Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 11
Glæsileg sýning danska flokksins EINS og skýrt hefir verið frá í blöðum og útvarpi dvelur úrvals flokkur írá iþróttalýðs'kólanum, í Ollerup hér á landi um þessar mundir. Flokkurinn sýndi í í- ★ Pele, hinn heimskunni knattspyrnumaftur útti 26 ára afmæli á sunnudag. Hann lék þann dag með liði sínu Sant- os, sem sigraði Noroesto með 4—1. Áhorfendur ruddust inn á völlinn áður en leikurinn hófst í þeim tilgangi að óska hetjunni til hamingju. -O— •k B-lið Belgíu vann Luxem- burg í knattspyrnu á sunnudag með 5—1. -O- ★ Nokkrir leikir fóru fram í Borgakeppni Evrópu í knatt- spyrnu í gær. Napoli Ítálíu vann B-1909 Odense með 4—1. Kilmarnock, Skotlandi vann Antwerpen með 1—0. Valencia, Spáni vann Rauðu Stjörnuna, Júgóslafíu með 1—0. Dundee Utd. sigraði Barcelona með 2—1. Spartak Plovdiv, Búlgaríu og Benfica gerSu jafntefli 1—1 og Spartak Prag og Bologna gerðu einnig jafntefli 2—2. þrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal sl. miðvikudagskvöld fyrir nær fullu húsi áhorfenda. Það er skemmtileg tilbreyting í íþróttalífi knattarins hér á landi að fá flokk þennan hingað til lands. Því miður verður að segja það eins og er, að iþróttalíf hér er mjög fábreytt og mikill skaði er það, að svo dauft skuli vera yfir fimleikaíþróttinni eins og' raun ber vitni. Knattleikir eru ágætir og það sama má reynd ar segja um flestar ef ekki allar íþróttir en of mikið má af öllu gera. Vonandi verður heim I sókn danska flokksins til þess að lífga upp á hina fögru íþrótt fimleikanna. Áður en sýning danska flokks ins hófst flutti Þorsteinn Einars son íþróttafulltrúi stutta setning- aræðu. Að ræðu Þorsteins lokinni gengu fimleikamennirnir í salinn syngjandi danska þjóðsöngva, en fyrir flokknum voru bornir ís- lenzki og danski fáninn. Um sýninguna i heild má segja að hún var frábær, yfir henni var léttleiki, en þó var hún form föst og glæsilega framkvæmd. Af einstökum atriðum vakti á- haldaleikfimin mesta athygli. Að sýningu lokinni var flokknum, þakkað með löngu og innilegu lófa taki og að lokum hylltu áhorfend ur Danina með ferföldu húrra hrópi. I0C er ánægð með framkv. Mexíkana Hinu mikla íþróttamóti í Mex íkó, sem var einskonar reynslu mót vegna Olympíuleikanna, sem þar verða háðir 1968, er nýlokið. Ýmsir hafa orðið til þess að gagn rýna Mexíkana, telja framkvæmd ina hafa verið lélega og margt verði betur að fara 1968 til þess að vel takizt. Alþjóða-Olympíunefndin hefur einnig látið álit sitt í ljós. og er hin ánægðasta með mótið. Þeir háu herrar segjast engar áhyggj ur hafa vegna væntanlegra Olym píuieikja. Avery Brundage, forseti A]-» þjóða-olympíunefndarinnar segir að Olympíuleikar séu ekki sam keppni borga um peningamokst- ur eða að vera befri en fram kvæmdaaðilar næstu leika á und an. Við skulum vona, að Mexíkan ar framkvæmi þessa miklu íþrótta hátíð á sinn hátt. Vonandi leggja þeir ekki áherzlu á að verða ofjarl ar Itala og Japana, sem sáu um leikana 1960 og 1964. Við ætlumst ekki til þess, að Mexikanar vili 3000 milljónum dollara til leik anna eins og Janpanir gerðu 1964. Danir sigruðu ísrael með 3-1 (* <> t (' Danir sigruðu ísrael í knattí ^spyrnu í ídrætsparken í gærj- (imeð 3 mörkum gegn 1. í leiki l'hléi var staðan 1-0 fyrir ísra^ íel. Asish skoraði fyrir ísraelí J(á 4. mínútu. í síðari hálfleik^ (ljafnaði Kjeld Thorst á 3. mín. Johnny Hansen skoraði annað i ('mark Dana á 25. mín. og 3.V J(mark Dana kom á 36. nfín.', (iÁhorfendur voru 13,500. |i \ \ 28. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.