Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 7
Eggert G. Þorsteinsson sjávar-
útvegsmálaráðherra svaraöi síiiast
liðinn miövikudag fyrirspurn frá
Ragnari Arnalds um störf nefnda
er fjölluðu uin atvinnumál á Norð-
urlandi. Svar ráðherrans birtist
hér á eftir, en fyrirspurn Ragn-
ars Arnalds var svohljóðandi:
„Hví hefur enginn sýnilegur
árangur orðið af siörfum stjórn-
skipaðrar nefndar, sem fyrir
rúmum tveimur árum ferðaðist um
Norðurland til þess að rannsaka
atvinnuástand þar og gera tíllög-
ur til úrbóta, og hví hefur ekk-
ert spurzt til þessarar nefndar
í tvö ár?
Má vænta árangurs af störfum
nýrrar nefndar, sem í sumar
ferðaðist um Norðurland á veg-
um stjórnarvaldanna og kvaðst
hafa nákvæmlega sama hlutverk
og hin fyrri? Ef árangurs má
vænta, þá hvenær?”
— Fyrirspyrjandi virðist hafa
orðið var við ókennilega ferða-
menn á tveggja ára fresti og ætl-
ar hann menn þessa nefndar-
menn, ýmist stjórnskipaða eða á
stjórnarinnar vegum. Er rétt að
víkja að því, af hverju þessi fyr-
irgangur neíndarmanna á Norður-
landi vestra stafar og hverjir
þeir ferðalangar séu, er með vissu
millibili heimsækja kjördæmi
fyrirspyrjanda og raska ró hans.
Sú nefnd, er fyrirspyrjandi
virðisfc eiga við með fyrri lið
fyrirspurnarinnar, var skipuð 12.
maí 1964 af iðnaðarmálaráðherra
samkvæmt þingsályktun frá 12.
marz 1964 og var nefndinni ætlað
að athuga, hvað hægt sé að gera
til að reka iðnað í þeim kauptún-
um og kaupstöðum, þar sem ó-
nóg er atvinna. í nefndina voru
skipaðir þeir Adolf Björnsson
raíveitustjóri, Bjarni V. Magnús-
son, frkvstj., Björgvin Brynjólfs-
son sparisjóðsstjóri, Þórir Ein-
arsson viðsk.fr. og Þorvarður Alf-
onsson, frkvstj.
Nefndin safnaði saman upplýs-
ingum um atvinnuástand kaup-
túna og kaupstaða á landinu, en
af þeim upplýsingum, sem nefnd-
inni bárust, þótti auðsýnt, að illa
horfði í atvinnumálum ýmissa
staða á Norðurlandi vestra og við
vestanverðan Húnaflóa. Ákvað
nefndin því að heimsækja og x-æða
við heimamenn þessara staða til
þess að kynnast ástandinu þar
betur.
í framhaldi af því óskaði iðn-
aðarmálaráðhei’ra eftir því í ág-
xistmánuði sama ár, að nefndin
léti frá sér fara álit og tillögur
til úi'bóta á atvinnuástandi þessa
landssvæðis, áður en Alþingi
kæmi þá saman til funda. Vegna
hins umfangsmikla verkefnis
nefndarinnar og hins skamma
tíma, er henni var settur til þess-
ara starfa sá hún .sér ekki fært
að láta frá sér fara endanlegt
álit varðandi verkefnið, en skil-
aði bráðabirgðaáliti. í því áliti
voru settar fram tillögur, er mið-
uðust fyrst og fremst við það, að
bæta úr atvinnuástandi á viðkom-
andi stöðum næstu mánuði.
í áliti nefndarinnar er gerð
grein fyrir atvinnuástandi ein-
stakra kaupstaða og kauptúna á
þessu svæði og gerir nefndin
Egrgfert G. Þorsteinsson
ýmsar tillögur til úrbóta atvinnu-
ástandinu á hinum einstöku stöð-
um. Segja má þó, að nefndin hafi
komizt að þeii'ri höfuðniðurstöðu,
að með því að sjávarútvegur og
iðnaður í sambandi við hann væri
aðal undirstaða atvinnulífs flestra
þessara staða, væi'i ódýrast, fljót-
legast og til mestrar frambúðar
að aðstoða þann fiskiðnað, í
fyrsta lagi með tilliti til aukinn-
ar framleiðslu og frekari nýting-
ar hráefnisins og í öðru lagi með
tilliti til aukins hráefnis og ör-
uggai'i öflunar þess. Er rétt að
benda á í, þessu sambandi, að
nefndin taldi, að bi'ýna nauðsyn
bæri til að athuga ítai'lega, hvort
síðara vandamálið mætti ekki
leysa með auknum hráefnisflutn-
ingum.
I lokaorðum nefndarálitsins
segir svo:
„Með tilliti til þess, liversu
umfangsmikilla athugana lausnir
atvinnuvandamála byggðarlaga
krefjast, og hversu marga aðila
þær snerta, vaknar sú spurning,
hvort ekki sé rétt að einn ákveð-
inn aðili annist slíkt fyrir hönd
ríkisvaldsins og annar fyrir liönd
sveitarféiaga viðkomandi byggð-
arlaga.”
★ SAMKOMULAG UM
FRAMKVÆMDA-
ÁÆTLUN.
