Alþýðublaðið - 28.10.1966, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 28.10.1966, Qupperneq 9
ira stjórnmálaflo kka (talið frá vinstri): Dr. Erich Mende, formaður Franz Josef Stra uss, formaður Kristilega Sósíalistaflokksins (CSU), a í Bæjaralanði), Willy Brant, formaður Jafnaðarmannaflokksins sem um tíma va r starfandi formaður Kristilegra demókrataflokksins rinn í embættið á þingi flokksins í vor. STRAUSS AUKASI heitir Strauss eða Barzel. Það er ekki Strauss heldur Erhard, sem sigrað hefur andstæðinga hins fyrrvt(ranéi landvarnaráð'herra, er lúta forystu Augsteins, útgef- anda Der Spiegels. -Hver einasta deila og hvert ein- asta vandamál er vatn á myllu Strauss. Hann er ávallt reiðubúinn að gagnrýna og leggjast gegn stefnu stjórnarinnar, enda þótt flokkur hans sé aðili að samsteypu stjórninni í Bonn. Hann er ávallt reiðubúinn að koma fram með tillögur og brellur á allar hi^gsan- legar leiðir á slíkum stundum, og hann neitar sjaldan blaðamönnum RÉTTUNUM útvarpsmönnum eða sjónvarps- mönnum um viðtal. Og hann er rajjltaf skorinorður. Hann fyllir hverja einustu eyðu, sem stjórnin skapar, og heldur lífi í því 'áliti, sem hann hefur skapað sér, að hann sé stjórnmálamaður i húð og hár og fíkinn í völd. -* UPPGANGUR OG FALL -Þessi fyrrverandi Suður-Þýzka- landsmeistari í hjólreiðum, stór- skotaliðsforingi í Wehrmaeht og Is'vei'tarstjórnarmaður í Bæjara- landi fékk sæti í stjórn Konrad Adenauers 1953. Hann fékk skjót an frama, svo skjótan að sumum fannst nóg um. Árið 1956 varð hann eftirmaður Theodors Blanks og annar landvarnaráðherra vest- ur-þýzka sambandslýðvéldisins. í embættistíð hans voru varnir Vestlur-Þýzkalands (byggðar upp með öllum kostum sínum og göll- um sem greinilega komu í ljós í deilu herforingja og embættis- manna nú í haust. Á ráðherradög- um Strauss kom fram krafa um, að Vestur-Þjóðverjar fengju um- ráð yfir kjarnorkuvopnum. Það var hann sem sá um, að keyptar voru 700 þotur af gerðinni Starfig hter, sem allar geta flutt kjarn orkusprengjur. Hann var dug mikill ráðherra, sem veitti Þjóð- verjum mikil völd og áhrif innan NATO. En brottvikning hans í nóvem- ber 1962 var nauðsynleg, bæði með tilliti til innanríkismála og utanríkismála Strauss laug að þinginu, þegar hann staðhæfði að hann hefði á engan hátt verið viðriðinn Spiegelmálið. Hann hag- ræddi sannleikanum og gerðist sekur um yfirtroðslu á lögum í skjóli embættis síns. Fjárspill- ingarhneyksli eins og FIBAG- málið og ,,Alois frænda“- málið fældu marga stuðningsmenn hans frá bonum og vinsældir hans í CDU - CSU minnkuðu. ★ ENN Á UPPLEIÐ Hann snéri aftur til síðasta virkis síns, ,,Kristilegra-sósíala sambandsins" (CSU) í Bæjara- landi, barði niður uppreisn flokks manna undir forystu Freiherr von Guttenbergs og lét endurkjósa sig formann flokksins. CSU varð tæki hins óþreytandi Strauss í valdabaráttunni, sem hann tók nú upp að nýju. Hann var epn áhrifa mikill stjórnmálamaður, enda ger- ir formennska hans í CSU honum alltaf kleift að fella stjórnina með því að sprengja stjórnarsam vinnuria, og einnig getur hann kreppt að stjórninni með því að kalla ráðherra CSU heim frá Bonn. Einnig hefur hann haft mikil áhrif á mótun stjórnarstefnunnar síðastliðin fjögur ár. Hinum mörgu málum sem Strauss er við- riðinn, er ekki lokið en á undan- förnum mánuðum hafa þau frem ur bakað andstæðingum hans en honum sjálfum erfiðleika. Þjóðverjar eru teknir að þreyt- ast á hneykslismálum, sem hann er viðriðinn, og þau spilla ekki lengur fyrir honum heldur and- stæðingum hans í málgagni sínu, Bayern-Kurier, heldur Strauss uppi herferð gegn stefnu þeirri, sem Erhard kanzl- ari og utanríkisráðherra hans, Gerhard Sehröder, fylgja. Á þingi ver hann þessa sömu menn gegn árásum jafnaðarmanna. Á þinginu sannar Strauss ótví- rætt stjórnmálahæfileika sína. Hann er gáfaður, en einnig mikill lýðskrumari. í kappræðum standa fáir honum á sporði, að minnsta kosti enginn í CDU - CSU. ★ GAF ERHARD FREST Aðstaða Strauss er orðin svo sterk, að í sumar gat hann ferð- azt til Suður-Afríku og hrósað apartheid-stefnunni án þess að það spillti fyrir honum. Á flokks þingi CSU í Múnchen lagði hann frarri nýja utanríkisstefnu sem hann sagði að stjórnin yrði að fylgja. Hann er svo öruggur með sjálfan sig, að hann hikar ekki við að beina eftirfarandi orðum til Erhards, sem sat nokkrum met- rum frá honum (við gífurleg fagn- aðarlæti): „Sem aðili að ríkis- stjórninni krefjumst við nýskip- unar í utanríkisstefnunni“. Hann veitti Erhard sex mánaða frest til að ganga að kröfunni. Strauss vill, að Vestur-þjóð- verjar fylgi sömu stefnu og Frakk ar í utanríkismálum Kenningar hans orka freistandi á sama tíma og sambúðin við Bandaríkin er fremur stirð. Og enginn annar hefur betri tillögur fram að færa. En möguleikar á sameiginlegri stefnu Frakka og Vestur-þjóð- verja í útanríkis- og varnarmál- um eru ekki fyrir hendi, nema því aðeins að Bonnstjórnin fall- ist á frönsk yfirráð. í raun og veru bendir Strauss ekki á nýj- ar leiðir í utanríkismálum. Hann bendir aðeins á sjálfan sig. Frans-Josef Strauss er áhrifa- mikill stjórnmálamaður, en sá sem vill vita hve áhrifamikill hann er í raun og veru, verður einnig að þekkja þá, sem komu honum til áhrifa. FRANZ-JOSEF STRAUSS Vinnufatabilðin VINNUFATABÚÐIN Laugaveg 76. Ný sending Danskir, enskir og amerískir hattar, hnakka- kollur og alpahúfur. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Tæknifræöingar Óskum að ráða vél- eða byggingatæknifræðing til starfa við fyrirtæki vort nú þegar. — Æski- legt, en þó ekki skilyrði að viðkomandi hafi reynslu við útreikning á hitakerfum. Runtal-cfnsr hf. Síðumúla 17. — Sími 35555. Tilboð óskast í smíði inniliurða og skápa í íbúðir Framkvæmdanefndar byggingaráætl- unar í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora í dag og næstu daga. 28. október 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.