904
★ UMFERÐARMIÐSTÖÐIN
GAGNRÝND.
Eftirfarandi bréf varCandi umferðarmiðstöð-
ina hefur borizt krossgötunum:
„Heiðraði ritstjóri. Mig langar til að biðja
þið að birta fyrir mig gagnrýni á fyrirtæki, sem
Umferðarmiðstöð er kölluð. Fljótt á litið virðist
þétta glæsilegt fyrirtæki, en þegar betur er að
gáð, er ekki allt gull, sem glóir.
Tilefni þess, að ég rifa þessa gagnrýni, er
það, að ég ætlaði upp í Mosfellssveit 30. 7. Kom
ég é niiðstöðina klukkan fimm og spurði, hvenær
næsta férð væri uppeftir. Var mér sagt, að hún
væri kl. sex. Ég hélt að ég þekkti áætlunarbílinn
sem gengur uppeftir, en rétt fyrir sex sá ég eitt
hvað, sem helzt líktist jarðýtu og bar einkennis
stafinn 9, svo ég veitti því ©nga athygli.
Þegar klukkan var rúmlega sex fór ég að
spyrja afgreiðsludömurnar, hvort bíllinn færi ekki
að koma. Yissu þær ekkert. Kom ég þarna nokkr
um sinnum, en sá aldrei neinn mann, sem lítur
eftir.
Við forstjóra fýrirtækisins vil ég segja, að
hann ætti að fara út á flugvöll, vera þar þegar
flugvélarnár eru að fára og kynna sér umferðar
fellssveit, virðist hafa meiri áhuga á öðru en að
þjóna farþegum. — S.H.”
★ MISHEPPNAÐ
MANNVIRKI.
Því miður virðist mai-gt vera misheppnað við
blessaða umferðarmiðstöðina, svo nauðsynleg þjón
ustustofnun, sem hún er. Við staðsetningu henn
ar hefur umferðarvandamálið sýnilega aldrei ver
ð hugsað tii þrautar, enda er nú verið að gefa
út nýjar umferðarreglur fyrir nágrennið til að
reyna að bæta úr vaxandi öngþveiti. Þá er stöð
in sjálf að ýmsu leyti misheppnuð. Sumt af þeirri
starfsemi sem þar átti að vera, mun vera flutt
burt nú þegar vegna ófullnægjandi aðstöðu, og
annað getur ekki tekið til starfa vegna galla
á lnísakynnum. Hinn furðulegi risagluggi er ekki
kominn og hvernig verður að að vera i salnum, til
dæmis fyrir starfsfólk sölubúðanna, þegar sólin
skín inn um þennan mikla glugga? Hefði ekki
verið nær að gera skýli fram yfir bílana, svo að
farþegar gætu gengið í skjóli til vagna, þótt rign
ing væri?
Nú verður að gera eins gott úr þessu máli
og unnt er. Að sjálfsögðu er aðalatriði að gera
not stöðvarinnar fyrir farþega sem bezt Meðal
annars verður að tilkynna komu og brottför bif-
reiða mjög vel