Alþýðublaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 6
SAAB árgerð 1967 verður nú i'áanlegur með fjórgengisvél.
Nýjungar í SAAB
SAAB árgerð 1967 er nú að koma
á markaðinn Auk hinnar kunnu
gerðar með tvígengisvélinni, hafa
verksmið.iurnar nú framleitt nýj
an SAAB með fjórgengisvél, sem
er 73 hestöfl Af öðrum þýðingar
miklum breytingum má nefna
diskahemla, sem verða á fram
hjólum, riðstraumsrafala, stærri
rafgeyma og nýja innréttingu.
V—4 vélin, sem verður í hinum
nýja SAAB er smíðuð í Ford verk
smiðjunum í Köln, og hefur verið
gerður samningur til sex ára Nýja
vélin er um það bil 50 kílóum
þyngri en tvígengisvélin, en þyngd
arhlutföllin munu lítið raskast,
þar sem þau verða 60 prósent að
framan og 40 prósent að aftan, en
hafa verið 58 og 42 prósent Gírar
og drif eru þau sömu og í tvígeng
isvélinni, framleidd í SAAB verk
smiðjunni í Gautaborg. Bílnum
með fjórgengisvélinni má aka
hvort sem er í fríhjóladrifi eða í
föstum gír eins og tíðkast á öðr
um bílum. Það þýðir, að SAAB
er fyrsti og eini bíllinn, sem gefur
þessa möguleika, fríhjóladrif og
fjórgengisvél.
Útlit bílsins hið ytra verður al
veg óbreytt.
Þá hafa þær fréttir borizt út,
að samvinna þýzku Ford verksmiðj
anna og SAAB sé aðeins áfangi
og að stærri gerð af SAAB bif
reiðinni komi með enskri vél
næsta haust Það verði fjórgengis
vél, sem Triumph muni smíða sér
staklega fyrir alveg nýja tegund af
SAAB, og talað er um, að sú vél
verði 1,5 —T,7 lítra með um 75
hestafla orku Hvað áhrærir verð
og stærð, þá mun þessi SAAB
verða í flokki með Amason.
Hinn nýi SAAB mun verða fá
enlegur hér á landi í september.
í hinum nýja SAAB verður falleg og vönduð innrétting.
Ur ýmsum áffum
Það gerist æ tíðara, að fyrir
tæki og stofnanir hafi lokað á
laugardögum, einkum yfir sumar
tímann. Þetta hefur haft sorgleg
ar afleiðingar fyrir umferðarörygg
ið. í Vestur-Þýzkalandi er umferð
ín gífurleg á föstudögum þegar öll
fyrirtæki loka, og allt starfsfóik
ið fer á sama tíma í helgarleyfið.
Afleiðingarnar eru þær, að á með
an daglega verða um það bil 1300
umferðarslys að meðaltali, eru
slysin á föstudögum nú yfir 1600
að meðaltali.
= □=
Citroen verksmiðjurnar frönsku
eru nú byrjaðar að framleiða tvær
tegundir leigubifreiða, ID 19 og
DS 19, sem fylgja þeim reglum,
sem frönsk yfirvöld settu til að
tryggja öryggi leigubílstjóra og
vernda þá gegn hugsanlegum árás
um Bílar þessir eru með station
lagi og á milli fram og aftursætis
er skothelt gler Einnig er í þeim
öflugt neyðarkallstæki og öryggisól
ar fyrir alla farþega Hinir nýju bíl
ar verða opinberlega teknir í notk
un 1 janúar 1967.
MIMMMMMtMMWHHMMHMM
Hinn risavaxni bandaríski
stálhringur United States
Steel hefur látið smíða þenn
an glæsilega og nýtízkulega
,station’ bíl Megintilgangur
inn með smíði lians er að
sýna hvaða möguleikar eru
fyrir hendi í bílaiðnaðinum
með notkun siáls og glers.
Vagninn hefur verið skýrður
Inovari og er með' fram
hjóladrifi.
Ford Motor Company var skráð
næststærsta iðnfyrirtækið árið 19
65, og það stærsta utan Bandaríkj
anna Á aðalfundi fyrirtækisins var
það upplýst, að salan á Ford hef
ur í heild aukizt um 100 prósent
síðastliðin 10 ár. Einnig eru fram
tíðarhorfur góðar. Talið er að ár-
ið 1970 verði seldir um það bil 42
—43 milljónir fólks- vöru og flutn
ingabíla á himsmarkaðnum og ef
ur fyrirtækið því fjárfest allveru
legar upphæðir í nýbyggingum og
nýjungum.
í heiminum eru nú um það
bil 17,500 umboðsmenn fyrir Ford.
= □ =
Nýlega náðu brezku Ford verk-
smiðjumar því marki að framleiða
1.000.000 bíla af gerðinni Anglia.
í því tilefni hefur verið hafin leit
að bezt útlítandi Anglia bílnum í
Englandi Þessir bílar komu á mark
aðinn í september 1959 ,og kunn
ugt er um mikinn fjölda Anglia eig
enda sem ekið hafa bílum sínum
yfir 250.000 k,m. án þess að þörf
hafi verið fyrir nema tímabundnar
smáviðgerðir.
= □=
Árið 1964 urðu í Frakklandi sam
tals 196,145 umferðarslys 11.184
létu lífið í slysum þessum, og
264,979 slösuðust.
Á árinu 1965 jókst tala bíla um
10 prósent og tala slysa hækkaði
að sama skapi eða í 214,085. í
þessum slysum létu 12,335 manns
lífið, en 292.681 slösuðust meira
og minna.
$ 11. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MMMHMMMMMMMMHMMHW