Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 4
mtBtjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bcnedikt Gröndal. — Eitstjómarfulb
trúi: Elöur GuOnason.. — Símar: 14900-14S03 — Auglýstngasimi: 1480®.
AOsetur AlþýOubúsiO viO Hverfisgötu, Reykjavík. — Pitíitsxaíöja AlþýGu
bUOains. — Askiiftargjald kr. S5.00 — I iausásölu kr. 7.00 elntaktð.
Úígcfandl AlþýOuflokkurinil.
VERWQERD
MORÐ HENDRIKS VERWOERDS, forsætisráð-
iherra Suður-Afríku, hefur vakið hryggð allra rétt- ;
sýnna manna. Það er ósigur fyrir mannkynið þegar
gripið er til ofbeldis og mannvíga, þar sem skoðana-
skipti og afl atkivæða ætti að ráða gangi mála. Morð
stjómmálamanna hafa undantekningalítið þveröfug
áhrif við það, sem morðinginn óskar eftir, svo að ó-
dæðið þjónar engu nema málstað hins illa.
Apartheid-stefna stjórnarvalda í Suður-Afríku er
umdeild um víða veröld. Hún nýtur að vísu stuðnings
meirihluta fólks þar í landi, en þó virðfst forustumönn
um hafa þótt óhjákvæmilegt að láta henni fylgja ó- |
dulbúið lögregluríki. Stefnan og framkvæmd hennar
eru því þyrnir í augum frjálslyndra manna hivarvetna.
ÁFTURHALD
DEILUR hafa verið um sjónvarpsmál hér á landi
síðustu misseri, og eru þær þáttur í menningarlegum
og þjóðernislegum umbrotum. Er varla ofsagt, að sú
stefna, sem þjóðin nú tekur í þessum málum, muni
hafa víðtæk ábrif á þróun menningar og þjóðernis ís-
lendinga í framtíðinni.
-Margar sérkennilegar og óvæntar skoðanir hafa kom
ið fram í þessum umræðum. Leit mun þó vera að
eins skýrri stefnuyfirlýsingu og birtist í útvarpsgagn
rýni Morgunblaðsins í gær. Greinin er undirrituð af
höfundi, sem ber ábyrgð á henni. En það er athyglis-
vert, að maðurinn hefur verið sérstaklega ráðinn af
Morgunblaðinn til að skrifa um þessi mál, og hlýtur
blaðið því að telja skoðanir hans að minnsta kosti
boðlegar, ef ekki sérstök ástæða til að koma beim á
framfseri. Gagnrýnandinn sagði meðal annars:
„Ég er á sama máli, tel sjónvarp hér ekki tímabært,
þarf miklu meiri undivbúning og verður alltof dýrt
ef nokkur mynd á að verða á því. Ég hef ekki sjónvarp
og langar ekki til að hafa það. Hef stundum horft á 1
Keflavíkur-sjónvarpið, tel það meinlaust, — meinlaus
ara en dægurlagafarganið enska eða ameríska í út-
varpinu, þó er ég ekki hræddur um að íslenzk menn-
ing muni líða undir lok af því. Áhugaleysi fólks á
sjálfstæði landsins er miklu hættulegra og skortur á
föðurlandsást hjá fjölda manna nú. Fyrir og eftir alda
móíin var sjálfstæðisbaráttan höfuðáhugamál nær
allra ungra manna, þrátt fyrir almenna fátækt, þá var
land okkar elskað og treyst á það. Ég er nú kominn á
þá’ undarlegu skoðun að nokkur fátækt sé þjóðinni
hollari en mikil velmegun alls fjölda fólks, eins og nú
er.“
Þetta er memiingarhugsjón gagnrýnanda Morgun-
bl^ðsins. — Ekkert íslenzkt sjómvarp, bara Keflavík,
Ofimikil velmegun, hér vantar fátækt.
4 8. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þýzkir kvenskór
Ný sending - fallegt úrval
SKÓVAL
Austurstræti 18 (Eymundssonarkjallara)
Karlmannaskór frá Þýzkalandi
Ný sending
+ /
SKOBUÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
á krossgötum
★ EIN ÞÝÐINGARMESTA
BÓKAÚTGÁFAN.
Ríkisútgáfa námsbóka er ein þýð-
ingarmesta útgáfustarfsemi á íslandi. Hún sér
fyrir bókakosti fyrir nemendur skyldunámsstigs
og er það mikið hlutverk. Kennslubókin skiptir
nemendur miklu og getur haft áhrif á áhuga
þeirra og námsárangur. Þess vegna er ólijákvæmi-
legt að leggja ríka álierzlu á útgáfu og notkun
góðra kennslubóka.
Fyrir nakkrum árum heyrðist oft
sú gagnrýni, að kennslubatkur ríkisútgáfunnar
væru langt frá því að vera góðar. Þótti frágangur
þeirra fátæklegur og myndskreyting oft harla ó-
fullkomin, en bækurnar í heild ólíklegar til að
vekja virðingu og áhuga nemenda.
Á þessu hefur orðið mikil breyt-
ing til batnaðar undanfarin ár. Kennslubókunum
befur farið fram hröðum skrefum og frágangur
þeirra allur batnað. Er þetta mikið ánægjuefni og
hefur vaki'ð athygli bæði kennara og foreldra. Er
rétt að halda áfram að hlúa að þessari útgáfu, því
að menningarþjóð á að fá börnum sínum góðar
og vel gerðar bækur til náms.
★ BÓK UM
STARFSFRÆÐI.
Auk þess aö bókunum fer fram
eru að koma til skjalanna ýmsar nýjar kennslu-
greinar, sem nauðsynlegar eru fyrlr ungt fólk í nú-
tíma þjóðfélagi. Þetta eru ekki allt greinar, sem
kenndar eru samfellt heil skólaár, heldur má bæta
þeim við annað og koma þeim að.
Nýjasta dæmið um slíka fjöl-
hreytni er kennslubók í starfsfræði. Er starfs-
fræðslan — uppfræðsla unglinga um starfsval —
þannig að festa rætur í skólakerfinu. Samkvæmt
upplýsingum bókarinnar eru 1-2000 störf til á ís-
landi, svo að úr miklu er að velja og fer ört vax-
andi. Er störfum skipt í 10 flokka eða starfshópa
og er hætt við, að þeir flokkar þurfi fljótlega að
x'erða eitthvað fleiri. En einstök atriði skipta hér
ekki eins miklu máli og sú staðreynd, að bók er
komin út og á að notast í skólunum. Um starfs-
val segir í inngangi bókarinnar:
„Verkaskiptingin er í rauninni
samvinna og samhjálp allra þegna þjóðfélagsins í
lífsbaráttunni. Því er það mikilvægt, að hver ein-
staklingur leggi sitt af mörkum í þessari samvinnu
og bregðist ekki því hlutverki, sem honum hefur
verið falið. ÖIl erum við háð því, að aðrir ræld
störf sín sem skyldi. Sjálfum ber okkur því að gera
slikt hið sama.”