Alþýðublaðið - 11.10.1966, Síða 7
Þýzkalandsferð ungra jafnaðarmanna sl. sumar
Sextán ungir jafnaðarmenn
lögðu upp í 20 daga ferð suður
á bóginn þann 29. júlí síðastlið-
inn. Ferðinni var heitið til Þýzka-
lands að þiggja þar heimboð
vestuiVþýzka verkalýðssambands-
ins, „Deutsche Gewerkschafts
Bund". Dvöldust þeir í nágrenni
Hamborgar, Hamborg sjálfri og
Vestur-Berlín. Þeir heimsóttu Lú-
beck, Ratzeburg og Schwarzen-
bek og þágu móttökur æskulýðs-
fulltrúa og ráðamanna í fyrr-
greindum borgum. Allar þessar
borgir eru á landamærum Vestur-
og Austur-Þýzkalands.
Tiidrög ferðar þessarar eru þau,
að fyrr á þessu sumri sótti hópur
ungs fólks úr ungmennasamtök-
um þýzka verkalýðssámbandsins,
„Deutsche Gewerkschafs Jugend,”
íslenzka jafnaðarmenn heim. Þjóð
verjarnir hlýddu hér á fyrirlestra
um verkalýðs- og þjóðfélagsmál,
heimsóttu vinnustaði og ferðuðust
um landið. Þeir voru til dæmis á
landsmóti Iðnnemasambands ís-
lands, er háð var í Vaglaskógi í
öndverðum júlímánu'ði. Þannig
kynntust þeir íslenzkum málefnum
frá ýmsum hliðum.
Með heimsókn þessari hófst sam-
vinna og vinátta var tengd milli
ungs fólks af ólíku þjóðerni. —
Samskipti þessi gefa ungu fólki
af ólíku þjóðerni tækifæri til að
kynnast lífi, siðum og vandamál-
um hvers annars. Ekki verður í
efa dregið, livern ávöxt slík sam-
skipti og gagnkvæm kynning get-
ur borið. Allar þjóðir eiga við
sín vandamál að stríða, þó að oft
sé lífsbaráttan sú hin sama, hvar
sem hún er háð í heiminum.
íslenzku jafnaðarmennirnir
dvöldu í fimmtán ’daga í Þýzka-
landi. Fyrri vikuna dvöldu þeir á
ungmennaheimili í Lútjensee,
skammt utan við Hamborg. Heim-
íli þetta er eign þýzka verkalýðs-
sambandsins, DGB, og er það not-
að til hvers konar ungmennastarf-
semi innan sambandsins. Þar
hlýddu íslenzku þátttakendurnir á
fyrirlestra um verkalýðs- og þjóð-
félagsmál auk fyrirlestra um
Þýzkaland dagsins í dág.
Vestur-þýzka verkalýðssam-
bandið er í mörgu tilliti frábrugð-
ið uppbyggingu Alþýðusambands
Islands, þó að hlutverkið sé ó-
neitanlega hið sama. En það á
ekki síður en á íslandi mikilvægu
hlutverki að gegna. Saga þess
hefst í lok síðari heimsstyrjaldar-
innar, þegar enn rýkur úr rúst-
um Hitlers-Þýzkalands. Það ork-
ar ©kki tvimælis, að róðurinn hef-
ur verið erfiður fyrir lúnn vinn-
andi mann í Þýzkalandi, sem var
þá .fær til nokkurs starfa, er djöf-
túleik nazistatímabilsins linnti.
Það var ekki aðeins nauðsyn-
legt að byggja upp sterkt verka-
Jýðssamband til þess að tryggja
kjör fólksins, heldur hafði það
og því hlutverki að gegna að end-
urvekja virðinguna fyrir lýðræði
og virðinguna fyrir manninum
sjálfum. Þetta samband alls vinn-
andi fólks í Þýzkalandi án tillits
til þess, hvort um hafnarverka-
mann eða háskólakennara er að
ræða, varð strax í upphafi öflug-
ur bakhjallur Alþýðuflokks Vest-
ur-Þýzkalands. Margir forystu-
manna hans og sömuleiðis for-
ystumanna verkalýðssamtakanna
máttu þola písl og þjáningu á
meðan nazistar fóru með völd. —
Sátu sumir þeirra í fangelsum,
aðrir voru ofsóttir af lögreglunni.
Margir þeirra hvíla nú undir
grænni torfu.
Þó að tuttúgu og eitt ár sé nú
liðið frá lokum hildarleiksins og
nýtt Þýzkaland sé risið upp af
rústum hins niðurlægða Þýzka-
iands Hitlers og Görings, eiga
þeir, sem mest börðust gegn naz-
ismanum á sínum tíma, við erf-
iðleika að etja. Hitler þurrkaði
út lýðræðið í huga fólksins og af-
máði alla virðingu fyrir rétti og
frelsi einstaklingsins. Þess vegna
eru margir enn þann dag í dag
sem ekki skilja þá knýjandi þörf,
að allt vinnandi fólk taki höndum
saman í verkalýðshreyfingunni til
þess til dæmis að tryggja lýðræðið
á vinnustöðum og knýja fram
öryggi fjölskyldunnar. En virðing
verkalýðsfélaganna eykst stöðugt.
Þáttur ungmennanna í þýzku
verkalýðshreyfingunni er merkur.
