Alþýðublaðið - 11.10.1966, Page 9
rannsóknir á sjálfri rannsóknar-
nefnd Warrens iiæstaróttarfor-
seta. Hann hefur skorað á þing-'
ið að skipa nefnd 10 manna til að
rannsaka tovort störf Warren-
nefndarinnar hafi verið jafnítar-
leg og jafnhlutlæg og talið hefur
verið til þessa. Tilgangurinn
skuli ekki aðallega vera sá, að
rannsaka hvort það hafi verið Os
wald, er myrti Kennedy forseta,
heldur hvort skýrsla nefndarinnar
tíl bandarísku þjóðarinnar sé verð
þess trausts, sem var forsenda
stiarfs hennar og starf herþar
hefði átt að vekja.
Ósenniiegt er, að Kupferman
takist að knýja fram kröfu sína
á yfirstandandi þingi. í Warren-
nefndinni áttu sæti fjórir úr hópi
virtustu leiðtoga Þjóðþingsins,
demókratarnir Hale Boggs og
Richard Russel og repúhliki^?(-
arnir Gerald Ford og John Sehr-
man Cooper. Þeir munu líta á
„rannsókn á starfi rannsóknar-
nefndarinnar“ sem yfirlýsingu
um, að þeir hafi ekki verið starfi
sínu vaxnir En ekki er loku fyrir
það skotið, að krafan verði borin
fram að nýju á næsta þingi og ef
til vill af meiri þunga.
Þessi krafa hefur einnig verið
borin fram af Riehard Good-
win, einum . nánasta samverka-
manni Kennedys forseta og aðal
ræðuhöfundi Johnsons forseta
um langt skeið, og áhrifamiklum
manni úr liði því sem nú starfar
fyrir og með Robert Kennedy öld-
ungardeildarmanni.
Þegar þingið kemur saman má
búast við að baksvið kröfunnar
um nýja rannsókn hafi breytzt.
Um svipað leyti einhvertíma í
janúar kemur út sú bók um
Kennedymorðið, sem mesta at
hygli mun vekja. Bók þessi, sem
fjallar um baksvið morðsins og
afleiðingar , þess, hefur vakið
gífurlega athygli mörgum mán-
uðum áður en hún kemur út.
★ HLUTVERK JOHNSONS
Höfundur bókarinnar er Willi-
am Manchester og er bókin skrif-
uð í umboði ekkju forsetans,
Jtícqueline Kennedy, og allrar
Kennedyfjölskyldunnar. Bcfkin
mun kallast „The Death of a
President", og Kennedyfjölskyld-
an telur þessa bók svo mikilvæga
að hún hefur beint þeim tilmæl-
um til annarra rithöfunda m.a.
James Bishops, að fresta útkomu
annarra bóka um sama efni.
Willam Manchester hefur lagt
gífurlega vinnu í bók sína. Hann
hefur talað við rúmlega 1000
vitni að morðinu og menn sem
viðriðnir voru rannsóknarstörf
Warrennefndarinnar og lögreglunn
ar. Warrenenfndin yfirheyrði
aðeins 532 vitni.
„Nefndin eilnbeitti sér að á-
kvarða morðingjann,“ segir Man
chester, „Starf hennar var til
fyrirmyndar, en henni tókst
ekki að svara öllum spurningum.
í raun og veru er Oswald aðeins
aukapersóna í lharmlei,knum.“,
Manchester er einnig þeirrar
skoðunar, að Oswald hafi einn
d.rýgt morðið. En hanín fjallar
ítarlega um feril hins meinta
forsetamorðingja og atburði þá,
sem gerðust þar til morðið var
framið. Hann lýsir t.d. í smáatrið-
um öllu því sem á daga Kenne-
Framliald á bls. 10
tri); Allen Dulles fyrrum yfirmaður bau larísku leyniþjónustunnar, þingmennirnir Bobbs og Cooper, Eearl
Jssel öldungadeiidarmaður, John McCloy fyrrum sendiherra og Gerald Ford þingmaöur.
sYning
á máluðum kortum og bréfum eftir þýzka
listamen-n er opin daglega í Bogasal Þióð-
minjasafnsins frá kl. 14,00 til 22.00 til sunnu
dagsins 16. þ. m. Aðgangur ókeypis.
GERMANÍA.
STÚLKA
óskast til skrifstofustarfa. — Góð vélritunar-
kunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar í síma 30955.
ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS.
ATVINNA
2 vanar saumastúlkur vantar í verksmiðju
vora nú þegar.
Vinnufatagerð íslands
Þverholti 17.
VERKAMENN
HAFNARFIRÐI
Viljum ráða nokkra verkamenn nú þegar.
Upplýsingar gefur verkstjóri.
Rafveita Hafnarfjarðar
ANDRÉS auglýsir
Erlend karlmannaföt frá kr. 1.390.- til kr. 1.990 -
Stakir jakkar kr. 975.-
Stakar terylenebuxur frá kr. 575.- til kr. 770.-
☆-----
Drengja- og unglingaföt frá kr. 1.200.- til
kr. 1.650.-
Stakir jakkar frá kr. 700.- til kr. 775.- -
Stakar terylenebuxur frá kr. 450.- til kr„ 565 -
Föt úr enskum efnum, mjög hagstætt verð.
Klæðist ódýrt
Áskriftasíminn er 14901
11. október 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 9