Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 6
Skriður á Kenn- edy-viðræðurnar TÍMARITIÐ „íslenzkur iðnað-1 ur” birti í síðara hefti gott yfirlit j um stöðu Kennedy-viðræðnanna innan GATT um gagnkvæma j lækkun tolla. Þar sem yfirlitið er j stutt og glöggt, vill Alþýðublaðið birta það til glöggvunar fyrir þá, sem ekki liafa haft aðstöðu til að setja sig inn í þau mál. Allt bendir nú til þess, að skrið ur sé að komast á Kennedy-viðræð ur GATT. Efnahagsbandalag Evr- ópu hefur nú loks náð endanlegu samkomulagi um stefnu bandalags ins í landbúnaðarmálum, en drátt urinn á ákvörðun í því máli hef ur tafið Kennedy viðræðumar mik ið. Hefur verið bcðið eftir því, að Efnahagsbandalagið legði fram til boð um tollalækkanir á landbún aðarafurðum og sjávarafurðum, en bandalagið hefur ekki getað skil | að þeim tilboðum meðan stefna j þess í landbúnaðarmálum liefur verið óráðin. Nú er ekkert því 1 til fyrirstöðu lengur, að þessi til j boð verði lögð fram, enda búizt við þeim alveg á næstunni. Kennedy-viðræðumar hófust vorið 1964. Þær eru kenndar við Kennedy heitinn Bandaríkjafor- seta, þar eð hann átti frumkvæð ið að þeim. Kennedy hafði mikinn áhuga á því að samkomulag næð ist milli V.-Evrópu og N -Ameríku um gagnkvæmar tollalækkanir. Honum var það ljóst, að tollalækk anir markaðsbandalaganna í Evr- ópu gætu haft slæm áhrif á þró un viðskipta milli Evrópu og Am eríku, ef ekki yrðu gerðar sérstak ar ráðstafanir til þess að greiða fyrir þeim. Því var það að Kenn edy heitinn fékk samþykkt lög á Uýr dansskólí tekyr til starfa Reykjavík. — ÓTJ. HINN 3. október næstkomandi tekur til starfa nýr dansskóli, undír nafninu Dansskóli Sig- valda. Og það er Sigvaldi Þor- gilsson danskennari sem stofnar hann og veitir forstöðu. Höfuð- stöövar skólans verða í björtum og skemmtilegum sal í Skipholti 70, en Sigvaldi mun einnig kenna í Keflavík og Kópavogi. Sér til Veiíingahús í „Arnarhreiðrinu" Yfirvöldin í Bayern lokuðu ný- lega neðanjarðargöngum undir fyrrum bústað Hitlers í Ober- saltzberg, en ferðamenn komu margir á staðinn og sóttust eftir að skoða jarðgöngin, og síðan í heimsstyrjöldinni síðari hafa hundruð þúsunda ferðamanna heimsótt Obersaltzberg til að skoða „Arnarhreiðrið,” en það hefur verið gagnrýnt mjög af bæjarbúum að jarðgöngin skyldu opin ferðamönnum, og því hefur þe.im nú verið lokað. Þetta þýðir það, að einn hóteleigandi í Berg- thesgötu missir nú af stöðugum tekjum. Inngangurinn í neðan- jarðargöngin var nefnilega á lóð- inni hans og hann krafðist eins marks af hverjum gesti, sem kom að skoða göngin. Arnarhreiðrinu sjálfu hefur þó ekki verið lokað, það.er nú veitingahús. aðst.oðar hefur hann þrjár stúlk- ur, Iben Sonne, frá Danmörku, Ástríði Johnsen og Erlendínu G. Helgadóttur. Undanfarin ár hefur Sigvaldi stundað nám við Institut Carlsen í Kaupmannahöfn, en eins og jazzballetunnendur muna, kom hann hingað í sumarleyfinu sínu í fyrra og kenndi í tvo mánuöi. Nú hefur hann lokið burtfarar- prófi frá Institut Carlsen og á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu, sagði hann, að skóli sá, er hann setti nú á stofn yrði rekinn á breiðari grundvelli en sá fyrri, því að þar yröi allt kennt frá barnadönsum til jazz- ballets. Þann ellefta þessa mán- aðar verður danssýning á vegum skólans í Lidó og sýndir þar margir af þeim dönsum sem kenndir verða við skólann, þó ekki barnadansarnir. Á sýningar- skr-ánni eru m. a. suður-amerískir dansar, Rumba, Samba, Pasad- oble. Jive, Jitterbug, Hill-Billy Samba, Hoppel Poppel, Watusy og Sportdans. — Sigvaldi sagði, að HopDel Poppel væri nýr dans sem eflaust ætti eftir að ná mikl- um vinsældum hér. Þeir eru samdir af sama manni sem samdi Jonka. og ecu nokkuð svipaðir, þó að rvthminn sé breyttur. Spprt- dans er einnig óþekkt fyrirbrigði 11 ðr og einnig mjög skemmtileeur. á s-'mingunni mun dansfólkið klæðast þeim fatnaði sem hverj- uru dansi hæfir, til þess að auka p”” stemninguna. 5- 8. