Alþýðublaðið - 11.10.1966, Síða 14
Nauðungaruppboð
annað og síðasta, á húseigninni Fagrabæ 15,
hér í borg, þingl. eign Þorláks Ásgeirssonar,
fer fram á eigninni sjálfri, laugardaginn 15.
október 1966, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta, á hluta í Laugalæk 1, hér
í borg, þingl. eign Jónasar Ástráðssonar fáð-
ur hluti í Laugameshverfi 76), fer fram á
eigninni sjálfri> laugardagmn 15 október 1966
kl. 2.30 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
RÖSKIR SENDISVEINAR
óskast hálfan eða allan daginn.
Talið við afgreiðsluna, sími 14900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
Áskriftasími AlþýgublaSsins er 14900
ORÐSENDING
FRÁ
OLÍUFÉLÖGUNUM
Til viðbótar áður auglýstum söluskilmálum olíufélaganna hefir verið ákveð-
ið að gefa viðskiptamönnum kost á ef drfarandi greiðsluhætti:
„Viðskiptamenn; sem æskja mánaðarlegra reikningsviðskipta geta levst sig
undan greiðslu innheimtugjalda með því að greiða fyrirfram andvirði áætl-
aðrar mánaðarúttektar, enda séu þeir skuldlausir við viðkomandi olíufélag.
Fyrirframgreiðslan skal standa óhreyfð inni á viðskiptareikningi viðkom-
andi viðskiptamanns og endurskoðast með hliðsjón af viðskiptum. Við-
skiptamaður, sem greitt hefir fyrirfram, skal þó jafnan greiða mánaðar-
reikninga sína fyrir lok 15. dags næsta mánaðar eftir úttektar mánuð á skrif
stofu viðkomandi olíufélags eða senda greiðslu með tékka“.
Reykjavík, 10. október 1966
Olíufélagið hf.
Olíufélagið Skeljungur hf.
Olíuverlun íslands hf.
Námsstyrkir í
V-Þýzkalandi
Ríkisstjórn Sambandslýðveldis-
fns Þýzkalands býður fram allt að
þrjá styrki handa íslenzkum náms-
mönnum til háskólanáms þar í
landi háskólaárið 1967-68. Styrk-
irnir nema 400 þýzkum mörkum á
tnánuði, hið lægsta, en auk þess
eru styrkþegar undanþegnir skóla
gjöldum og fá ferðakostnað greidd
an að nokkru. Styrktímabilið er
10 mánuðir frá 1. október 1967
að telja.
límsækjendur skulu eigi vera
eldri en 32 ára. Þeir skulu
lokið a.m.k. tveggja ára háskóla-
námi. Umsækjendur um styrk til
náms við tækniháskóla skulu hafa
iokið sex mánaða verklegu námi.
Góð þýzkukunnátta er nauðsynleg,
en styrkþegum, sem áfátt er í því
efni, gefst kostur á að sækja nám-
skeið í Þýzkalandi áður en há
skólanámið Befst.
Hýr flugvöllur í byggingu á Siglufirði
Nýr flugvöllur er nú í bygg
ingu á Siglufirði. í fyrra og
hiiteðfyrra dældi sanddæla frá
Flugmálastjórninni sandi á flug
vallarstæðið, sem er innst í
Siglufirði austanverðum. Nú i
haust hefur verið borið ofan
í flugvöllinn og er lokið við
að malbera ca 300 m., en í
haust er áætlað að fullgera
700 m. langa braut, sem nægja
mun fyrir Fokker Friendship
og minni flugvélar. Síðar er á
ætlað að lengja flugvöllinn i
allt að 1000 m.
Önnúr myndin sýnir flugvöll
inn, en hin sýnir aðalmenn-
ina við flugvallargerðina. Þeir
eru (talið frá vinstri) Magn
ús Karlsson, ýtustjóri, Cesar
Hallgrímsson, verkstjóri við
flugvallargerðina og Gisli Þor
steinsson. —jr. •
Styrkir þessir eru, eins og að
framan greinir, ætlaðir til náms
við þýzka háskóla, þ. á. m. listahá-
skóla.
Sérstök umsóknareyðublöð fást
f menntamálaráðuneytinu, Stjórn-
arráðshúsinu við Lækjartorg. Um-
sóknir, ásamt tilskildum fylgigögn-
um, skulu hafa borizt ráðuneyt-
ánu fyrir 20. nóvember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
6. október 1966.
X4 11. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