Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 8
Tékknesk mynd vekur mikla athygli Það er ekki ýkja langt síðan tékkneskar myndir ruddu sér sig urbraut í heimi listrænnar kvik- myndagerðar. Fjöldi ungra tékk- neskra kvikmyndaleikstjóra gerir nú hverja kvikmyndina á fætur annarri, er mikla eftirtekt vekja á kvikmyndahátíðum víða um íieim. Nýlega fengu íslendingar smá forsmekk af tékkneskri kvik myndagerð, er Hafnarfjarðarbíó sýndi „Köttur kemur í bæinn“ eftir Vojtech Jasny, en hann verð ur samt vart talinn meðal þeirra yngstu. En af þessum yngstu kvikmyndaleikstjórum Tékka mun Milos Forman af flestum talinn sá fremsti. Fyrsta mynd Formans 'hét „Peter og Pavla“ (gerS 1963) og vakti þá þegar talsverða at- hygii, og ekki síður varð hans næsta mynd, „Ástir ljóshærðrar stúlku“, til að draga úr þeim lofs yrðum, er yfir hann voru ausin. Hana Brejchova. „Astir ljósrhærðrar stúlku“. Myndin er af höfuðleikendunum, Vladimir Pucholt og Hana Brejchova. „Ástir ljóshærðrar stúlku" eða „Lasky jedne plavovlasky" eins og hún nefnist á frummálinu fjall ar um verksmiðjustúlku, sem verður ástfangin af ungum tón- listarmanni. Hún fylgir honum eftir til Prag, þar sem þau eiga saman eina unaðsstund á hótel- herbergi. Hún verður að hverfa heim aftur, lofar að heimsækja hann síðar, en einhverra hluta vegna verður ekki úr því og með an hún reynir að fela tár sín, segir hún vinkonum sínum frá þeirri unaðslegu ástarsambúð, er hún upplifði í Prag. Þessi kvik- mynd hefur unnið hug og hjörtu jafnt gagnrýnenda sem almenn- ings. Myndin er 'gamansöm, en jafnframt verð nánari íhygli. Um hinar miklu vinsældir kvikmynd- arinnar í Tékkóslóvakíu, segir Milos Forman: „Ég held það séu þrjár ástæð- ur fyrir vinsældum þessarar kvik myndar í heimalandi mínu. Þetta ed gamanmynd og fólik langar til að 'hlæja Þar er einnig um að ræða djörf atriði, sem ekki hafa sézt í tékkneskri kvikmynd áður, og síðast en ekki sízt alla — og ég meina alla — langaði -e, siá, hvernig þ'/:kadísin ökkar. Hana Brejchova liti út, vegna þess að hún er svstir Brig- itte Bardot tékkneskra kvik- mynda, en það viil svo til, að ég er einmitt igiftur henni“. Um ástæðuna fyrir gerð þess- arar kvikmyndar segir Forman: ,.Hið eiginlega markmið mitt með „Ástir ljóshærðrar stúlku" var að sýna ungt fólk úr raun- verúleika hins daglega lífs, eins og það kemur mér fyrir sjónir. Tvö atvik úr lífi mínu komu mér til að 'hugsa um þetta efni. Ég hitti stúlku í Prag. sem sagði mér, frá þrem eða fjórum borg- um, þar sem væru litlar verk- smiðjur, sem f.iöldamargar stúlk ur ynnu í, en bar væri hins veg- ar lítið um pilta í grenndinni. ^inmit.t þess Ikonaf verlksmiöja kemur við sögu í myndinni. Þá var það eitt sinn, á þeim tíma, er ég var ókvæntur, að ég sá stúlku, isem ihélt á fdrðatösku, bíða við járnbrautarstöðina í Prag — rétt eins og stúlkan okk ar bíður við sömu brautarstöð í kvikmyndinni. Ég stöðvaði bifreið ina og tók hana upp í. Slíkt er óvenjulegt í Prag, þó ég viti liins vegar með vissu, að svo sé ekki t.d. í New York Hvað um það; henni hafði líka verið gefið heim i'úsf^ng pilts nolkkurs, ctn það reyndist rangt, og þess vegna beið hún þar eftir lest, sem mundi 'flyt.i^ hana aftur í heimaborg hennar. En það einkennilegasta við þetta var, að áður en við hóf- Milos Forman. um samræður okkar, igat ég séð, hversu afar sorgbitin og ringluð hún var. En vitið þið hvað. Eftir tíu mínútna samræður hafði hún gleymt öllum vandræðum sínum. Hún varð kát og hamingjusöm. Þetta er æskan, ekki satt?“ Aðspurður um, hvernig hinum ungu aðalleikendum hefði orðið við að leika nakin í kvikmynd, en slík atriði hafa ekki komið áður fyrir í tékkneskri kvikmynd eins og áður getur, sagði Forman: „Þau voru mjög feimin. Meðan Framhald á 14. síðu. 8 28. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Strauss í hópi ieiðtoga vestur-þýzl Frjálsa demókrataflokksins (FDP), bræðraflokkur kristilega demókrat; (SPD) og Josef Ilermann Dufhues, (CDU), en Erhard kanzlári var kjö ÞÓTT aðeins séu liðn fjögur ár siðan Franz-Josef Strauss var vik ið úr vestur-þýzku stjórnihni, ger ast kröfur hans um að fá aftur sæti í stjórninni æ háværari, og ekki er ósennilegt, að hann fái vilja sínum Tramgengt. Sennilega er Strauss umtal- aðasti stjórnmálamaðu(r Vestur- Þýzkalands. En hann vekur ekki lengur ótta eða móðursýki, og hann getur gert hvað sem honum sýnist. Vinir hans Taíða af eftir- væntingu eftir þeim degi, þegar hetja þeirra fer með sigur af hólmi og tekur að nýju sæti í stjórninni. MÁÐUR í F En þegar Strauss var að því spurður nýlega á flokksþingi CSU (bræðrarflokks Kk'istilegra demókrataflokksins, CDU, í Bæ- jaraiandi), hvort hann sæktist eft- ir kanzlaraembættinu, svaraði hann því til, að hann hefði engan métnað í þá átt. ★ HREINSKILINN Strauss getur frekar þakkað Erhard kanzlara en sér sjálfum fyrir hin auknu áhrif sín í vestur- þýzkum stjórnmálum, en þau bera vott um rýrnandi álit stjórnar- innar. Síðan Erhard varð kanzlari fyrir þremur árum, hefur hvaða stjórnmálamaður sem er komið til mála sem ráðþerra, ef hann hefur aðeins lofað því að gera eitthvað, hvort sem það er rétt eða rangt, og hvort sem hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.