Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 8
Síðar kápur og stutt pils hjá Dior þessi er eins góð og raun ber vitni er sú staðreynd, að allir hjá Dior virðast kunna sitt verk til fulln ustu, og þó fyrst og fremst Marc Bohan og aðstoðarmaður hans og bezti vinur, Guy Bourget, sem við allar kysstum í bak og fyrir eft- ir sýninguna, því það tilheyrir nú einu sinni og við höfum ekkert á móti því. Ef til vill má segja, að ritstjóri „Womans Wear”, Carol Björkman og nokkrar aðrar hafi tekið hlut verk sitt of alvarlega, þegar þær í ofsahrifningu sinni hrópuðu: T-kjóll jrá Dior „Marc, ég elska þig, elska þig”. Eflaust liljóta þær að launum góð sófasæti á sýningunni næsta ár. Hins vegar lét aðstoðarstúlka þeirra hjá því líða að elska bæði Marc Bohan og Guy litla, þótt hún að launum hefði hlotið öndvegis sæti á næsta ári. ÁGÆT SÝNING En ég vil leyfa mér að slá því föstu, a'ð Dior tízkuhúsið hefur ekki að ástæðulausu öðlast heims frægð, og sýningin- í dag var með ágætum. Síðu tindátafrakkarnir eru nýj ung. Stundum eru ermarnar úr síð hærðu úlfa eða refaskinni, stund um er síði frakkinn úr mjúku vin yl með samsvarandi stuttri dragt og við þetta er notuð vinyl-alpa húfa og stígvél. En það er ekki þar me'ð sagt, að allir frakkar eigi að vera næstum öklasíðir. Þeir eru fyrst og fremst ætiaðir háfættum konum, og Dior er með marga frakka í sama stíl Götuskórnir frá Dior eru úr skínandi stálplötumf KONAN OG HEIMILIÐ Ekki má gleyma náttkjólur þægilegir, með kvenlegun Þessi búningur vakti einna mesta athygli á sýningunni hjá Dior í París. Dragsíður tindátafrakki úr þykku efni, skásett þlpahúfa og upphá stígvél úr mjúku vynil. Eva Bendix heitir dönsk blaða kona, sem dvelur um þessar mund ir í París og kynnir sér það nýj asta í tízkuheiminum. Hún var fyrir skömmu viðstödd sýningu hjá Dior þar sem kynnt var haust og vetrartízkan, og leyfum við okk ur að birta glefsur úr bréfi þvi, sem hún sendi blaði sínu um þessa sýningu. Hjá Dior var í dag sýndur drag síður pels úr rússnesku zobel og kostar hann svipað og snoturt einbýlishús, eða um 1.800,000 kr. En ég get fullvissað ykkur um að éf ekki væri um peningana að tefla, þá mundi ég heldur kjósa mér eina af ullardrögtum Diors (ekki einbýlishúsið, ég hata að flytja). Zobelpelsinn var alls ekki neitt sérstakur. Marc Bohan sýndi í dag það bezta sem hann hefur hingað til boðið upp á. ðior-tízkan anno 1967 lítur svona út, ef við byrjum að ofan: Hárið er sítt og „aðskorið", eins eins og á Gretu Garbo á mlli 1930 og 1940. Á höfðinu hefur hún alpa húfu, sem hallar út á hli'ð, hún er í ullarfrakka úr sléttu hermanna klæði, sem nær niður á miðja leggi. Hún er í hnéháum stíg- vélum úr mjúku efni með sléttum hælum. Hún gengur í fíngerðum ljósbrúnum netsokkum. Frakkarn ir minna einna helzt á tindátafrakk ana gömlu, sem flestir kannast við. Undir þessum síðu frökkum er annað hvort stutt dragt í andstæð um litum, sem nær niður á hné eða þá einn þessara T-kjóla, sem annars virðast mjög í tízku. ÉG ELSKA ÞIG, MARC. Sfði frakkinn (við höfum líka sé'ð liðsforingja Tolstojs klædda þeim, þegar þeim var kalt) og stuttu T-kjólarnir ganga eins og rauður þráður í gegn um sýning una. Það sem veldur því, að sýning en aðeins hnésíða Svo við þurfum ekki að brenna frakkana okkar frá því í fyrra. - í vetur verða algengust ullar efni, ullarcrepe og silkicrepe. Nýju samkvæmisskórnir eiga að vera siifurslegnir.gullskórnir hverfa úr sögunni, en samkvæmis kjóllinn á að vera hvítur með silfri. Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkuð glæsilegra en síð an T-kjól úr hvítu silkicrepe sett an silfurpalléttum. Með honum var síð snjóhvít ullarkápa, og voru töl urnar sléttar og úr stáli. . . Nýi hællinn minnir á tízkuna fyr- ir stríð. Næst komast sennilega kílhælarnir í tizku, en blóma- skeið þeirra var á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þessi svarti lakkskór úr plasti. Hællinn er 5 cm. (Frá Roger Vivier). 8 12. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLASID hmskbb

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.