Ef til vill er ungmennum Þýzka-
lands lögð þyngri byrði á herðar
en ungmennum nokkurrar ann-
arrar þjóðar. Ungur maður, sem
í dag er á milli tvítugs og þrí-
tugs, verður ekki dreginn til á-
byrgðar fyrir óheillaverk, sem
framin voru áður eða um það
leyti að hann fæðist. En það er
Mynd þessi var tekin á síðasta þingi SUJ, sem hald’ió var á Akureyri. Sýnir myndin Hrafnkel Ásgeirs_
son lögfr. í ræðustól. Aðrir á myndinni: Guðmund-ur í. Guðmundsson, núverandi ambassador, Georg.
Tryggvason stud, jur. og Sigurður Guðmundsson forseta SUJ.
Helgi Helgasou.
einmitt þessi ungi maður, sem get-
ur fyrirbyggt, að slíkt endurtaki
sig. Það er einmitt hlutverk og
köllun hins unga manns í DGB
Jugend.
Ungmennastarfsemi í Vestur-
Þýzkalandi er með miklum blóma.
Þar virðist ríkja ríkur skilningur
á mikilvægi víðtækrar æskulýðs-
starfsemi. íslendingarnir heirn-
sóttu til að nefna aðalstöðvar allr-
ar ungmennastarfsemi Stór-Ham-
borgar. Eru þær staðsettar á ein-
hverjum fegursta stað Hamborg-
ar. Áður en ungmennahús þessi.
voru reist, vildi bandarískur auð-
hringur kaupa svæðið, sém þau
standa á, fyrir milljónir marka.
Vildu þeir reisa þar stórt og viða-
mikið hótel. En skilningur stjórn-
arvaldanna á öflugri æskulýðs-
starfsemi var þyngri á metaskál-
unum. Máli þessu lyktaði á þarrn
veg, að hið opinbera hafnaði til-
boði amerísku auðkýfinganna, —
þannig, að í dag eru aðalstöðvar
allrar æskulýðsstarfsemi Ham-
borgar og nágrenni hennar stað-
settar á þessum fallega stað.
íslenzku jafnaðarmennirnir
heimsóttu einnig Berlín, sem fyrr
á tímum var oft kölluð hjarta
Evrópu. í dag er hún höfuðborg
í útlegð, umgirt gaddavírsgirðing-
um og skipt í tvo hluta með múr-
vegg og vopnuðum landamæra-
vörðum. Annars vegar býu- fólkið
við frelsi og; öryggi, en hins veg-
ar við lögregluríki kommúnism-
ans. Þeim mismun, sem er á Vest-
I ur- og Austur-Berlín, verður ekki
I lýst í fáeinum orðum. Þá fyrst
verður ókunnugum ljóst, hver vá-
gestur kommúnisminn er, þegar
hann sér með eigin augum hinn
augljósa mismun frelsis og hlekkja.
Það gegnir engri furðu, að jafn-
vel nafntogaðir kommúnistar
hafa látið af skoðun
sinni, er þeir hafa staðið aug-
liti til auglitis við alvopnaða út-
verði kommúnismans við Berlín-
armúrinn. Þýzkalandsfararnir
áttu þar tækifæri að virða fyrir
sér þetta óvéfengjanlega tákn
þeirra þjóðfélagshátta, er ríkj-
andi eru austan járntjalds. Það
er reyndar merkilegt, að slíkt
skuli vera til.
Ferðin til Þýzkalands er dýr-
mæt reynsla fyrir ungan mann.
Þess er að vænta, að fleiri ungir
jafnaðarmenn verði þeirri sömu
re.vnslu ríkari á komandi árum.
Samskipti slík sem þessi á milli
ungs fólks af ólíku þjóðerni eyk-
ur skilning á fjarlægum vanda-
málum. Það fellur í hlut ungs
fólks að leysa þau vandamál, sem
ekki eru leyst í dag. Einmitt þess
vegna er mikilvægt, að unga fólk-
ið geri sér grein fyrir aðsteðj-
andi vandamálum í tíma. Friður-
1 inn verður bezt tryggður með
; gagnkvæmri þekkingu þjóða á
t meðal. Æska Evrópu þráir ævar-
| andi frið. Stríð eru tilgangslaus
í þeirra augum. Það skilur maður
bezt, þegar ungt fólk, sem hundr-
uð mílna skilja að, tengist vina-
böndum. Það er í anda jafnaðar-
j stefnunnar, að til þeirra sé efnt.
j íslenzku jafnaðarmennirnir
! héldu heimleiðis eftir fimmtán
daga dvöl í Þýzkalandi mörgum
vinum ríkari, sjóndeildarhringur
þeirra er víðari og þekkin^þeirra
meiri. Á sumri komanda eru
þýzkir vinir væntanlegir, og ann-
ar hópur ungra jafnaðarmanna
kemur reynslunni ríkari heim
eftir dvöl meðal góðra vina.
Helgi E. Helgason.
Þingið verður i;
í nóvember
$
21. þing SUJ verður haldiðz
i í byrjun nóv. n.k liér í Reykjaf
vík. Þingið verður að öllum (
líkindum fjölmennt og starf-(i
samt, því nú er ætlunin að sam
þykkja nýja stefnuskrá. 11
Nefndir hafa undanfarið ár
| uiiniþ að endurskoðun stefnu-
I skrárinnra cg er líklegt að
1 mörg atriði hennar veki miklá
? athygli.
Erlendir gestir verða á þingá
) inu m.a. Martti Poysale nú-l1
Iveraþöf formaður Æskulýðs-*.
tamtaka norræna jafnaðar-' >
manna. Nú verður sá hátturi
hafður á að allir þingfuHtrú-!1
ar greiða ferðajöfnunargjaid! j*
til að gera sem flestum full-l
trúum utan af landi kleyft að>
sækja þingið. l|
11. október 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ J