Alþýðublaðið - 09.08.1966, Page 6

Alþýðublaðið - 09.08.1966, Page 6
Hér á undan liefur einkum ver ið dvali t dð ágalla dagblaðanna og áviri n ;ar ýmsar, og var það að vísu með ráðnum hug. En það er augliást mál að einnig mætti ræða um blöðin frá þveröfugu sjónarmiði, benda á alla þá örð ugleika sem við er að fást í blaðaútgáfu á íslandi og rekja með tiliti til þeirra það sem vel hefur tekixt og tekst í blöðunum Með hinum öra vexti blaðanna á seinni árum er að myndast hér frjálsborin blaðamannastétt afskiptalaus af pólitík sem áður var blcðunum eitt og allt. Og áreiðanlega hefur blöðunum smá þokað í frjálslyndis- og frjálsræð isátt á seinni árum; þau eru ekki lengur jafn-rígbundin flokksbönd um og áður var. Persónuleg rætni og illindi er þrátt fyrir alit ríkj andi í blaðaskrifum eins og stjórn málabaráttunni almennt þó seint niiði í þ’-ifnaðaráttina. Stærð blað anna gerir þeim nú kleift að sinna fleiri rnálefnum betur en áður Var gert; fréttaflutningur þeirra 'er þrátt fyrir allt ýtarlegri og lík lega vandaðri en áður; umsvif biaðanna á öðrurn efnissviðum en stjórnmáiasviðinu smáaukast. Pyrst og fremst koma nú út lrér stærri og fiölbreyttari blöð en 'hbkkru sirmi fvrr, útbreiddari og að því skapi áhrifameiri þó að virðing hins prentaða máls fari víðast þverrandi með magnj þess o^ fvrirferð Þetta sjónarmið er skylt að bafa í huga — en ekki verður því gefin frekari gaum- ut hér. ★ Hvað sem líður verðleikum blaðanna nægir lausleg athugun til að leiða í ljós veigamiklar á- virðingar þeirra allra í senn. ) Fréttamat blaðanna er ó- nákvæmt, jafnvel brenglað og hvergi treystandi, meðferð frétt anna, einkum erlendra, einatt harla frumstæð. 2) Annað efni blaðanna en fréttir og stjórnmálaefni virðist veljast þeim af handahófi án til tekinnar stefnu eða neinnar fastr ar viðmiðunar; ýmsum eðlilegum efnissviðum dagblaðs (alþjóðamál, atvinnumál, menningarmál) ér illa skeytt eða alls ekki. Mikið af greinaefni blaðanna er erlent efni oft og tíðum frumstæðasta afþrey ingarefni, misjafnlega valið og laklega þýtt. 3) Blöðin eru óvönduð, með ferð efnisins, málfar og frágang ur. Afstaðan til éfnisins er ein att næsta frumstæð, staðnæmzt við yfirborðslega frásögn í stað sjálfstæðrar meðferðar og gagn rýni. Málfar blaðanna virðist ein att sameina það lakasta úr dag leeu talmáli og misheppnuðu bók máli eins og þýðingarmál blað anna ber með sér en raunar margt annað í máli þeirra. Prent vi!I”fjöldi blaðanna er alveg ó- eðlilegur nema helzt Þjóðviljans þar sem prófarkalestur virðist sæmilegur. 4) Blöðin eru of stór, og er það rannar orsök ýmsra vandkvæða j þeirra. Á undanförnum árum hafa j öll blöðin stækkað um helming og baðan af meira og virðast miða I að því einu að stækka, stækka, stækka. Fjölgun auglýsinga og kaupenda nægir hinsvegar ekki til þess að bera uppi aukinn til- kostnað, hvað þá þann kostnaðar auka sem fylgdi hæfilegri efnis- vöndun. Stærð blaðanna, efna' leysi og stefnuleysi gerir það allt í senn að verkum að einasti til gangur þeirra í daglegu starfi virðist vera að fylla sig af ein hverju efni. Og jórtra síðan. 