Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 11
t=RStstióri Örn Eidsson
Akurnesingar ánægðir
með Færeyjarferð
SigruBu i tveim leikjum en
Færeyingar unnu i einum leik
Knattspyrnumenn frá Akranesi
fóru í keppnisferð á Ólafsvökuna
í Færeyjum í boði knattsþyrnufé
lagsins B-36 í Þórshöfn en félagið
átti 30 ára afmæli á þessu ári.
Alls tóku 17 leikmenn 'þátt í
ferðinni, en aðalfararstjóri var
Kagnar Lárusson gjaldkeri Ksí.
Leiknir voru þrír leikir og fóru
þeir allir fram í Þórshöfn.
Fyrsti leikurinn fór fram á Ólafs
vökunni 29. júlí og var leikið á
móti úrvali úr Þórshafnarliðunum
HB og B-36. Völlurinn í Þórshöfr.
er malarvöllur, nokkuð kominn til
ára sinna og er hann mjög slæm
ur ,enda lítt við haldið þar sem
WWMWWMHWWWWW
fyrirhugað er, að á komandi hausti
hefjist framkvæmdir á íþróttasvæð
inu við gerð fullkomins grasvall
ar og nýs malarvallar.
Leikur Akurnesnga og úrvals
ins var mjög hraður og skemmti
legur á köflum, en honum lauk
með sigri heimamanna 4:3. Akur
nesingar skoruðu fyrsta mark leiks
ins, en Færeyingar jöfnuðu
skömmu síðar og bættu síðan öðru
við og þannig var staðan í hálf
leik. í síðari hálfleik jöfnuðu Ak
urnesingar fljótlega og komust síð
an yfir 3:2, en á síðustu mínútum
leiksins gerðu Færeyingar út um
leikinn með tveimur fallegum
mörkum og sigruðu, eins og áður
er sagt með 4 mörkum gegn 3.
Annar leikurinn var svo á móti
gestgjöfunum B-36 og fór hann
fram 31, júlí. Leikurinn var mjög
spennandi fyrir áhorfendur, sem
voru fjölmargir og hvöttu sína
menn ákaft. Björn Lárusson skor
aði fyrsta mark leiksins á 7. mín.
en B-36 jafnar eftir 4 mín. Á 16
mín. skorar Matthías fallegt mark
og á 30 mín. bætir Björn þriðja
markinu við. Færeyingarnir létu
þessi mörk ekki á sig fá og sækja
ákaft. Á 38. og 39. mín. skora þeir
tvö mörk og var hið síðara mjög
vel gert Var því staðan jöfn i hálf
leik 3—3.
Ekki voru nema tvær mínútur
liðnar af síðari háifleik, þegar
B-36 tekur forystuna með marki
af löngu færi. Fjórum mín. siðar
jafna Akurnesingar, er Haraldi
Sturlaugssyni tókst að pota
knettinum í netið úr þvögu. Var
nú leikurinn orðinn mjög spenn
andi og átu bæði liðin góð tæki
færi til að skora sem ekki nýttust
Á 42. min. tryggði Guðjón Guð
mundsson Akurnesingum sigurinn
með góðu skoti og lauk því leikn
um með sigri Akurnesinga 5—4.
Síðasti leikurinn var svo 2. ág.
á móti H.B. en það lið er talið eitt
það sterkasta í Færeyjum um þess
ar mundir og hefur verið meistari
undanfarin ár.
Akurnesingar tóku forystuna
þegar á 5. mín. er Matthías skor
aði með góðu skoti. Á 15. mín. er
dæmd vítaspyrna' á ÍA ,en Einar
varði. Á 25. mín. bætir Björn Lár
usson öðru marki við og á 31 mín.
skorar Matthías 3—0.
Nokkrum mín. síðar ná Færey
ingar óvæntu upphlaupi og skora
sitt fyrsta mark af 20 metra færi.
Akurnesingar léku mjög siðustu
10 nn'n. og á þeim skora þeir tvö
mörk, Matthías og Björn, og var
því staðan 5:1 í hálfleik. Færeying
ar höfðu frumkvæðið í síðari hálf
leik og skora á 9. mín. 5-2. Á 31.
mín. gerir HB sjálfsmark og tveim
mnútum síðar skorar Guðjón 7.
mark ÍA með skoti af 20 m. færi.
