Alþýðublaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.10.1966, Blaðsíða 4
 itHMMD Rttatjórar: Gylíl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltst.jómarfuH- trúl: EtOur Guönason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasfml: 14906. AOsetur AlþýOuhúslfl vlO Hverflsgötu, Reykjavflc. — PrantsmiSJa AlþýOu blaOslns. — Askrlf targj ald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7,00 elntaktfl. tltgefandl AlþýOuflokkurlnil. I . FJÁRLÖG FJÁRLAGAFRUMVARP ársins 1967 hefur nú ver- ið lagt fram. Málgögn stjórnarandstöðunnar hafa gert veður út af hækkununv sem ráðgerðar eru á ýmsum liðum frumvarpsins miðað við yfirstandandi ár en þeirri stefnu hefur verið fylgt nú að gera fjárlaga- gerðina, sem raunhæfasta, svo ekki þurfi að koma til umframgreiðslna eftir á, og er rík ástæða til að ætla að minna verði af slíku en undanfarin ár. Ohjákvæmilega ber frumva-rpið svip þess velferðar þjóðfélags, sem nú er risið á íslandi. Þannig er hækk un til félagsmála í frumvarpinu, um 190 milljónir króna, og er sú hækkun að mestu til almannatrygg- inga, en útgjöld ríkisins til félagsmála eru nú komin yfir einn milljarð króna á ári. Hækkun útgjalda nemur alls 656 milljónum króna, eða um 18% miðað við yfirstandándi ár. Þessi hækkun dreifist á fjö'lmarga liði í ríkisrekstri’num. Þannig hækka framlög til dómgæzlu, lögreglustjómar og inn- heimtu tolla og skatta um tæplega 77 milljónir króna. Framlög til heilbrigðismála og læknaskipunar hækka um 67 milljónir króna, framlög til samgöngumála um rúmlega 30 milljónir. Hækkun á liðunum kennslumál, opinber söfn, bókaútgáfa og listastarf- semi er um 138 milljónir króna, og í bví sambandi er rétt að get? þess, að framlög til Háskóla íslands hækka' um rúmlega 51%, meðal annars vegna stofn- Þýzkir karlmannaskér FRÁ GALLU& nýkomnir Höfum fyrirliggjandi úrval af ódýrum VINNUSKÓM SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. KVENSKÓR Ný sending af kvenskóm frá: GABOR margar tegundir SKÓVAL Austurstræti 18, (Ey mundssonar kjaliara). unar margra nýrra kennsluembætta við þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Til atvinnumála og rann sókna í þágu atvinnuveganna hækka framlögin um 144 milljónir króna. Gert er ráð fyrir’ að tekjur ríkissjóðs hækki um rúmlega 850 milljónir eða 22%, og er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum álögum. Rekstrarafgangur er á- ætlaður 381 milljón króna, en hagstæður greiðslu- jöfnuður 150 milljónir króna. Islenzka ríkið heldur uppi fjölbreyttri og margvís- legri þjónustu við þegna sína, og sú þjónusta kostar óhjákvæmilega mikið fé. Þess fjár verður að afla á hverju ári með tollum og sköttum. Meginstefna þess fjárlágafrumvarps, sem fram var lagt síðastliðinn þriðjudag er sú, að gert er ráð fyrir óbreyttu verksviði ríkisins og hvergi skal dregið úr þeirri þjónustu, sem það lætur í té, heldur þvert á móti, hún aukin veru- lega já ýmsum sviðum. Afl|oma ríkissjóðs á yfirstandandi ári hefur verið allgó 5, einkum vegna aukins innflutnings og aukins aðha ds í ríkisrekstrinum. Það er enn sem fyrr stefna núve'andi ríkisstjórnar að;efla hagkVæmni og auka spari að í rekstri ríkisins svo sem frekast má verða, án þess að það komi niður á þeirri margvíslegu þjónu- ustu, sem þegnarnir fá, og ætlazt að ríkið veiti þeim. krossgötum ★ ALLTAF VERIÐ AÐ GRAFA. G. S. hefur skrifað okkur stutt bréf, sem er svohljóðandi: „Það er næstum sama hvar um bæinn maður fer, alls staðar er verið að grafa og grafa. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja, því alls staðar er sjálfsagt verið að vinna að nauðsynlegum framkvæmdum í þágu okkar borgar- vera verið að krukka í sömu götuspottana dag eftir dag, viku eftir viku, og jafnvel ár eftir ár. Til dæmis á ég vinnu minnar vegna oft leið um Bolholtið, sem liggur miili Suðurlandsbrautar og Skipholts. Það heyrir til hreinna undantekninga undanfarin 2—3 ár, að þar hafi ekki verið grafið svo sem annan hvorn mánuð, og þó er enn ekki íarið að malbika þessa fjölförnu götu, og verður sjálfsagt varla gert nú á næstunni. Er hér ekki eitthvað að? Ég er alls ekki að amast við nauðsynlegum framkvæmdum, það er fjarri mér. En vantar ekki allt skipulag og alla samræmingu í framkvæmdir hinna ýmsu bæjarfyrirtækja, sem sjá um vatn, síma, skólp og Iieitt vatn. Engu er líkara en hvert fyrirtækið um sig leggi sitt stoit í að grafa sinn eigin skurð. Þetta hlýtur að kosta borgarana ótaldar fjárfúlgur árlega, og sýnist ekki vanþörf á betra skipulagi í þessum efnum. ★ FLEIRI SKYNDISKOÐANIR. Það er þörf nýjung, sem lögregla og bif- reiðaeftirlitsmenn hafa beitt sér fyrir, þar sem er skyndiskoðun bifreiða og bílstjóra á ýmsum tím- um sólarhrings, enda hefur við þessar skoðanir komið í Ijós, að ærið mörgu er ábótavant bæði hjá farartækjum og ökumönnum. En við viljum hins vegar beina því til þessara ágætu yfirvalda, að þau ekki beini skeyt- um sínum eingöngu að einkabifreiðum, sem eru á ferð í borginni, heldur athugi þau líka almenningg vagna, og þá einkum og sér í lagi með tilliti til sótspýjunnar, sem oftast stendur aftur úr þessum nauðsynlegu farartækjum. Þótt ákvæði séu í reglu gerð um það, að þessir bílar megi ekki spúa frá sér sóti, virðist næsta lítið eða elckert gert til að fylgjast með því og taka þá seku úr umferð. Það er ekki aðeins að þetta sé hvimleitt, heldur og hættulegt, og þar að auki alls ekki hagkvæmt fyrir eigendur bifreiða af þessu tagi, því sótið ber það með sér, að eldsneytið sem þeir kaupa dýr- um dómum, nýtist ekki sem skyldi. — K a r 1. 4 13- október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.