Alþýðublaðið - 11.10.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1966, Síða 4
EOÉims' Rilstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjórnarfull- trúl: íaom' Guönason. — Simar: 14900-14903 — Auglýslngasími: 14903. ASsetur AlþýBuhúslB vlB Hverflsgötu, Reykjavík. — Pr*ntsmi8ja AlþýBu blaBslns. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7.00 elntakiS. Utgefandl AlþýSuflokkurlml. NÝJAR LEIÐIR Alþingi íslendinga kom saman til funda að nýju í gær eftir sumarhlé. Eins og endranær bíða Alþing- is mörg verkefni og vandleyst, sem leiða verður til lykta á farsælan hátt fyrir þjóðina í heild. Kosningar til Alþingis fara fram næsta vor og tnun sú staðreynd vafalaust setja sinn svip á stjóm- málabaráttuna í vetur. Kaupgjalds- og verðlagsmál- in mun bera hæst á næstunni, en samningaumleitanir standa nú yfir. ( ( Rík ástæða er til að ætla að sjaldan eða aldrei, hafi verið betri skilyrði til að vinna að stöðvun verðbólguþróunarinnar en nú er> og því ber að fagna, að svo virðist sem mjög vaxandi skilningur ríki nú á nauðsyn þess að stöðva þessa þróun. \ í haust náðist samkomulag við bændur um mjög hóflega hækkun búvöruverðs og nýlega náðist at- 4yglisvert samkomulag um síldarverðið, en þar tóku ■«. s|ómenn og útvegsmenn á sig hluta þeirrar lækkun- ár, sem fyrirsjáanleg var og sýndu þar bæði skiln- mg og hófsemi. þótt ekki vantaði, að þeir væru öspart hyattir til að loka augum fyrir þeim stað- 'eyndum, sem við blöstu. Þá vofði fyrir helgina yfir verkfall bókagerðarmanna, en einnig þar náð- st athyglisvert samkomulag um mikla vinnutíma- : itytfingu í áföngum. Einnig þarna var farið skyn- samlega í sakimar. Ríkisstjórnin hefur allan sinn valdatíma gert fnargvíslegar tilraunir til að stöðva verðbólguna. Ekkert hefur megnað að stöðva þróunina alveg eða draga eins mikið úr henni og talið hefur verið áeskilegt, en það þýðir ekki eins og stjómarandstað- an hefur haldið fram, að þessar aðgerðir hafi ekk- ert haft að segja. Þvert á móti, margar af þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir, liafa haft mjög heillavænleg áhrif, þótt oft hafi skort nauðsynlega samstöðu til þess að áhrifin nytu sín til fulls’ en nú virðasf betri horfur á því en éndranær, að bessi samstaða sé fyrir hendi, og þess- ýegna ber að nýta alla möguleika til að skapa sam- komulag og frið, sem verða mætti til bess að stöðva yerðbólguhjólið, sem allir eru sammála um að snú- ist of hratt. * i» * : Ymiskonar tímabundpir erfiðleikar blasa nú við. ÍYerðlag hefur lækkað á helztu útflutningsafurðum pkkar, og því getum við ekki, eins og lengi hefur ýerið mögulegt, látið verðhækkanir erlendis vega & móti kostnaðarhækkunum innalands. Því verður nú að freista þess að fara nýjar leiðir og skapa samkomulag um allsherjar aðgerðir til að mæta jþessum tímabundnu erfiðleikum. " ; Mörg önnur mál eru ofarlega á baugi við hlið kaupgjalds- og verðlagsmála og vonandi ber Alþingi gæfu til að leiða þau öll farsællega til lykta. 4 11. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Massey-Ferguson gröfu- og mokstu rssamstæður Óþarft er að fjölyrða um MF gröfu- og moksturssamstæðurnar. Þær eru þegar vel þekktar af öll- um, sem framkvæmdir hafa met höndum, enda fleiri MF samstæður í notkun hér á landi en af nokkurr’ annarri tegund. Þar sem verð á MF samstæðurr mun hækka nokkuð á næstunni, þá höfum við tryggt okkur nokkr ar samstæður, sem hægt er að af_ greiða aftur u, þ. b. viku, frá því að pöntun berst okkur í hendur. Viljum við því hvetja alla verk taka og einstaklinga, sem hafa í hyggju að festa kaup á gröfu- og mokstursamstæðu, að hafa sam- band við okkur sem fyrst. Biðjið um nánari upplýsingar strax. 