Alþýðublaðið - 22.10.1966, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 22.10.1966, Qupperneq 1
Laugardagur 22- október - 47. árg. 237. tbl. ~ VERÐ 7 KR. Það var vctrarlegt um að' litast í borfjinni í gær, síð- asta sumardag. Veturinn ætl ar ekki að láta á sér standa í ár, enda er hann kominn samkvæmt almanakinu frá og með deginum í dag. (Mynd: Bj. Bj.) I Eitt mesta slys í sögu Bretiands á friÖartímum: ABEKFAN, 21. október (NTB-Reuter). Kolaúrgangur og sorp féllu nið ur fjallshlíð á námabænum Aber- fan í Wales í morgun og færðu í kaf barnaskóla með 100 börn- um og 15 hús í grenndinni. í kvöld var óttazt, að 200 manns hefðu týnt lífi í þessu slysi, sem er citt hið mesta, sem orðið hef- ur í Bretlandi á friðartímum. Tvær milljónir lesta úrgangs- efnis losnuðu skyndilega úr sorp í haug 130 metrum fyrir ofan þorp ið og féll niður hlíðar dalsins, sem þorpið stendur í. Þegar 17 lík höfðu verið grafin upp úr leðjunni, sem nú þekur skólasvæð ið, var 130 manns enn saknað, þar af 100 barna. Grátandi mæður grófu með ber um höndum í forina, sem nær þeim í lmé, til að leita barna sinna. Hlé var gert á björgunarstarf inu með nokkurra mínútna milli- bili þegar blásið var í flautu til merkis um, að heyrzt hefði hljóð, sem kynni að koma frá barni, svo að heyra mætti hvaðan hljóð ið kæmi. Talið er, að regnvatn, sem safn azt hefur í polla, hafi komið skrið unni af stað, og forarleðian er enn á hreyfingu þannig að björg unarliðið er í hættu. Skriðan féll skömmu eftir að skólabörnin höfðu beðið morgunbæn. Dilys Powell, tíu ára gömul, sem var bjargað segir svo frá: — Við hlógum og töluðum með an við biðum eftir því að kenn arinn læsi upp nöfn okkar. Svo heyrðum við hávaða og það var eins og skólastofan færi á hreyf ingu. Bekkirnir duttu um koll og börnin hrópuðu og grétu. Kennar- Framhald á 13. síðu Níu farast í Vietcong- tilræði SAIGON, 21. október. (NTB-Reuter.) Heimagcrð Vietcongsprengja jsprakk á torgi í þorpinu Tra On í morgun, og níu manns biðu 1 bana en 48 særðust af völdum glerbrota, járnbúta og vírspotta, sem sprengjan var fyllt með. Fjórir hinna látnu eru suður- vietnamskir hermenn. Fjórir aðrir voru börn og unglingar, rð sögn talsmanns í Saigon. Sprengjutil- ræðið er hápunktur nokkurra hermdaraðgerða Vietcongs, að und anförnu. Flestar árásirnar hafa ver Framhald á vr. áflu. Aðstoða ber þá, sem þurfa dýrra lækniseðgerða við I tilefui að nýgerðri samþykkt Tcrgarráðs vegna fólks sem leit að hefur ti! félagsmálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, vakti Páll Sig /urðsson bcrgárfulltrúf. Aljþýðu Háskólahátíðín fer fram í dag Háskólahátíð verður lialdin í dag fyrsta vetrardag, kl. 2 e.h. í Háskólabíói. Þar 1 likýir strengjahljómsveit Framhald á 14. síðu. ‘flokksins máls, á því á sý’í asta borgarstjórnarfundi, hve mik ill vandi því fólki væri á hönd um, sem annaðhvort þyrfti sjálft að fara utan eða senda böm sín utan til að gangast undir hjarta uppskrrði eða aðrar dýrar læknis aðgerðir, sem oft hafa í för með sér nm tvö hundruð þúsund kr. fyrir viðkomnandi. Páll sagði að það væri ekki nóg að skora á heilbrigðisstjórnina að veita aukinn stuðning í þess um efnum, heldur þyrfti Reykja víkurborg að gera ráðstafanir í þesum efnum, til að liðsinna þeim Reykvíkingum, sem leita þyrftu Framhald á 14. síðu. Borgarafundur um atvi ástandiö í Hafnarfiröi * «'1 Reykjavík, EG. Verkalýðsfélögin í Hafnar- firði hafa ákveðið a^j boða til almenns borgarafundar um at vinnuástandið I bænnm. Verð- ur fundurinn haldinn í Bæjar- bíói klukkan 20,30 næstkom andi mánudagskvöld. Til fundarins boða Verka- kvennafélagið Framtíðin, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar og Verkamannafélagið Hlíf. Sig- urrós Sveinsdóttir formaður Framtíðarinnar sagði í stuttu viðtali við Alþýðubiaðig í gær, að það sem hefði ýtt undir fé lögin til að boða tii þessa borgarafundar væri meðal ann ars sú ákvörðun hins nýja bæjarstjórnarmeirihluta að fela útgerðarráði að segja upp öllu starfsfólki Bæjarútgerðar innar í Hafnarfirði, sem starf ar í landi. Sigurrós sag^ji, að atvinnuá- standið í bæmun væri mjög slæmt um þessar mundii' að því er konurnar varðar. NorS urstjarnan h.f. hefur verið lok- uð lengi, en þar unnu um skeið um 70 konur við síldariðnað. Þá væri enga vinnu að fá fyr ir konur Iengur lijá fyrirtækí Jóns Gíslasonar s.f., og mundi ástandið versna verulega, ef þær konur, sem starfað hafa hjá Bæjarútgerðinni rnis'tu nú einnig vinnuna. Framhald 14. síðu. ■!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.