Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. september - 47. árg. 202. tbl. - VERÐ 7 KR.
YfirmaSur varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli Ralph Wey-
mouth aðmíráll og Emil Jónsson,
utanríkisráðlierra hafa dagana 6.
og 7. september skipzt á bréfum
þeim sem hér fara á eftir i þýð-
ingu, viðvíkjandi sjónvarpssend-
ingum varnarliðsins:
Headquarters
Iceland Defense Force.
Hinn 6. september 1966.
Herra ráðherra.
Eins og yður er kunnugt rek-
■
! Rauðveroliðar i
■
■
I taldir ganga |
| heldur langt |
I PEKING, 7. september
■ (NTB-Reuter).
| Rauðu varðlið'unum í Kína;
: var í dag skipað að skipta sér ■
I ekki af . framleiðslustörfum í \
■ iðnfyrirtækjum, námum, vís-;
■ indastofnunum og bóndabæj-;
: um landsins. Málgagn kín- ■
■ verska kommúnistaflokksins, ;
; „AIþýðudagblaðið“, sagði í for ;
: síðulciðara, að hreyfingar ■
; menningarbyltingarinnar og :
; hinnar sósialistísku framleiðslu ;
j væru skyldar og yrðu að styðja ■
; hvor aðra. Ef f jöldinn teldi j
; að menningarstarfsemi sú, sem ;
■ þegar hefði verið skipulögð í ■
: fyrirtækjum og samyrkjubúum j
; Framhald á 15. síðu. :
,■•■■.••■■■■■■•••■■•■■■••••■■■■••■■•
RALPH WEYMOUTH að'míráll, yfirmaður varnarliðsins hefur til-
kynnt utanríkisráöherra, Emil Jónssyni, að varnarliðið telji sig knú-
ið til að takmarka útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar í Keflavík við
næsta nágrenni flugvallarins. Stafar þessi ákvörðun varnarliðsins af j
því, að hermannasjónvarpið getur ekki haldið áfram að senda efni :
frá bandariskum framleiðendum eftir að íslenzkt sjónvarp er tekið
til starfa.
í svarbréfi utanrikisráðherra segir, að ríkisstjórnin sé ekki mót- '
fallin þessari takmörkun sjónvarpsins cn óski eftir, að breytingarn-
ar verði samræmdar tilkomu íslenzka sjónvarpsins, svo að sjón-
varpsnotendur fái tóm til að breyta tækjum sinum.
Frá þessu segir í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins, sem
blaðinu barst í gær. Tilkynningin fer hér á eftír orðrétt:
íslandsmeistarar KR í knatt
spyrnu léku í gærkvöldi við
frönsku meistarana frá Nan
tes og var leikurinn þáttur
í Evrópubikarkeppninnni í
knattspyrnu. Leikurinn var
mjög jafn og spennandi og
tækifæri íslendinganna vorn
sízt færri en Frakk&nna.
Leiknum lauk með naumum
sigri EYakka 3:2. Myndin er
tekin við mark Nantes,
KR-ingar eru í sókn, Baldvin
Baldvinsson skallar að marki
Frakka en markvörðwr þeirra
ver naumlega. (Mynd JV.)
ur Varnarliðið á íslandi sjón-
varpsstöð samkvæmt leyfi ís-
lenzkra stjórnarvalda. Tilgangur-
inn með rekstri stöðvarinnar er
að sjá varnarliðsmönnum, fjöl-
skyldum þeirra og starfsfólki hér
á landi fyrir fréttum, fræðslu og
skemmtun.
Stöð þessi er ein af mörgum
sjónvarpsstöðvum bandaríska hers
ins, sem fá aðallega þætti, sem
framleiddir eru til sölu ódýrt (eða
endurgjaldslaust)), þar sem út-
sendingarnar að jafnaði ná ekki
til áhorfenda, er aðrar sjónvarps
stöðvar ná til. Mér hefur verið
tilkynnt, að nokkrir af framleið-
endum sjónvarpsefnis okkar líti á
tilkomu íslenzks sjónvarps sem
samkeppni, og hafa gert ráðstaf-
anir, er mundu koma í veg fyrir
valfrelsi sjónvarpsefnis, sem sjón
varpsstöð varnarliðsins hefur áð
ur notið, ef ekki verði gerðar ráð
stafanir til þess að draga úr fjölda
annarra áhorfenda en varnarliðs
manna.
Mér er ljóst, að margir ís-
lendjngar hafa keypt sjónvarps-
tæki og horfa á AFRTS sjónvarps
þætti. Þótt hér sé um fólk að ræða
sem að eigin frumkvæöi hefur
gerzt áhorfendur, þá hefur það
fylgzt svo lengi með sjónvarps-
þáttunum, að skapazt hefur á-
hugi hjá því, sem taka verður
tillit til vegna góðrar sambúðar,
og er ég þeirrar skoðunar, að þér
munuð vera mér sammála um,
að þessir áhorfendur eigi rétt á
skýringu á sérhverri breytingu,
sem sncrti þá. í samræmi við
þetta óska ég að taka fram, að
varnarliðið verður að gera ráð-
stafanir, er draga muni úr fjölda
Framhald á 15. síðu.
Lítið vitað um
ingja Verwoer
HÖFÐABORG, 7. 9. (NTB- Re
uter.) — Þjóðernissinnaflokkurinn,
sem dr. Hendrik Verwoerd stjórn
aði, gaf út í dag yfirlýsingu þar
sem flokkurinn skuldbindur sig til
að halda áfram aðskilnaðarstefnu
þeirri í kybþóttam^lum (aþart
heid), sem Verwoerd markaði. Jafn
framt hefur verið ákveðið, að
hinn myrti forsætisráðherra verði
jarðsettur í hetjugrafreit á kostn
að ríkisins í Pretoria, aðsetri stjórn
arinnar.
Á meðan þessu fór fram var
haldið áfram að yfirheyra Dim
itro Tsafendas, manninn sem
stakk Verwoerd á hol frammi fýr
ir skelfdum þingheimi. Lögreglan
reynir að svara þessum spuming
um? Hver var morðinginn, hver
var ferill hans og af hvaða hvöt
um myrti hann Vérwoerd.
Morðinginn er flestum hulin ráð
gáta og lítið er vitað um hann
með vissu. Ekki er einu sinni vist
hvort Dimitro Tsafendas er hans
rétta nafn og hann hefur borið
fleiri nöfn. Að sögn gríska sendi
ráðsins í Jóhannesarborg er hann
ekki Grikki. Áreiðanlegar heimild
ir herma, að hann sé fæddur 14.
janúar 1918, að faðir hans sé fædd
ur í Egypitalandi og hafi setzt að í
Angola fyrir um það bil 45 árum
og að móðir hans sé afrísk kona
frá Mozambique.
Því er haldið fram, að morðingj
anum hafi fallið þungt hin bágu
lífskjör fátækra, hvítra manna' í
Afríku og borið persónulegt hatúr
til Verwoerds. Lýsingar þeirrai
sem umgengust hann, eru mjög
mótsagnakenndar. Blaðamaður,
sem kynntist honum fyrir tveim
ur árum, kveðst hafa frétt, að
Tsafendas hefði setið í fangelsi
í Portúgal í þrjú ár og verið hei|a
þveginn. Tsafendas sagði honum.
að hann hefði verið fangelsaður án
Framliald á 15. síðu.
Varnarliðiö tilkynnir ákvörðun sína:
KEFLAVIKURSJONVARPID
VERD
TAKMARKAD
- við tilkomu íslenzka sjónvarpsins