Alþýðublaðið - 11.08.1966, Síða 4
GÍMMM-'
Bltst.iftrar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai — Ritstjómarfuli-
trúi: iiiður Guönason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906.
ABsetur Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu
blaðsins — Áskriftargjald kr. 105.00 — X lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Útgefandi Alþýðuflokkurinn,
Stöðvun gróöans
RÁÐSTAFANIR brezku ríkisstjórnarinnar til að
forða sterlingspundinu frá falli hafa að vonum vakið
mikla athygli og umtal. Meðal annars hafa blöð hér
á landi rætt mikið um málið og tala þá oft um
„kaupbmdingu” Wilsons.
Enda þótt kaupbinding í eitt ár sé einn þýðing-
armesti liður þeirra ráðstafana, sem brezka stjórn-
in er að gera, er í raun og veru villandi að tala
um þao atriði eitt. Það verður fleira bundið en kaup-
ið. Verðlag á einnig að festa eftir því sem framast
er unnc, og skiptir það að sjálfsögðu megmmáli.
Þá er emnig rétt að gleyma ekki, að Wilson bindur ekki
áðeins kaup, heldur einnig gróða fyrirtækjá, og
vérða strangar skorður settar við úthlutun arðs. Loks
verða gerðar sérstakar ráðstafanir varðandi laun
þeirra, sem stýra fyrirtækjunum, og er ætlunin áð
knýja fyrirtækin til að veita upplýsingar um kjör
þeirra.
Sí/darflutningar
SÁ GALLI fylgir öllum fiskiðnaði, að erfitt er
að hagnýta mannvirki til hins ítrasta. Reisa verður
verksmiðjur fyrir mesta hugsanlegt aflamagn, enda
þótt vitað sé, að venjulega er afli minni.
Síldariðnaðurinn er gott dæmi um þessa erfiðleika.
Dýrar verksmiðjur hafa verið reistar, er. síldin hefur
ýmist brugðizt eða fært sig til, svo að verksmiðj-
urnar hafa hagnýzt illa.
Nú hefur verið farið í vaxandi mæli inn á þá
braut að flytja síldina til verksmiðjanna, sem fjarri
eru miðunum, og'reyna þannig að hagnýta þær. Vegna
slíkra flutninga er Reykjavík einn mesti síldarbærmn,
og ætti að vera á sama hátt unnt að starfrækja verk-
smiðjurnar á Norðurlandi.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú loks eignazt
myndarlegt síldarflutningaskip, Haförninn, og er von-
andi, að hann færi meðal annars Siglfirðingum það
hráefni, sem þeir hafa aðstöðu til að vinna í verk-
smiðjum sínum.
Fóstra og matráðskona
óskast til starfa við Dagheimilið í Kópa-
vogi frá 1. sept. n.k.
Upplýsingar um störfin og launakjör veitir
forstöðukona Dagheimilisins alla virka
daga nema laugardaga frá kl. 10—12 f.h.
Kópavogi 10. ágúst 1966
Bæjarstjóri.
4 11. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
21. ÞING
SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARMANNA
verður háð í Reykjavík dagana 23., 24. og 25. september næstkom-
andi. Fer þinghaldið fram í Slysa varnafélagshúsinu á Grandagarði.
Þinghaldið verður nánar auglýst síðar.
Stjóm Sambands ungra jafnaðarmanna
Sigurður Guðmundsson Karl Steinar Guðnason
(formaður) (ritari).
Flytur fyrirlestra um
sjálfvirkni í vélarúmi
Kominn er til landsins aðal-
kennari í vélfræði við Oslo mask
inistskole, Mossige verkfræðing-
ur. Mun hann flytja fyrirlestra
um-sjálfvirkni í vélarúmi skipa.
Að hoði hans standa Vélskóli ís
lands, Vélstjórafélag íslands,
Vinnuveitendasamband íslands og
Landssamhand ísl. útvegsmanna.
Verkfræóingurinn mun flytja
fyrirlestra í hátíðasal Sjómanna
skólans í dag fimmtudaginn 11.
ágúst kl. 10 og kl. 14, á morgun
Föstudag 12. ágúst kl. 10 og kl. 14,
og á laugardaginn 13. ágúst kl. 10.
í fimmtudagserindinu mun sér-
staklega tekið tillit til útgerðar
innar, á föstudag verður véltækni
hlið efnisins sérstaklega rædd og
á laugardag verður málið rætt
almennt Skugga- og kvikmyndir
verða notaðar til skýringa og tæki
færi gefst til að gera fyrirspurn
ir Erindin verða flutt á norsku, en
fyrirspurnir má eins vel gera á
íslenzku og ensku.
