Alþýðublaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 9
íy ->>v . ÍJÓSV/RK/HZ Bolholti 6, Reykjovik, Simor Í14S9 09 14320, Pósthólf 1288 spenna fyrir orkudreifingu um sveitirnar, ryksugur og flúrskins lampa. Raftækjaverksmiðjan í Hafnar- firði er þannig lang-atkvæðamesti fulitrúinn á sviði íslenzks raf- magnsiðnaðar. Rafgeym ar. Rafgeymaverksmiðjan var sett á stofn í Reykjavík árið 1951 og önn ur í Hafnarfirði um svipað leyti, og eru báðar starfandi enn þá (Pólar h.f. og Rafgeymir h.f.). Og á Hellu á Rangárvöllum er þriðja fyrirtækið í þessari grein (Tækniver). Rafhreyflar. Árið 1953 var sett á stofn í Reykjavík verksmiðja eða verk- stæði til þess að smíða raf- hreyfla. Sama ár var sams konar fyrirtæki stofnað í Hafnarfirði. Það fyrirtæki mun nú lagt niður, en rafhreyflaverkstæðið í Reykja- vík er í fullum gangi. Eru þar framleiddir viðstraums hreyflar, allt að 30 hö. að stærð (Jötunn, eign Sambands ísl; samvinnufé- laga). Kolburstar. Árið 1961 var stofnað verk- stæði í Reykjavík, þar sem ein- göngu eru smíðaðir lcolburstar fyrir rafala og rafhreyfla. Kol- burstar fengust að vísu smíðaðir áður á rafmagnsverkstæðum, en um kerfisbundna framleiðslu var ekki að ræða, og skorti oft á fulinægjandi þjónustu, í þessum efnum. Er verkstæði þetta, þótt lítið sé, hið þarfasta fyrirtæki. Dósir og hólkar. Af raflagnaefni eru dósir og hólkar til samskeyta á pípum næstum hið eina, sem framleitt hefur verið hérlendis, en fram- leiðsla á þessum hlutum hófst hér íyrir um þáð'bil hálfum öðr- um áratug (Blikksmiðja J. B. Pétursson, og seinna smiðja Jón- asar Guðlaugssonar). Rafmagnstöflur. Fyrir nokkrum árum var, að tilhlutan Rafmagnseftirlits ríkis- ins, gerð gagnger breyting á raf- magnstöflum, og varð það til þess að þessi hluti raflagna varð iðn- aðarframleiðsia og innlendur iðnaður (Blikksmiðja J. B. Pét- ursson). Virkjaskápar. Þá má geta þess, að fyrir 12 árum var farið að smíða hérlend- is jvirkjaskápa fyrir háspennu- og lágspennuvirki í orkuverum og spennistöðvum og stórum iðju- verum. Eru skápar þessir smíð- aðir úr plötujárni, og búnir mæli og stýritækjum, ásamt öllum nauðsynlegum tengingum. Var Ólafur Tryggvason verkfræðing- ur sá er fvrstur hóf smíði slíkra skápa hér, en síðar hafa fleiri farið inn á þessa braut, (Rafha, I-jósvirki). Lampar. ' Fyrsta fyrirtækið hér á landi, sem eingöngu bjó til rafmagns- lampa mun vera Raflampagerð- in í Reykjavík, stofnuð 1934, en eftir að flúrskinslampar komu tii sögunnar, er lampasmíði orð- in ailvertdeg iðngrein. Flúrskins- bmijnr eru smíðaðir í Hafnarfirði (Rafha), í Reykiavík (Stálum- búðir h.f. o. fl.l og á Akureyri (Gefjun, rafdeild). Nennljós. Smíði Neon-Ijósaskilta er einn- ig orðin allveruleg iðngrein, þótt aðeins eitt fvrirtæki stundi liana, en það fyrirtæki (Neon rafljósa- gerð) var stofnað árið 1961. Talstöðvar, stofnvarkassar o.fl. Fleira mætti telja upp, svo sem smíði talstöðva á radíóverkstæði Landssímans, smíði á kössum fyr- ir stofnvör og rafmagnstöflur (málmsteypa), vindingaverk- stæði, þar sem eingöngu eða nær eingöngu eru undnar vefjur og settar í rafhreyfla og skipt um straumvénda (,,kommútatora“), og sitthvað fleira, sem hér verður látið staðar numið við. í mörgum tilvikum er fram- leiðslan að meira eða minna leyti fólgin í því að setja saman og fullvinna hluta, sem fluttir eru inn erlendis frá. Lokaorð. Af þessu stutta yfirliti sést, að rafmagnið, sem á undanförnum áratugum hefur orðið æ ríkari þáttur í lífi og starfi þessarar þjóðar, hefur haft í för með sér ýmsan nýjan iðnað, þótt allt verði það eðlilega að teljast í fremur smáum stíl. Eins og að framan segir, er Rafha stærsta iðnfyrirtækið á þessu sviði. í riti, sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli Rafha 1961, er þess getið, að starfs- mannafjöldi hafi að meðaltali verið 54 manns, en síðustu 5 ár- in 80 manns. Hjá öðrum þeim fyrirtækjum, sem hér hafa verið talin upp, hefur starfsmannafjöldinn verið um 10—20 manns, og hjá sumum þeirra ennþá færri. Sum þessara fyrirtækja hafa einatt átt við ýmsa örðugleika að etja, svo sem gjaldeyrisskort, þröngan markað og, einkum síð- ustu árin, Iiarða samkeppni við erlenda innflutta framleiðslu. Guðmundur Marteinsson. í stúku 323 ■ Framleiðum töfluskópa 1 stærri og smæru »erk. Leitið upplýsinga hjó okkur. Töfluskópar í sildarverksmiðjuna Mjölnir h.f. Þorlókshöfn ♦ 17. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.