Alþýðublaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 4
Rttatjórar: Gylfl Gröndal (Éb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjórnarfull- trúl: ElBur GuGnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 14606. AOsetur AlþýöuhúslO vlO Hverflsgötu, Reykjavlk. — Pr*ntsmiöja AlþýBu blaBslns. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr-. 7,00 elntaktO. tltgefandl AlþýðuflokkurinU. SKÓLAR OG LEIKVELLIR SKÓLARNIR eru nú þegar byrjaðir eða eru í þann veginn að hefjast, og því var það næsta eðlilegt, að eitt aðalumræðuefnið á fundi borgarstjórnar Reykja víkur í fyrrakvöld væru skólamálin í höfuðstaðnum. Þar kom það í ljós, sem raunar var vitað áður, að borgarstjórnarmeirihlutinn hefur alls ekki sinnt þess- um málum sem skyldi, og kosningaloforðin frá því í vor virðast nú gleymd. Það kom fram á borgarstjórnarfundinum, að fram- kvæmdir eru ekki hafnar við Árbæjarskóla, eins og þó hafði verið lofað, og hefur verkið ekki einu sinni verið boðið út ennþá. Þau svör voru gefin af hálfu meirihlutans, að „verkið yrði boðið út næstu daga,“ en reynsla er fengin fyrir því, að það hugtak virðist fremur teygjanlegt í huga meirihlutans. En þótt svo ólíklega færi, að verkið yrði boðið út næstu daga, er þess.vart að vænta að framkvæmdir hefiist fyrr en eftir áramót, og þær koma að litlu gagni fyrir þau skólaskyld börn, sem nú eru að flytjast í þetta hverfi. Þar að auki kom það svo fram á borgarstjórnarfund- inum, að verktakar munu ekki sérlega fíknir í að taka að sér verk fyrir Reykjavíkurborg eins og fjár- hagsástandi borgarinnar nú háttar. Óskar Hallgrímsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins gagnrýndi sleifarlagið'í skólamálum harðlega á borg- arstjórnarfundinum. Hann rifjaði upp afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár, en þá flutti hann tillögu um verulega hækkun framl'ags til skólabygg inga og rökstuddi hvernig fjár skyldi aflað í því skyni. Tillaga Óskars var felld, en nú hefur komið í Ijós, að hvergi nærri nógu vel var fyrir þessum mál- um séð. Þá ræddi Óskar sérstaklega um vandamál Vbgaskóla, sem er stærsti skóli á landinu með rúm- lega 1600 nemendur. Þar vantar enn allar sérkennslu stofur og gamli Hálogalandshjallurinn er notaður fyi ir leikfimikennslu. Hefði verið ólíkt nær, sagði Óskar, að verja auknu fé til þessa skóla, heldur en að ætla milljónir króna til framkvæmda, sem mjög litlar lík- ur hefðu verið til, að hægt hefði verið að ráðast í. Leikvallamálin og þá einkum vandamál í sambandi við 6-8 ára gömul börn bar einnig á góma á þessum borgarstjórnarfundi, en mesta ófremdarástand ríkir í jeikvalla- og dagheimilamálum í höfuðborginni. Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokks- iná stakk upp á því, að til að leysa vanda þessa sér- staka aldursflokks yrðu byggðir sérstakir leikvellir með meiri og fleiri leiktækjum en nú væru á völl- unum og jafnframt væri komið upp einföldum skýl- urrt þar sem börnin gætu leitað' skjóls í illviðrum. Þþtta er athyglisverð lausn á vandamálinu og væri i vel til.fundið, að borgaryfirvöld tækju hana til nánarl xftúgunar. 