Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 5
I Nefnd undirbýr hægri handar akstur Kjarva! ag biskupirm Þessi mynd er tekin í hinu fræ jíi Siglufjarðarskarði fyrir nokkrum dögum. Það var bleytuliríð og kuldi þarna í um það bil 630 metra hæð yfir sjó, en niðri á Siglufirði var þá rigning. Nýjasti áætlunar- bíll Siglufjarðarleiðar er að fara um Skarðið, en bíll þessi er talinn einn hinn fullkomn- asti í langferðabílaflota lands- manna, enda nýkominn til landsins frá Þýzkalandi. Eru í honum sæti fyrir milli 60-70 farþega og m. a. mjög fullkom ið loftræstikerfi, þannig að hver farþegi getur valið um heitt eða kalt loft eftir vild. Bíllinn er á svonefndum „loft- púðum“, svo að farþegar verða mjög lítið varir við það, þó að vegur sé ósléttur og einnig er bíllinn alitaf láréttur, jafnvel þótt krappar beygjur séu tekn ar á þó nokkrum hraða. Þessi glæsilegi farkostur verður not aður til áætlunarferða á leið- inni Reykjavik-Skagafjörður- Siglufjörður og mun þá leið- in m.a. liggja um Siglufjarð- arskarð, þar til hinn nýi Stráka vegur verður tekinn í notkun, Myndina tók Ólafur Ragnars son. Fáir eru þeir íslendingar, sem ekki ferðast citthvaff um Iand sitt á sumrin, en þá er líka helzt veffur tii þess. Flestir fara ein- göngu til aff skemmta sér og njóta útivistar. Affrir fara til aff sinna sínum hugð'arefnum, eins og Kjarval, sem fer gjarnan út um land til aff mála. Sumir ferffast í embættiserindum, líkt og biskupinn yfir íslandi, en þessa tvo landskunnu menn hittum viff á Fgilsstaða- flugvelli fyrir skömmu,, og var annar á leiff norffur, hinn á suff- urleiff. — Mynd: Ól. Ragnarsson. Samkvæmt lögum nr. 65/1966 um hægri handar umferð skal dómsmálaráðherra skipa þriggja manna framkvæmdanefnd, er hafi á hendi undirbúning og stjórn framkvæmda við breytingu úr vinstri í hægri handar umferð. Starfssvið framkvæmdanefndar þessarar skal m. a. vera þetta: 1. að kanna og sannreyna, eftir því sem unnt er, áætlanir um framlcvæmdir og kostnað, sem leið ir af breytingunni. 2. að fylgjast með, að fram- kvæmdar verði nauðsynlegar breyt ingar á vega- og gatnakerfi lands- ins. 3. að undirbúa og framkvæma í samráði við yfirvöld, félög og stofnanir nauðsynlega fræðslu og upplýsingastarfsemi, svo að stuðla að því, að ráðstafanir verði gerð- ar til að koma í veg fyrir umferða slys í sambandi við breytinguna. 4. að ákveða greiðslur vegns kostnaðar, sem leiðir af breyt- ingunni. 5. að gera tillögur um nauðsyn- legar stjórnvaldsráðstafanir í sam bandi við breytinguna. í nefndina hafa verið skijjaðir eftirtaldir menn: Einar Pálsson, verkfræðirigur, Kjartan Jóhannsson, héraðslækn- ir og Valgarð Briem, héraðsdóms lögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, 10. ágúst 1966. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. ágúst 1966 Rvík. OTJ. Flugfélagið hefv,r nú hafið und irbúning að þotuflugi og búið aff auglýsa eftir áhöfnum meðal flug manna þess. Verða að öllum lili indum ráðnar f imm til sex áhafnir, og verða þá þjálfaðir sérstaklega flugstjórar, aðstoðarflugmenn og flugvélstjórar. Mun þjálfunin fara fram beeði hér á landi og í Bandarikjunum. Boeing 727 hefur hlotið mikið lof allra þeirra sem fljúga vélun um. Þær eru tæknilega einar fullkomnustu farþegaþotur í heimi. Boeing 727 er mjög hraðfleyg, fer með 965 km. hraða í 25 þúsund feta hæð, en á flugleiðum félagsins mun hún fljúga í 25 til 35 þúsund fetum (10 lcm. og 688 rh.) En þótt hún sé svona hraðfleyg notar hún styttri flugbrautir til lendingar og flugtaks en nokkur önnur þota af svipaðri stærð. Hún hefur einnig reynzt áreiðanleg í rekstri, og við halds og reksturskostnaður lágur miðað við afkastagetu. í þotu FÍ verða sæti fyrir 119 farþega ef vél in er öll eitt farrými. Hins vegar er í ráði að hafa tvö farrými, fyrsta og annað og verða þau þá nokkru færri. En hægt. er að hafa sæti fyr ir alls 131 ef þess þarf með. Elds neytisgeymarnir taka rúmlega 30 þúsund lítra og gefur það þotunni 4800 km. flugþol. Stórar dyr eru framarlega á bolnum og vélin sér staklega útbúin til þess að hægt sé á auðveldan hátt að breyta henni í vöruflutningavél að einhverju eða öllu leyti. Ef hún er eingöngu notuð til vöruflutninga getur hún ílutt tuttugu tonn. Eins og nærri má geta styttir tilkoma þotunnar flugtímann til útlanda mjög mikið. Þannig verður t.d. flugtíminn til Kaupmannahafn ar klst. 2,40 (5,20 Cloudmaster) til London 2,30 klst. (4,50 í Cloud master) til Osló, 2,10 klst. (4,30) og til Glasgow 1,50 klst. (3,25). I I WWMWWWWWIMMWWMWWWWiWMMWWWMWWWMMIMWMMWWWMWWWMWWjMt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.