Eftir sl. áramót fór Mossige
verkfræðingur í tveggja mánaða
ferð á 72000 smálesta olíuflutn-
ingaskipi m. t. Tiberius, vélastærð
23000 ihö. ferð 18 sm/klst. Hann
hefur kynnt sér sjálfvirkni stórra
skipa sérstaklega og fór þessa
ferð á vegum skóla síns, sem at
hugandi (observatör). Vélakerfi
skipsins er alsjálfvirkt og reikn
að með mannlausu vélarúmi.
Sjálfvirkni og f jarstýrðar vélar í
kaupskipum eru mjög á dagskrá
húarvetna með |siglingaþjóðum.
; Ekki er þó lengra síðan en um
11960 að þessi mál færast á raun
hæft svið og enn í dag er ekki
nema lítill hundraðshluti af kaup
skipaflota heimsins búinn á þenn
an hátt. Þeim fer ört fjölgandi og
má ganga að því nokkurn veginn
vísu að eftir nokkurt árabil verði
öll miðlungs og meiriháttar ný skip
knúin fjarstýrðum sjálfvirkum vél
um. Þessi þróun mun ganga nokk
urn vegin jafnhratt og endurnýj
un flotans fer fram ,en ekki er
talið hagkvæmt að bæta slíkum
búnaði í eldri kerfi heldur verði
að gera ráð fyrir honum frá upp
hafi.
Eitt sjálfvirkt flutningaskip bætt
ist í íslenzka flotann fyrir 4 —
5 mánuðum. Er það skip Sements
verksmiðjunnar með 1320 ha. al
Framhald á 11. síðu.
á krossgötum
★ ASNASPARK.
„Kólon” skrifar blaðinu eftirfarandi bréf: „í
síðasta tölublaði Mánudagsblaðsins eru sögð þau
tíðindi að vikublaðið Fálkinn sé hætt að koma út
í því sambandi er minnst á síðasta ritstjórann, Sig
valda Hjálmarsson, og er hann kallaður „guðspek
ingur og fjallamaður”!! Einnig er honum að nokkru
leyti gefið að sök hvernig farið hafi, — hann hafi
t.d. gert blaðið að „pólitísku viðrini”, eins og það
er orðað, með því að láta það flytja gagnrýni á
alla stjórnmálaflokka. En hvernig er það með
Mánudagsblaðið sjáíft? Er það þá ekki „pólitískt
viðrini” lrka? Hefur það ekki gagnrýnt alla stjórn
málaflokkana og það stundum mjög miskunnarlaust
Eða hefur það einhvern einkarétt á slíkri gagn-
rýni? — Kallar það sig ekki sjálft „blað fyrir alla”?
(„allragagp”)?
Annars er sannleikurinn sá um Sigvalda að
kaupendum Fálkans fjölgaði, meðan hann var rit
stjóri, enda yar blaðið fjölbreytt, fróðlegt og
skemmtilegt uridir stjórn hans. En undarlegt er
það, að ekki 'skúli véfá hægt að segja frá tíðind
um, eins og þeim, sem hér um ræðir, án persónu
legra sleggjudóma og áreitni.” Kólon.
★ SORPBLÖÐIN
BLÓMGAST.
Það er sorglegt, að ekki skyldi reynast fjár-
hagslegur grundvöllur fyrir útgáfu ágæts viku-
blaðs eins og Fálkinn var. Á sama tíma virðist út
gáfa alls konar sorptímarita blómgast, ef dæma
má eftir þeim aragrúa, sem verzlanir sýna veg-
farendum af þeim kræsingum Virðist aðalatriði
þessarar útgáfu vera að stela úr erlendum ritum
myndum af nöktu kvenfólki og breiða úr þeim á
forsíðu ritsins.
Á síðari árum hefur útgáfa tímarita, sem
byggja tilveru sína aðallega á nektarmyndum,
blómgast. Hins vegar eru hin íslenzku rit fárán
legar stælingar og í rauninni til skammar Ekki
er ástæða til að fárast yfir siðferðilegu gildi þess
arar útgáfu á þeirri nektar- og klámöld, sem nú
gengur yfir mikinn hluta mannkynsins ,en vonandi
fá menn áður en Iangt um líður leið á þessu blaða
efni. Það verður landhreinsun, þegar þetta tíma
ritarusl með bera skvísukroppa á kápunum hverf
ur úr gluggum íslenzkra bókaverzlana, sem virðast
leggja sérstaka áherzlu á a@ sýna þennan þátt ís
lenzkra bókmennta.