Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 15
KENNARASTAÐA Ein kennarastaða er laus við barnaskólann í Neskaupstað Æskilegt að umsækjandi hafi sérmemitun eða reynslu í lestrarkennslu. Umsóknir ásamt kaupkröfu sendist fræðslu ráði Neskaupstaðar fyrir 1. sept. Fræðsluráð Neskaupstaðar. Töskugerðin Laufásvegi 61 selur lítið gallaðar innkaupatöskur og poka með miklum afslætti. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fyrir skólaárið 1966 — 1967 og námskeið í september fer fram f skrifstofu skólans dagana 16. — 26. ágúst kl. 10 — 12 og 14 — 17, nema laugardaginn 20. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum hausíprófum hefjast fimmtudaginn 1. september. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,— og nám skeiðsgjöld kr. 200,— fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og námssamning. Skólastjóri. ÚTSALA - ÚTSALA Dömur seinasti dagur útsölunnar er í dag. Notið tækifærið, gerið góð kaup. hjá BÁRU Austurstræti 14. SKRIFSTOFA Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður op- in alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 1 — 3 og 4 — 7 e.h. Sími 5-04-99. Alþýðuflokksfólk er hvatt til að hafa sam- band við skrifstofuna. Wilson Framhald af 2. síðu hinn nýi samveldismálaráðherra, Herbert Bowden, tíma til að búa sig undir fund forsætisráðherra samveldislandanna í London 6. til 15. september. Rhodesíudeilan verður erfiðasta mál ráðstefnunn ar. Stjórnmálamenn benda á, að á- hrif vinstrisinna í stjórninni eru óskert. Anthony Greenwood sem áður fór með mál er varða að- stoð við þróunarlöndin í stjórn- inni, verður húsnæðismálaráð- herra í stað Riehard Crossmans, eins kunnasta mennhamanns flokksins, sem verður leiðtogi bingflokksins í Neðri málstofunni í stað Bowdens. Arthur Bottom- ley fv. samveldlsmálaráðherra tek ur við starfi Greenwoods. Fjandskan lolciH Framhald af 2. síðu tekið við gæzlustörfum bar. Hann lét í ljós ánægju með skipun Ibrahim Adjie hershöfðingja, fv. landstjóra á Vestur-Jövu, í em bætti sendiherra Indónesíu í London, en Indónesar hafa ekki saft sendiherra 1 London í tæp brjú ár. Kunnugir telja, að friðarsamn ingurinn, sem undirritaður var af Adam Malik og Tun Abdul ■Razak, varaforsætisráðherra Malaysíu, gefi til kynna að Indó- nesíustjórn hafi fallizt á þá skoðun Malaysíustjómar að íbúar Sabah og Sarawak hafi samþykkt inngöngu héraðanna í sambands rfkið, en í samninenum segir að halda skuli kosningar í héruðun- um til að gefa íbúunum tæki- færi til að saðfesta fyrri ákvörð un sína um aðild að Malaysíu. Bent er á, að Indónesar hafi lát- ið af kröfu sinni um þióðarat- kvæðagreiðslu í héruðunum. Kosningarnar í Sabah og Sara- wak fara sennilega fram í marz eða apríl á næsta ári. Tækniaðstoð Framhald af 1. síðu gagnvart nágrannaþjóðunum ó- leyst. Aðspurður um átök við Sýr land nýverið, sagði ráðherrann, að það væri von sín, að þessi átök táknuðu frekar endalok ýf- inga við þá þjóð en upphaf. Egyptar varna ísraelsmönnum enn afnot af Súezskurðinum, þvátt fyr ir alþjóðasamþykkt, sem ætti að útiloka slíka afstöðu. En ísrael hefur sína eigin siglingaleið gegnum Rauða hafið og vonar hið bezta. ' ísrael hefur diplómatísk sam- skipti við 29 ríki Afríku og í bessum ríkjum einum eru um 300 sérfræðingar frá ísrael á fjölmörgum sviðum, ríkjum þess um til aðstoðar í menningarlegu og tæknilegu tilliti. Aðspurður um viðhorf og af- stöðu til Israels í V-Þýzkalandi dg í Ráðstj órnarríkjunum sagði ráðhervann, að hvað V-Þýzkaland snerti, þá væri rétt, að þar væri nokkur spenna í loftinu sem ekki væri auðvelt að má út í fljótu bragði. Að sjálfsögðu væru ísraelsmenn þar nokkuð háðir minningum um hið liðna enda þótt að því væri stefnt, að skapa andrúmsloft fyrir gagnkvæman skilning á vandamálum dagsins í dag. Við Sovétríkin hefði ísra- el fullkomin diplómatísk sam- skipti, verzlun milli landanna væri mikil og sívaxandi og menningarleg samskipti færu og vaxandi og vildi ísrael mjög gjarnan styrkja þau samskipti. Á ráðstefnu 7 ríkja í Varsjá 1964 — 1965 var gefin yfirlýsing þess eðlis, að ríki skyldu ekki beita valdi innbyrðis og í trausti þessarar yfirlýsingar telj um við okkur ekki hafa neitt að óttast úr þeirri átt, sagði ráðherr ann. Um Vietnam vildi ráðherrann fátt segja annað en það, að smá- ríki gætu vart annað gert í slík- um átökum, en að vonast eftir friðsamlegri lausn mála og stuðla að slíkri lausn með atkvæði sínu hjá Sameinuðu þjóðunum. Á undan ráðherranum kom hingað til lands ambassador ísra- els fyrir ísland, Bar Yaakov. sem hefur aðsetur í Noregi, en með ráðherranum komu hr. Lourie, fyrrverandi ambassador hjá Sam- einuðu þjóðunum og n.