5) Og blöðin eru of mörg: það ætti raunar að vera augljóst mál að Reykjavík er ekki nægjanlegt markaðssvæði fyrir fimm dag blöð, 16—32 siður að stærð og þaöan af stærri, og ekki einu sinni landið allt. Þar við bætist að grein armunur blaðanna fimm er furðu lega lítill að fráskilinni pólitík þeirra. þau virðast öll stefna að því að vera almenn frétta-, stjórnmála-, og skemmtiblöð, aug lýsingablöð með hárri kaupenda tölu, alþvðuleg, læsileg og vinsæl. Morgunblaðið hefur komizt næst því að fullnægja þessum metn aði enda koma gallar skipulags ins gerst í ljós í því blaði. En bessi sameiginlega viðmiðun blað anna, einasta viðmiðun íslenzkrar blaðamennsku, veldur því að blöð in verða furðulega lík innbvrðis; oft og tíðum þykir lesanda að hann sé ailan daginn að lesa eitt og sama blaðið. Því er ekki nema von að mað”r spyrji: til hvers eru öll þessi blöð? ★ Blöðin eru öll flokksmálgögn, Hest. tilkomin og öll starfrækt á vegum tiltekinna stjórnmála- flokka. Þau eru öll tæki til sókn ar og varnar í stjórnmálabarátt unni í landinu — pánar tiltekið baráttunni um fylgi kjósenda, at kvæði þeirra við hverjar næstu kosningar — og fyrir þessum frumtilgangi beirra veröur allt annað að vjkja þegar svo stend ur á. Meint áhrifavald blaðanna í stjórnmálum er undirstaðan un- ir allri útgáfu þeirra. En halda menn virkilega að stjórnmála- streita blaðanna, eins og að henni er staðið nægi til að koma nokkr um manni á nýja skoðun í nokkru máli? Eða er tilgangur hennar ein ungis að halda flokksmönnum við efnið? Væri þá ekki hægt að ann ast það með auðveldara móti? Það er harla auðvélt að ofmeta póJitískt gildi blaðanna, eins og sfnu leyti skemmtana gildi þeirra sem xau virðast öll leggja mikið upp úr. Kann að vera að forsend an fyrir íslenzkri blaðaútgáfu sé raunverulega venjubundin van- hugsun, ímyndun, þjóðsaga. Hinsvegar er engin von til þess aö íslenzk bJaðaútgáfa verði gerð unp og komið á hreint meðan þjóð sögunni er enn trúað, meðan það er talið nauðsynlegt pólitízku valdajafnvægi í landinu að flokk arnir hafi allir yfirráð yfir dag blaði þar sem dagleg stjórnmála barátta fari að verulegu leyt fram. Stækkun blaðanna hefur leitt til þéss að þau hafa öll verulegt rúm umfram þarfir flokksins og stiórnmálabaráttunnar og meira en þarf undir daglegar fréttir fi1fallandi grejnar. Pólitísk ræktun blaöanna veldur því hins vegar að þeim virðist enn í dag ekki ljós skylda sín að hagnýta þetta öðruvísi en fylla það ein hverjum meinleysismálum. En með stækkun blaðanna er að myndast blaðamannastétt í land- inu sem leggur metnað sinn í að skrifa og gefa út góð blöð, vill leggja rækt við blöðin sem slík en ekki berjast þar um á póli tískum útkjálka. Þetta er ung stétt og vaxandi og laus í reypunum enn þá, engin tiltekinn menntunar- krafa til hennar gerð enda eng- inn kostur á námi eða regluleg um undirbúingi undir starfið. En ég hygg að ávirðingar blaðanna verði ekki kenndar blaðamönn- um nema að takmörkuðu leyti; þar er fyrst og fremst að sakast við sjálft útlag þeirra. Reynsl- an sýnir hinsvegar að það sem bezt er gert í einstökum blöðum er allajafna að þakka einstökum blaðamönnum, ekki verðleikum blaðanna sjálfra, sem stofnana. Fimm dagblöð ei*u augljóslega of mörg blöð á íslandi. Meðan útgáfuhættir haldast óbreyttir eru að vísu litlar líkur til að þetta breytist — en vanhugsað væri á- reiðanlega að festa blöðin óbreytt í sessi með því til að mynda að taka upp ríkisstyrki til flokks- blaða eins og fitjað hefur verið upp á. Hinsvegar virðist aug- ljóst að tvö allstór, dágóð dag blöð gætu þrifizt hér hlið við hlið sem að sjálfsögðu yrðu að vera sjálfstæð, óháð blöð, óbund 9. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.