4 17. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Mosicvicli fóiksbifreiðar tíl afgreiðslu slrax kosta kr. 146.B25.oo • hagstæðir greiösluskilmálar ^Bi^reiÖar & i^andbúnaöarvélar SUÐ.URLANDSBRAUT 14 — REYKJAVlK — SÍMI 38600 Hófel Valhöll ÞINGVÖLLUM LOKAR mánudaginn 19. þ. m. Hóte! Valhöll GJAFABRÉF F R Á SUWDLAUQAKS JÓÐ1 SKÁLATÚNSHEIMIL1SIN3 ÞETTA BRÉF ER KVITTUN, EH ÞÓ MIKLU FREMUR VIDURKENNING FYRIR STUÐN- \f ING VID GOTT MÁLEFNI. BtYKlAVÍK, P. 19. f.h. Svndlavgauj&ðt íkiMiathtlmilhl.n KR._________ — krossgötum ★ LOFTPÚÐA- SKIP. Þáð mátti lesa í einu dagblað- anna í gær, að brezkt íyrirtæki vildi bjóða ís- lendingum loftpúðaskip til sölu. Þessi skip blása lofti til að lyfta sér frá jörðu eða sjó og síðan knýja flugvélahreyfiar farartækið áfram. Er svo að skilja, sem þessi loftpúðaskip muni fara frá Reykjavík til Akraness á 10 mínútum. Mundi það án efa þykja mikil samgöngubót, en ekki skal um það fullyrt á þessu stigi, hvort rekstur á slíku skipi (eða slíkri flugvél) mundi borga sig. Af þessum tíðindum er það helzt að læra, að ekki má hugsa um samgöngur ein- ungis í því formi, sem við eigum að venjast. Það er að vísu ljóst, að þjóðin muni á komandi árum leggja á það megin áherzlu að bæta samgöngurnar, þannig að fjarlægðir innanlands verði aðeins brot af því, sem nú er, En hvernig verða þær samgöng- ur? Verða það aðeins flugvélar, bílar og strand- ferðaskip? Ýmsar nýjungar hafa komið fram á síðari árum. Má þar fyrst nefna svonefnda ,,hydrofoil” báta, sem lyfta sér upp úr sjónum og svifa á sjóskíðum yfir vatnsfleti. Geta þeir farið með miklum hraða. Slíkir bátar eru nú þegar mikið notaðir víða um heim, innan skerja í Noregi, — milli Danmerkur og Svíþjóðar, — og á fleiri kunn- um leiðum. Ekki verður efazt um, að þessir bátar fari hratt yfir og séu mjög hentugir til farþega- flutninga. Hins vegar eru þeir ekki taldir góðir í ósléttum sjó, enda þótt verið sé að byggja slík skip til úthafssigiinga. Þó væri ástæða til að reyna, tivernig þessir bátar gæfust, til dæmis á leiðinni milli Reykjavíkur og Akraness. Sennilega eru þarna á næsta leiti skip, sem mundu reynast hent- ag á þessari leið, en bíla taka þau ekki. Önnur athyglisverð nýjung eru loftpúðaskipin. Bretar hafa reynt þessi farartæki mjög og ’nafa áhuga á að nota þau á leiðinni yfir Ermarsund. Er sjálfsagt fyrir íslendinga að fylgj- ast með þeim tilraunum og athuga, hvort hér er um að ræða nýjung, sem við gætum notað. Hvaifjörður er vissulega mesti farartálmi á landinu. Verður innan skamms að stytta þá leið verulega, livernig sem að því verður i'arið. Til greina kemur að leggja malbikaðan veg fyrir fjörðinn, en það mundi kosta mörg hundruð milljónir króna — og gerist varla á næstu fimm árum eða svo. Þarf því að athúga, hvað fram- kvæmanlegt er í dag og hvað getur leyst málið fyrir næstu 5—10 ár. Síðar þarf ekki að efast um, að hægt verði að velja um mismunandi leiðir, mal- hikaðan veg fyrir Hvalfjörð, ferju yfir fjörðinn og jafnvel ferju beint milii Reykjavíkur og Akra- ness.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.