Alþýðublaðið - 28.09.1966, Síða 11

Alþýðublaðið - 28.09.1966, Síða 11
Valbjörn varð 2. og náði bezta árangri ársins, hann stökk 4,20 á stöng og sigraði. Chelsea hefur for- ystu í I. deild Chelsea hefur nú forystu í I. deild ensku knattspyrnunnar. Þeir sigruðu Arsenal á laugardag með 3-1 og hafa ekki tapað leik á keppn istímabilinu. Tambling, sem skor aði fimm af mörkum Chelsea í síðustu viku bætti tveim við í leiknum á laugardag. Stoke er í öðru sæti og vann West Bromwich með 1-0. Úrslit um helgina: I. deild. Blackpool—Manshester C. 0-1. Chelsea—Arsenal 3-1. Leeds— Ev eton 1-1. Leicster—Aston Villa 5-0. Liverpool—Sunderland 2-2 Manchester U.—Burnley 4-1. Néw castle—Fulham 1-1. Sheffield W. —Sheffield U. 2-2, Tottenham — Nottingham F. 2-1. West Bromwieh —Stoke 0-1. Westham Ham—So uthhampton 2-2 . t II deild. f- Birmingham—Rother- ham 2-3. Blackburn—Ipswich 1-2. Boltouu, Framhald á 15. síðu. Vr--i Frá frriggjalandakeppninni í tugjjraut: Svíþjöð vann, en Island hlauf 2. sæti og vann Dani Ólafur Gudmundsson setti tvö unglingamet ÍSLENZKU tugþrautarmennirn-) ir, sem þátt tóku í þriggja landa keppninni í Olofström í Svíþjóð um helgina stóðu sig með ágætum. Að vísu sigruðu Svíar naumlega en íslenzka sveitin vann Dani ör ugglega. Svíþjóð hlaut 20638 stig, ísland kom næst með 20417 stig, en Danir voru þriðju með 20113 stig. Valbjörn Þorláksson varð annar í keppninni á eftir hinum efni lega Dana, Jens Schmidt Jens en, sem hlaut 7112 stig og setti glæsilegt danskt met. Valbjörn hlaut 6949 stig, sem er hans bezti árangur á árinu og bezti árangur íslendings í sumar. Þegar tekið er tillit til þess, að Valbjörn hefur lítið getað æft í mánuð vegna meiðsla er árangur hans góður. Hann reyndi að fylgja Dananum eftir í síðustu grein tugþrautarinn ar ,1500 m. hlaupinu, en þegar hlaupið var rúmlega hálfnað var hann hreinlega þrotinn að kröft um og náði lakari tíma en venju- lega enda var byrjunarhraðinn of mikill fyrir Valbjörn. Ólafur Guðmundsson stóð sig mjög vel og hafði forystu eftir fyrri dag og lauk keppninni á nýju glæsilegu unglingameti, hlaut 6750 stig. Gamla metið átti Kjart an Guðjónsson. 6703 stig. Þess má geta hér, að sænska unglinga metið er mun lakara erf afrek Ó1 afs. Ólafur sigraði í fjórum grein um tugþrautarinnar og náði sín um bezta árangri í tveim greinum í fyrsta lagi í langstökki, en þar setti hann nýtt unglingamet, stökk 7,23 m. Gamla metið átti Þor- valdur Jónasson KR, en það var 7,16 m. Þá náði Ólafur sínum bezta árangri í hástökki, stökk 1,75 m. Loks náði Ólafur sínum bezta árangri í tugþrautarkeppni í sex greinum. Kjartan Guðjónsson hefur að- eins einu sinni náð betra afreki í tugþraut. Hann hlaut nú 6718 stig Kjartan hóf keppnina heldur illa, en sótti sig mjög síðari daginn og náði þá sínum bezta árangri í tveimur greinum, stangarstökki stökk 3,65 m. og í 1500 m. hlaupi hljóp á 4.47,3 mín. Eftir fyrri dag keppninnar höfðu íslendingar hlotið tveim stig um meira en Svíar 10626 gegn 10624. Svíar tóku forystu í fyrstu gein síðari dags, 110 m. grinda- hlaupi. Eftir það sóttu íslending ar mjög á og þegar síðasta greinin hófst var munurinn aðeins 70 stig 19077 stig 19007. Svíarnir voru sterkari í 1500 m. hlaupinu og þó börðust landarnir mjög vel, en við ofurefli var að etja. Sænskir frjáls íþróttaleiðtogar voru ánægðir með árangur sinna manná, af fjórum keppendum náðu þrír sínum bezta árangri, og sá fjórði sinni næst beztu tugþraut. Tveir af Svíunum voru nálægt því að bæta þrjátíu ára gamalt met Olle Bexell. Að keppni lokinni hélt bæjar stjórn Olofström samsæti, þar voru ræður fluttar og skipzt á gjöfum. ÚRSLIT: Jens S. Jensen D. 7112 stig danskt met. Valbjörn Þorláksson, í. 6949 stig. J. O. Lindkvist S. 6948 stig T. Carbe, S. 6860 stig. Á. Mattisson S. 6830 stig. Ólafur Guðm.s. í. 6750 (ísl. ungl. met.) Kjartan Guðjónsson í., 6718 stig Preben Olsen D. 6560,. stig. Börge Nilsen D. 6441 stig. Árangur vara manna: Per von Scheele S. 6791, A. SUnksen D. 6349. Árangur Islendinga í einstök- um greinum: Valbjörn Þorláksson: 100 m. hlaup 11,3 sek. langstökk: 6,76 m., kúluvarp 13.01 m. hástökk 1,78 m., 400 m. hlaup 51,0 sek. 110 m. grindahlaup 15,8 sek., kringlukast 37,48 m., stangarstökk 4,20 m. spjótkast 60,50 m. og 1500 m. hlaup 5:15,2 mín. Ólafur Guðmundsson: 11,0 — 7,23 — 10,99 - 1,75 - 49,9 — 16,6 — 30,82 — 3,40 — 52,93 - 4:28,3. Kjartan Guðjónsson: 11,6 — 6,42 — 13,18 — 1,84 — 54,1 — 16,2 — 38,56 — 3,65 — 58,82 - 4:47,3. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON. setti 2 unglingamet. KJARTAN GUÐJÓNSSON næstbezta tugþrautarafrekið 28. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ||jh

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.