úverandi aðstoðarráðuneytisstjóri í Jerú- salem og E. Shimoni, stjórnmála- ritari utanríkisráðherrans. Þessir heiðursmenn voru mættir á blaða mannafundinum, ásamt aðalræðis manni ísraels á íslandi, hr Sig- urgeiri Sigurjónssyni. Laxar Framhald af 3. síðu Nokkrum aðilum, m.a. landbún- aðarráðherra, var í gær boðið að skoða L’axeldisstöðina í Kollafirði og sagði veiðimálastjóri þá að reynslan hefði sýnt, bæði hér á landi og erlendis, að ætla þurfi nokkur ár til þess að koma fisk- eldisstöðvum í fullan rekstur. Telja verður eðlilegt, að ætla þann tíma milli fimm og tíu ár við fyrstu eldisstöðvar, sem reist ar eru hér á landi, enda eru þær að ryðja nýrri tegund starfsemi braut. Þó að starfstími stöðvarinnar sé stuttur, hefur þegar fengizt mikil- væg reynsla í sambandi við bygg ingu hennar og rekstur, en stöð- in er eins og kunnugt er, fyrsta stóra eldisstöðin hér á landi af sinni gerð. Stöðin hefur verið beint og óbeint til eflingar fisk- eldis og fiskræktar í landinu. Til- koma stöðvarinnar hefur verið mönnum hvatning til að auka fiskrækt og koma upp eldisstöðv- um, ýmist til þess að framleiða laxaseiði af göngustærð eða neyzlufisk. Árangurinn af slepp- ingu gönguseiða úr stöðinni í þrjú sumur, sem komið hefur fram m.a. í því, að nú þegar eru komn- ir upp í eldisstöðina um 500 lax- ar, sannar á ótvíræðan hátt, að þau gönguseiði, sem sleppt er í ár, skili sér aftur í ána, sem þau gengu út úr. Hagnýta má þessa ræktunaraðferð í íslenzkum ám í stórum stíl í framtíðinni. Ofveiðí Framhald af 3. síðu ásókn í unga og uppvaxandi síld. Nokkur von væri þó bundin við árgangana frá 1961 og 1962, en Jakob teldi vafasamt, að þeir árgangar héldu styrkleika unz þeir hefðu náð þeim aldri og stærð, sem söltunarsíld barf að hafa. Loks samþykkti fundurinn þrjár tillögur frá félagsstjórn. Var ein áskorun til sjávarútvegsmálaráð- herra um að hlutast til um að skipuleg leit og rannsóknir hefj- ist á íslenzka síldarstofninum, suðurlandssíld, eins og gert hefur' verið við nörsk-íslenzka stofnihh. Önnur ályktunin var viljayfirlýs-' ing um viðræður varðandi hugs- sanlega stofnun heildarsötusanrj- tök síldarsaltenda. Þriðja ályk^- unin var áskorun til viðkomandi stjórnarvalda að halda óbreyttp verzlunarfyrirkomulagi við vörjj- skiptalöndin, þar eð hætta sé að erfiðlega muni reynast selja þangað „síldar- og fiskafurfi ir. saltaðar og frvstar", ef hogf- ið verði að frjálsum gjaldeyris- viðskiptum við þau. í fundarlok var kjörin stjórn varastjórn svo og fulltrúaráð og endurskoðendur. í aðalstjórn voru kjörnir bessir menn: Jón Árnason, Akranesi. formað ur, Ólafur Jónsson, Sandgerði, varaformaður og meðstlórnendur þeir Guðsteinn Einarsson Grinda vík, Beinteion Bjarnason, Hafnar firði og Margeir Jónsson Kefla- vík. KNATTSPYRNULANDSLEIKURINN ÍC£I 1AIA 1 STC 1 ^ L Pi ÉUP m W L ÍL fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal mánudagmn 15. ágúst og hefst kl. 20. ■ Dómari: Tage Sörensen frá Danmörku. Línuverðir: Magnús V. Pétursson og Carl Bergmann. Verð aðgöngumiða: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 7.15. — Sala aðgöngumiða hefst í dag (föstudag) kl. Sæti kr. 150,— 14 úr sölutjaldi við Útvegsbankann. — Forðist biðraðir við leikvanginn og kaupið miða Stæði kr. 100,— tímanlega. Barnam. kr. 25,—. Knattspyrnusamband íslands. 1 ' i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. ágúst 1966 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.