2>Aoi£a4véla^ 4/ Suðurlandsbraut 6 — sí ini 38540, Reykjavík. mm ★ DAGHEIMILI OG LEIKSKÓLAR. Okkur hefur borizt bréf frá B. S.: „Ung húsmóðir skrifar í Velvakanda, 4. okt, sl. um dag- heimili Sumargjafar. — Meira réttnefni undir- skriftar sýnist mér hefði verið: Ungur „bisness- h/aður.“ — Skrif hinnar ungu húsmóður eru sam sett af svo miklum ókunnugleik á allri starfsemi og tilgangi dagheimila og leikskóla, að erfitt er að trúa því að nokkur sem einhverntíma hefur haft barn hjá Sumargjöf haldi þar um penna, ef til vill er heldur ekki svo. , Ung húsmóðir talar um dagheimili Sum- argjafar, en á sýnilega við leikskólana — Dag- heimili og leikskólar er ekki það sama. Hún talar um að dvalartími á leikskólum sé of stuttur og vill lengja hann. — í nágrannalöndum okkar, t. d. Norðurlöndunum, starfa leikskólar yfirleitt bara frá kl. 10—2 — og ekki á öðrum tímum. Hvaðv segir ung húsmóðir um það? Hjá Sumargjöf starfa þeir frá kl. 9—12 og 1—6 eða 3 klukkutíma fyrir hádegi og fimm klukkutíma eftir hádegi. — Það mun vera almennt álit sálfræðinga og annarra sem um þessi mál íjalla af þekkingu, að 5 klukkutímar sé helzt til langur daglegur dvalartími fyrir 3—5 ára börn.. Ung húsmóðir vill hins vegar lengja þennan tíma og talar í því sambandi um ófullkomna þjónustu við útivinnu-konur. — Sumargjöf hefur reynt að miða sína þjónustu fyrst og fremst við hag og þarfir barnanna, en ekki fyrst og fremst við pyngju foreldranna. ★ EKKI FRYSTIKISTUR. Þó að dagheimili og leikskólar séu góðar og nauðsynlegar stofnanir í nútíma þjóðfélagi eru góð heimili þó alltaf þáð bezta. Foreldrar ættu líka að varaát að líta á barnaheimili, sem ein- hverja himneska frystikistu, þar sem hægt sé að stinga börnum inn, ef á liggur, og geyma þau þar, svo eða svo lengi, og eftir því sem liægt sé að geyma barnið lengur á heimilinu óskemmt, sé heimilið betra eða veiti betri þjónustu, eins og ung húsmóðir orðar það. — Þeir, sem gefa sér tíma til að stofna heimili og eiga börn, verða líka að hafa tíma til að ala þau upp, þó sjálfsagt sé að barnaheimili veiti þar einhverja aðstoð. — Ung húsmóðir kvartar yfir því, að saekja þurfi börnin fyrir klukkan sex á kvöldin og sé það óþægilegt fyrir konur, sem vinni til klukkan sex. — í dag er rifizt um hverj.a vinnandi hönd og má því merki- legt heita, ef ekki er hægt að sémja við atvinnu- rekanda um að hverfá nokkrum mínútum fyrr af vinnustað en liin almenna regla segir til um. — Annars er líka að gæta varðandi kröfu ungrar hús- móður, þær sem passa börnin hafa umsaminn vinnutíma, sem þær vilja að sé virtur. — Krafa ungrar húsmóður, burt séð frá uppeldislegu hlið málsins, myndi hækka dvalargjald fyrir barn hennar sjálfsagt meira en það myndi kosta hana að fá að sleppa nokkrum mínútum fyrr af vinnu- stað og ætti að elta lokunartíma á hverjum ein- um vinnustað, gæti dvöl sumra barna orðið nokk uð löng. - ★ STYTTRI DVALARTÍMI. Ég verð að hryggja unga húsmóður með því, að meira er nú rætt um það hjá Sumargjöf að stytta dvalartíma barnanna, heldur en að lengja hann. — Fullorðnir keppa að 40 stunda vinnuviku. Dvöl barns á barnaheimili má líta á sem starf, vinnu. Því skyldu 3—5 ára börn ekki keppa að 20 stunda vinnuviku. — Ef úr því verður að dvalartími á leikskólum eftir hádegi verði styttur, mun litið á það sem betri þjónustu við börnin, en ekki öfugt eins og ung húsmóðir virðist álíta. — Ungri húsmóður til enn betri glöggvun- ár skal bent á að allar upplýsingar varðandi inn- •itun, opnunar og lokunartíma dagheimila og leik- ikóla, er hægt að fá hjá forstöðukonum Sumar- gjafar og á skrifstofu félagsins, Fornhaga 8, þarf þá ekkert a@ fara milli mála, hverjar þær reglur eru sem unnið er eftir, og hvers vegna eitt er svona og annað á hinn veginn í starfsemi fé- lagsins.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.