Það verður því að teljast eðli-
legt og í fullu samræmi við það
sem á undan var gengið, að sam-
komulag varð um það í júní 1965
milli ríkisstjórnarinnar og Al-
þýðusambands Norðurlands, að
gerð skyldi sérstök framkvæmda-
áætlun fyrir Norðurland, svo og
að skipuð skyldi fimrn manna
nefnd til að hafa forustu um ráð-
stafanir til að fcæta úr alvai'legu
atvinnuástandi á Norðurlandi.
Var verkefni nefntíarinnar eink-
um að stuðla að auknum hrá-
efnisflutningum og verður vikið
að störfum hennar hér á eftir.
í framhaldi af þessu samkomu-
lagi fól TÍkisstjórnin Efnahags-
stofnuninni að gera áðurgreinda
framkvæmdaáætlun og skyldi
framkvæmd verksins vera í sam-
ráði við Alþýðusamband Norður-
lands, svo og sveitarstjórnir og
sýslunefndir á Norðurlandi. Hóf
’Efnahagsstofnunin undirbúning
verksins í marzmánuði sl. með
söfnun gagna, bæði hér í Reykja-
vík og á Norðurlandi. Nú í sum-
ar hafa starfsmenn Efnahagsstofn-
unarinnar fei'ðast um Norður-
land, kynnt sér ástand í atvinnu-
og félagsmálum og rætt við for-
vígismenn sveitai'félaga, laun-
þega, atvinnui-ekendur o. fl.’að-
ila. Hafa öll byggðarlög að Eyja
firði og nágrannasveitum hans
undanskildum, þegar verið hcim-
sótt, en gert er ráð fyrir, að þang-
að verði farið í nóvember.
Nefnd sú, er fyrirspyrjandi tel-
ur, að hafi ferðast um Norðui'land
í sumar, munu vera þessir starfs-
menn Efnahagsstofnunarinnar.
Norðurlands-áætlun er önnur
tilraunin, sem gerð er hér á landi
til þess að rannsaka og vinna að
lausn vandamóla ókveðinna lands-
hluta á skipulegan hátt, með gerð
sérstakra byggðaáætlana. Fyrsta
tili'aunin á þessu sviði er Vest-
fjarða-áætlun.
Athuganir þær, sem fram fai'a
á Norðurlandi í sumai', og fram
hafa farið á Vestfjöi'ðum, miðast
við að finna, hvar skórinn krepp-
ir mést að í hvei-ju héraði, og
síðan er lögð áherzlu á, að þær
framkvæmdir njóti forgangs, sem
Frá Siglufirði.
mest munar um til lausnar að-
steðjandi vanda. Ein höfuð niður-
staða athugananna á Vestfjörðum
var sú, að skilyrði þess að félags-
og efnahagslíf gæti þróast þar
með eðlilegum hætti væri að sam-
göngukerfi landshlutans væri stór-
bætt. Því var ákveðið að leggja
höfuðáhei'zlu á framkvæmdir í
samgöngumólum á fyrsta áfanga
Vestfjarðaáætlunar. Var gerð séi'-
stök fjöguri'a ára áætlun um sam-
göngumól á Vestfjörðum og standa
þær fi'amkvæmdir nú yfir.
★ KERFISBUNDNAR
FRAMKVÆMDIR.
Of snemmt er enn að segja til
um, hverjar niðui'stöður athugana
þeirra verða sem nú standa yfir
á Norðuriandi. Telja má víst, að
þær leiði til kerfisbundinna fram-
kvæmda, bæði á ýrnsum sviðum
opinberra framkvæmda og í at-
vinnumálum.
Rétt er að geta þess, að sú
nefnd, er um þessi mál fjallaði
áður og skilaði bráðabirgða áliti
því, er á'ður var rakið, átti ó-
hægt um vik, þar sem ekki var
neinn sérstakur aðili eða stofnun,
sem hafði það hlutvei'k að styrkja
sérstaklega framtak á sviði > at-
vinnulífsins úti á landi. Á þessy
hefur nú verið ráðin bót með
stofnun Atvinnujöfnunai'sjóðs
með lögum frá síðasta vetri. Þess-
um sjóði er ðinmitt. ætlað að
styðja sérstaklega, með lánum,
styrkjum og tækniaðstoð, arðvæn'-
leg fyrirtæki í landslilutum, þar
sem brýn þörf er fjölbreyttara
atvinnu- og athafna-lífs, svo og aðr
ar þær framkvæmdir, er stuðla að
eflingu slíkra byggða. Samkvæmt
lögunum er sjóðnum ætlað að
byggja starfsemi sína að verulegu
leyti á byggða-áætlunum, sem
Efnahagsstofnunin geri og hafi
yfirleitt í starfsemi sinni nóið
samband við þá stofnun. Hefur
þessi stai'fsháttur þegar verið upp
tekinn, að því er Norðurlandsá-
ætlunina snei'tir. Þó starfsemi
þessi sé enn á algjöru byrjunar-
stigi má þó segja, að henni hafi
miðað vel nú í sumar. Starfshóp-
ur Efnahagsstofnunarinnar skilaði
sjóðnum skýrslum -hvern hluta
Framliald á bls. 10
Kaupum hreinar
léreftstuskur
Prenismiðja
Alþýðublaðsins
■mDDBHni
28. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ jf.