Alþýðublaðið - 08.09.1966, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 08.09.1966, Qupperneq 2
BLACPOOL, 7. septembcr (NTB—Reuter) — Brezka verka- lýðssambandið (TUC) lýsti í dag yfir dræmuvv stuðningi við stefnu Harold Wilsons forsætisráðherra í efnahagsmálunum, en hún fel- ur m.a. í sér kaupbindingu og verðfestingu til bráðabirgða. Þing TUC í Blackpool, en það sitja fulltrúar um það bil níu millj- óna meðlima í verklýðsfélögum, samþykkti í tveimur atkvæða- greiðslum almennan stuðning við stefnu stjórnarinnar og felldi tvær tillögur, sem gagnrýndi stefnuna í efnahagsmálunum. Frank Cousins fv. tæknimála- ráðherra bar fram ályktunartil- lögu, sem hafnaði og fordæmdi stefnu stjórnarinnar í efnahags- málum. Htin var felld með rúm- lega fimm milljónum atkvæða gegn rúmlega 3,9 milljónum. Óónægjan með hótun stjórnar iunar um að gefa út lög ef ekki verður gengið að frjálsum vilja að kaupbindingu og verðfestingu var greinilega mjög mikil. Til- laga ,sem fordæmdi þennan lið PEKING, 7. september (NTB— Reuter) — Ummæli þau, er ut- anríkisráöherra Kína, Chen Yi, mun hafa látið falla í viðræð- um við nefnd japanskra þing- manna nýlega, að Kínverjar hafni ekki afdráttarlaust hug- Syndinni um samningaviðræður ð Bandaríkin, hafa vakið mikla athygli erlendra diplómata í Pek ikg. ,Éf rétt er eftir Chen Yi haft í japönskum blöðum, er hér um að ræða verulega breytingu á ut- anj'íkisstefnu Kínverja. Talsmað- ur kínverska utanríkisráðuneytis- ins vildi ekkert um málið segja, þegar vestrænir blaðamenn lögðu fyrtr hann spurningar. .Chen Yi kom fram með um- mæli sín, er hann ræddi í þrjá tíma við nefnd manna úr Frjáls- lynda demókrataflokknum í Jap- an. En Chen Yi bætti því við, samkvæmt fréttum japanskra blaða, að engin lausn fyndist á Vietnamdeilunni fyrr en Banda- rikjamenn íæru burt með her- lið sitt frá Suður-Vietnam. afstöðu til Vietnamstríðsins er Kínverjar kunni að taka beinlínis og opinskátt einhvern tíma síðar. Annar tilgangur ummælanna kann að hafa verið sá, að gefa umheiminum vísbendingu um, að hin svokallaða menningarbylting í Kína og starfsemi Rauðu varð- Iiðanna sé eingöngu kínverskt innanrikismál, sem feli í sér enga ógnun við umlieiminn. En jafnvél slík túlkun mundi | stangast ó við grein er birtist ný i lega í „Alþýðudagblaðinu“, mál gagni flokksins. Þar sagði: „Við, j Rauðu varðliðarnir, stöndum fyr- ir algerri byltingu, ekki aðeins i á heimavígstöðvunum, heldur er- um við þess albúnir að ryðjast fram á hinn alþjóðlega vígvöll og berjast unz yfir lýkur í grund- vallarbyltingu ásamt öllum kúg- uðum þjóðum“. Framhald á 15. síðu Stóllinn kom á miöa númer 1332 Tré- og húsgagnaiðnaðurinn efndi til ókeypis happdrættis á degi sín um á Iðnsýningunni, sl. þriðjudag. Vinningurinn var veglegur hvíld- arstóll frá Skeifunni. Dregið hef ur verið í happdrættinu og kom vinningurinn á miða nr. 1332, en eigandi hans er Sigurður Guð- jónsson, verzlunarmaður, Suður- götu 37, Reykjavík. í stefnu stjórnarinnar, var felld Harold Wilson forsætisraaherra er hann flutti hin i nvassyrtu ræðu sma a þmgi brezka verkalyðssam- bandsins á dögunum. Til hægri á myndinni sést Jim O’Hagan, formaður TU£\ Forystugreinar kínverskra blaða í dag sýndu enga breyt- Ingu á afstöðu Kínverja til Viet- namstríðsins. Þar segir, að árásar Btyjrjöld Bandaríkjamanna sé blóð skattur, sem greiða verði með blóði. Kunnugir í Peking telja, að (Chen Yi kunni að hafa reynt að kynna ný kínversk viðliorf með ummælum sínum. Ummælin eéu svo óljós og óákveðin að ■hann kunni að hafa verið að Þreifa fyrir sér og kanna við- bröjgð umheimsins við breyttri NÆSTKOMANDI SUNNUDAG hefst leikár Þjóð leikhússins með sýníngum á hinu bráðskemmtilega leikriti „Ó, þetta er indælt stríð“. Verkið var sýnt nokkrum sinnum á síðasta leikári, ævinlega við hús fylli, og verður án efa mikið sótt enn. ? 8. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ með naumum meirihluta, tæp- lega 4,7 milljónum atkvæða gegn rúmlega 4,2 milljónum. Að atkvæðagreiðslunum lokn* um lýsti Frank Cousins því yfir, að féiag hans, hið volduga sam- band flutningaverkamanna, mundi halda áfram baráttu sinni gegn kaupbindingastefnunni, sem hann telur brjóta í bága við grundvallarréttindi verkalýðs hreyfingarinnar. Cousins lýsti því yfir, að Wilson væri óhaggan- legri í kröfum sínum um launa- eftirlit en íhaldsmenn. Ýmsir ræðumenn í umræðun- um kröfðust þess að dregið yrði meir úr útgjöldum Breta í er- lendum gjaldeyri, aðallega í her- málum. 120 manns bjargað úr ferju HIRTSHALS, 7. september (NTB-RB). — Um 120 manns var bjargað í dag úr farþegaferjunni .Jíikage rak“, sem leki kom að í morgun ]»egar skipið var statt 40 sjómílur frá Hirtshals á Jótlandi í úfnum sjó. EHefu menn af áhöfninni, þeirra á meðal skipstjórinn. voru enn um borð í skipinu í kvöld. 126 manns yfirgáfu skipið en fimm er saknað. Víðtækar björgunaraðgerðir lióf ust strax ’ og Skagcrak sendi frá sér neyðarskeyti og tóku þátt í þeim fjöldi sltipa, nokkrar dansk ar og sænskar þyrlur og Albatros flugvél frá norska flughernum. Meðal farþega í ferjunni voru 50 dönsk skólabörn. í kvöld hafði veðrið Iægt nokkuð, en erfiðlega gekk að draga ferjuna til hafnar á Jótlandi. Umræöufundurum landbúnaÖarmál Stjórnmálaflokkarnir í Austur- Húnavatnssýslu efna tii umræðu fundar um landbúnaðarmálin í Húnaveri næstkomandi sunnudag kl. fjögur eftir hádegi. Alþing- ismenn úr kjördæminu munu hafa framsögu um málið, og hafa flokk arnir tuttugu mínútur hver til sinna umráða. Síðan verða frjáls ar umræður. Þessir þingmenn munu !hafa framsögu á fundinum. Jón Þorsteinsson fyrir Alþýðu flokk, Björn Pálsson fyrir Fram sóknarflokk, Séra Gunnar Gísla son fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragn ar Arnalds fyrir Alþýðubandalag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.