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bandaríkjaþingi, svokölluð Trade Expansion Aet. sem heimiLutiu Bandaríkjamönnum að semja um allt að 50% tollalækkun á inn fluttum vörum gegn jafnmikilli tollalækkun á bandarískum vör- um, sem fluttar væru út. Sam þykkt þessara laga gerði GATT, alþjóðatollamálastofnuninni, kleift að hefja umfangsmestu tilraunir sem nokkru sinni hafa verið gerð ar til þess að ná samkomulagi um almennar tollalækkanir. En vegna aðildar Bandaríkjanna og V-Evr ópuríkjanna að GATT var eðli legast, að viðræður um gagkvæm ar tollalækkanir færu fram á veg um GATT. • Er Kennedy viðræður GATT hóf ust formlega í marz 1964 lýstu fulltrúar flestra þátttökuríkjanna yfir því að -þau vildu stefna að því, að samkomulag næðist um 50 %toUalækkun. Nokkur ríki, er mik ið eiga undir landbúnaði og siáv arútvegi, töldu sig ekki geta lagt fram ákveðin tollalækkunartilboð fyrr en bau mál yrðu tekin til með ferðar sérstaklega. Þróun Kennedy-viðræðanna varð sú, að nær ö]l iðnaðarlöndin í GATT lögðu fram tilboð um 50% tollalækkun á iðnaðarvörum. Flest löndin hafa þó undanskilið nokkra vöruflokka úr tilboðum sínum. Sum löndin hafa viljað telja sjáv arafurðir með iðnaðarvörum og hafa látið tilboð sín ná til þeirra einnig. Önnur þátttökulönd hafa talið sjávarafurðir með landbún aðarvörum og hafa þau beðið með tilboð um tollalækkanir á sjávar afurðum þar til tilboð um land búnaðarafurðir væru lögð fram. GATT hefur ekki fellt neinn úr skurð um það, hvort telja skuli sjávarafurðir fremur með tðnað arvörum en landbúnaðarvörum eða öfugt. Hefur þátttökurikjunum í Kennedy-viðræðunum verið í sjálfs vald sett með hvorum vörufl. til boðum um sjávarafurðir væri skil að. En ákveðið var á sl. ári, að 'andbúnaðartilboðum skyldi skil að fvrir 16. september 1965 og áttu bá öU tilboð að vera komin fram Fn þetta fór á annan veg. Efna hagsbandalagið skilaði engum land búnaðartilboðum fyrir þann tíma Og mörg önnur ríki biðu eftir til hnðum Efnahagsbandalagsins Hafa Kennedy-víðræðurnar nú dregizt ' nitt ár af þessum sökum. Áður en Efnahagsbandalagið skilaði tilboðum sínum um Iand búnaðar- og sjávarafurðir í Kenn edy-viðraj|ðunum voru lialdnir margir erfiðir samningafundir í Briissel. Myndín er frá einum slík um. Talið frá vinstri: Hallstein forseti EBE, ræðir við Couve de Murville utanríkisráðherra Frakka Faure, landbúnaðarráðherra Frakka ræðir við Mansholt varafor seta og aðalhöfund landbúnaðar stefnu EBE. ísland sótti um bráðabirgðarað ild að GATT í desember 1963 og var hún samþykkt 5. marz 1964. Þar með hafði ísland fengið að göngu að Kennedy-viðræðunum. En það taldi ríkisstjórn íslands mikilvægt vegna hagsmuna íslands í sambandi við viðskipti með sjáv arafurðir. Á ráðherrafundi er hald inn var við upphaf Kennedy-við ræðnanna vorið 1964, var sam j þykkt að ríki, er byggju við sér j stakar efnahagsaðstæður og ein hæf viðskipti, gætu fengið undan þágu frá almennri jafnri tollalækk un (Linear-jækkun). Var ljóst að Framhald á 10. síffu. Kolsýringshætta eykst jafnt fjölgun bifreiða Amerískur læknir hefur lagt fram skýrslu, sem sýnir, að mun fleiri menn látast af kolsýrings- eitrun frá bifreiðum, en flesta grunar. Og jafnframt skýrði hann frá annarri hættu, sem ógnaði taugahrjáðu nútímafólkinu. — Milljónir manna reyna að slappa af með alls konar taugaróandi pillum og hin mikla notkun þeirra mun brátt leiða til aukn- ingar alls konar slysa. Og með rannsóknum læknisins sjáum við, að aukning bíla leiðir af sér margar hættur, bæði hættu vegna kolsýrings frá bifreiðunum og einnig slysahættu. Meira af kolsýring frá vélinni fer fram í bifreiðina, heldur en haldið hefur verið, og bílarnir eru ekki eins vel einangraðir fyrir kolsýr- ing eins og þeir ættu að vera. Kolsýringur frá vélinni og sígar- ettureykur . geta í sameiningu valdið dauða bílstjórans, og við rannsóknir eftir slys, hefur oft fundizt mjög mikið magn af kol sýring í blóði fórnardýranna. Einnig segir í skýrslunni frá nýrri aðferð til að komast að raun um hvort ökumenn sem orð ið hafa fyrir slysi, hafi ófengis- magn í blóðinu. Og vegna trygg- inga t. d. er það mjög mikilvægt að hægt sé að kanna það eftir slys. Áfengismagn er m. a. athug- að með því að efnagreina augn- vökvann, sem hefur safnazt sam- an bak við augasteininn og löngu eftir að ómögulegt er (að finna alkóhólmagn á öðrum stöðum, getur augnvökvinn sagt til um hvort hinn látni ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.