Alþýðublaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 6
Auðvitað ert þú mesti fyrirmyndar eiginmaður í víðri veröld. Þú hlýðir andaktugur á hvert ein- asta guilkorn, sem hrýtur af vörum konu þinnar. Þú kemur alltaf öðru hverju með eitthvað óvænt handa henni. Þú ert um- burðarlyndastur allra eig- inmanna. Þú svíkst aldrei um að raka þig fyrir há- degismatinn á sunnudög- um, — já, — þú ert sann- arlega ' gæddur öllum þeim dyggðum* sem góð- an eiginmann mega prýða. Svaraðu spurningunum hér á sfðunni — áður en konan þín kemst í bær. 1. Hver eftirtalinna eiginleika telur þú að sé ákjósanlegastur hjá fyrirmyndar eiginmanni? a) að vera vel til fara •b) að vera þolinmóður og skilningsríkur 'c) að standa hótt í mannfé- lagsstiganum d) að hafa ábyrgðartilfinningu e) að þykja vænt um börn f) að vera metorðagjarn g) láta fjölskyldulífið sitja í fyrirrúmi fyrir metorða- girndinni i 2. Hvaða eiginleikar skipta mestu máli hjá eiginkonunni? Á hún að vera: a) uppáfinningasöm og skemmtileg b) kynþokkafull gyðja c) góð og skilningsrík móðir d) þykja vænt um börn? e) góður félagi 3. Þú gleymdir brúðkaupsdcg- inum ykkar. Hvernig er bezt að bjarga málinu? a) segja við hana: Það er hver einasti dagur hátíðisdagur í samlífi okkar b) viðurkenna gleymskuna og þykja það leiðinlegt c) verða gramur yfir því að vera minntur á minnisleys- ið, eða kæruleysið 4. Ert þú maðurinn, sem a) „er sannarlega maður til að sjá fyrir konu sinni”? b) ekki gæti þolað, að kona hans hefði betri eða betur borgaða stöðu en hann sjálf- ur c) hjálpar konunni við hús- verkin, ef hún vinnur úti eins og þú 5. Ef konan dáist að yfirmanni sínum : a) verður þú þá afbrýðissamur og bannar henni að minnast . á hann b) vilt gjarnan heyra um hans ágætu eiginleika og hefðir ekki á móti því að hitta hann við tækifæri c) finnst þér stöðu þinni sem húsbónda ógnað — og biður þú konuna um að fá sér annað starf 6. Dagurinn Þ vinnunni var erf- iöur: a) ertu geðvondur, þegar þú kemur heim, og læturðu konuna og börnin óspart finna það? b) reynirðu að bæla geðvonzk- una niður og hugsar sem svo: Það skal enginn taka eftir rieinu óvenjulegu c) ræðirðu málin í rólegheitum við konu þína seinna um kvöldið d) eða heldurðu fjölskyldunni alveg fyrir utan vandamál vinnunnar 7. Konan þín hefur þegið boð fyrir þína hönd um fjölskyldu- heimsókn til hennar fólks: a) Skamníastu í marga daga fyrirfrám, en ferð samt, er þar að kemur b) neitarðu að fara, og þvingar konuna til að senda afboð, þótt það komi henni í tals- verð vandræði c) læturðu í ljós ánægju konu þinnar vegna 8. Þér berast fréttir, eða kjaftasögur um einhver atvik í lífi konu þinnar áður en þið kynntust, sem hún aldrei hefur minnzt á. Hvað gerirðu? a) kannar málið án vitundar hennar b) spyrð hana nánar um það í ró og næði c) lítur svo á að það, sem skeði áður en þið giftuð ykkur, komi þér ekki við d) sakar hana um að hafa leynt þig einhverju, sem máli skipti 9. Þið eruð í gleðskap, og þú ert ekkert dansljón, en konan dansar hins vegar mikið við hina og þessa. Hvernig bregzt þú við? a) leyfir henni óátalið að dansa eins og hún vill b) skemmir fyrir henni með því að heimta að þið farið snemma heim c) finnst heiður að því, að kon- an þín skuli vera svona vin- sæl d) ertu fúll við hana í fleiri daga á eftir 10. Hvers konar kýmnigáfu hefur þú? (svarist með já eða nei): a) Skellihlærðu, ef þið eruð að fara í samkvæmi og renni lás á kjól konu þinnar bil- ar rétt áður en þið eruð að leggja af stað b) hefurðu skemmtun af því, ef krakkarnir þínir hafa svarað geðvondu kerling- unni í næsta húsi sniðug- lega, en þó ekki með fullri kurteisi c) finnst þér sniðugt, ef konan þín hrasar á götu? d) geturðu hlegið, ef þú sjálfur mismælir þig illilega 11. Hvaða afstöðu hefurðu til klæðnaðar konu þinnar (svarið öllu): a) heimtar að hún klæði sig eins og þér finnst fallegt b) tekurðu ef til vill alls ekki eftir því hvernig hún lítur út c) viltu að konan þín sé vel- klædd, -jafnvel þótt það kosti dálítið d) ertu stoltur, eða verðurðu vandræðalegur, ef konan þín vekur athygli fyrir að vera vel og smekklega klædd 12. Hvernig ertu á morgnana: a) leyfirðu konunni óátalið, að 6 vera svolítið súi'ri, þegar þið eruð nývöknuð b) heimtarðu að hún stjani við þig, ef þið bæði viljið lúra fram eftir (svarið báðum) 13: Læturðu konuna um að- skapa huggulegt andrúmsloft á • heimilinu: a) Kemurðu stundum óvænt heim með flösku af borðvíni á leiðinlegum miðvikudegi b) sleppirðu því að raka þig- og bursta tennurnar á sunnu dögum, þegar þú ætlar „bara að vera heima.” 1 c) hugsarðu vel um börnin, ef þú ert barnapía, meðan hún fer í saumaklúbb 14. Ferðu oft út einn, og á hvaða forsendum : a) nei b) Já, vegna þess að hjón hafa rétt til ákveðins einkalífs hvort um sig. c) til að sýna vinum þínum að þú sért ekki konuþræll d) af því að konan vill helzt alltaf vera heima e) af því að það eru alltaf svo mikil læti í krökkunum? 15. Hefur þú síðastliðinn mánuð af sjálfsdáðun. a) komið krökkunum í rúmið b) þvegið upp eftir matinn c) fært frúnni morgunkaffi í í'úmið' d) gert við ýmislegt smálegt á heimilinu (kross fyrir hvert jákvætt svar) j 16. Ef konan hefur eytt um- fram það sem henni var ætlað til að framreiða eftirlætismatinn þinn, segirðu þá: a) heldur þú, að peningar vaxi Framhald á bls. 11 5. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.