Á 35. mín. skorar HB og lauk því
leiknum með sigri Akurnesinga
7:3. Alla leikina dæmdi Mann-
björn Mortensen frá Vestmanna og
gerði hann það eftir atvikum vel.
Allar móttökur af hálfu B-36
voru slíkar að við eigum því ekki
betra að venjast annars staðar.
Liðsmenn bjuggu í mjög vistlegu
félagsheimili B-36, er stendur við
völlinn, sem leikið var á Að lokn
um síðasta leiknum var setið veizlu
mikla í boði bæjarstjórnárinnar í
Þórshöfn .Voru þar haldnar marg
ar ræður og liðsmenn Akurnesinga
og fararstjórar leystir út með stór
gjöfum.
Heim var haldið 4. ágúst eftir
vikudvöl hjá frændum okkar, Fær
eyingum, dvöl, sem verður flestum
okkar ógleymanleg sakir hinnar
miklu gestrisni, sem við urðum að
njótandi og hinna skemmtilegu og
Framhald á 14. síðu
Færeyjarfarar íþróttabandalags Keflavíktir í handknattleik kvenrov
Keflvfskar handknattleiks-
stúlkur léku í Færeyjum
Meistaraflokkur kvenna frá íþrótta
bandalagi Keflavikur fór í keppnis
ferð til Færeyja um Ólafsvökuna
í boði íþróttafélagsins Kyndill í
Þórshöfn.
Stúlkurnar léku fyrsta leik sinn
við úrvalslið frá Þórshöfn á Ólafs
vökukvöldi 28. júlí. Úrvalsl. sigr
aði með 10 mörkum gegn 5. Þá tók
liðið þátt í hraðkeppni ásamt liðun
um Neistinn og Kyndill.
Var sú keppni mjög spennandi
og lauk henni þannig að öll liðin
voru jöfn með 2 stig, en Kyndill
hlaut hagstæðustu markatöluna og
vann því bikar þann er keppt var
um.
Fyrsta leikinn léku Neistinn og
ÍBK og lauk honum með yfirburð
arsigri þeirra fyrrnefndu 8—1.
Næst léku svo Neistinn og Kyndill
og sigraði Kyndill með 8—2. Síð
asti leikurinn var svo á milli ÍBK
og Kyndils og héldu flestir fyrir
fra^ að sá leikur yrði lítt speiui
andi. En allt getur skeð í hanch
knattleik ekki síður en í knatt-
spyimu. Keflavíkurstúlkurnar tóku
forystuna í leiknum strax í byrj
un, og undir miklum hvatningar
hrópum liðsmanna Akurnesinga,
sem horfðu á leikinn, efldust þær
um allan helming og sigruðu örugg
lega með 6 mörkum gegn 4. Hdan
Nýtt heimsmet
í skriðsundi
Rússinn Semen Belitsgeiman
setti nýtt heimsmet í 800 m skrið
sundi nýlega synti á 8,47,4 mín.
Gamla metið átti Rose, Ástralíu.
8.51,5 mín.
Færeyjarfarar íþróttabandalags Akraness í knattspyrnu.
Meistaramót Íslands í úti-
handknattleik í kvöld
Meistarmót íslands í útihand- |
knattleik hefur staðið yfir að und 1
anförnu og nú er komið að loka- 1
þætti mótsins. í kvöld kl. 8 heldur
keppnin áfram og þá fara fram
fjórir leikir í 2. flokki kvenna,
Vílcingur — Þór Vestmannaeyjum,
Ármann — Völsungar, KR — Val
ur og Týr — Fram.
Á laugardag kl. 4,30 leika, í 2.
flokki kvenna Víkingur — Ár-
mann, Þór—Völsungar og Valur—
Týr. Auk þess leika Haukar og
Víkingur í mfl. kai-la.
Mótinu lýkur á sunnudag, en
þá leika í 2. flokki kvenna kl. 10
f.h. Ármann — Þór, Völsungar —
Víkingur, Valur — Fram og KR
Týr. Kl. 4,30 verða úrslitaleikir
í 3. flokki karla og 2. flokki kvenfia
og í mfl. kvenna leika til úrslita
Valur og Fram en í mfl. karla
FH — Fram.
Allir leikirnir verða háðir á Ár
mannsvæðinu við Sigtún, en hand
knattleiksdeild Ármanns sér íim
mótið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. ágúst 1966 |£