Alþýðublaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 4
BttsUðr&r: Gylíl Gröndel (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstjómarfull- trúl: ElBur GuBnason. - Símar: 14900-14903 - Auglýslngasiml: 1490*. ASsetur Alþý8uhú3lö vi8 Hverfisgötu, Eeykjavik. — PrgntsmlBJa AlþýSu blaOslna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — X lausásölu lus 7.00 elntaUO. tltgefandl AlþýBuflokkurinrU SIGURSÓKN ÖÐRU hverju hlakkar talsvert í Morgunblaðinu og það íullyrðir, að sól jafnaðarmanna á Norðurlöndum sé nú að hníga til viðar og uppgangstími hægri flokk anna að hefjast. Er þá gjarna vitnað til kosninganna síðustu í Svíþjóð og Noregi, en oftast gleymist Finn land í upptalningu blaðsins, enda kemur bað illa heim og saman við röksemdafærsluna, því þar unnu jafn- aðarmenn stórsigur í síðustu kosningum, og þá eink- um vegna þess að þeir hlutu stóraukinn hluta atkvæða unga fólksins, sem þá var að kjósa í fyrsta skipti. Jafnaðarmenn hafa lengi verið við völd á Norð- löndum og skapað þar einhver fullkomnustu velferð- arríki, sem þekkjast og, sem við sækjum okkur gjarna fyrirmyndir til, rétt eins og aðrar þær þjóð- ir sem skemmra eru á veg komnar..Hægri menn sigr uðu með naumum meirihluta í síðustu kosningum í Noregi og sænskir jafnaðarmenn guldu nokkurt af- hroð í síðustu kosningum þar í landi. í Danmörku hefur stiórn iafnaðarmanna nú ákveðið að efna til nýrra þingkosninga nú á næstunni. Uar hefur ósam- komulagið milli hægrj. flokkanna löngum verið slíkt, að þeir hafa verið ósammála um flesta hluti og sýn- ist lítil breyting á því ástandi væntanleg. Á Norðurlöndum eins og annars staðar hafa stjórn arflokkarnir þurft að beita sér fyrir ýmsum nauðsyn legum ráðstöfunum, sem ef til vill hafa reynzt mið- ur vinsælar meðal almennings, en framkvæma hefur þurft engu að síður. Þetta hafa stjórnarandstöðuflokk 'arnir eðlilega notfært sér rækilega, þótt annars hafi ein uppáhaldsröksemd þeirra gegn stjórnum jafnaðar manna verið sú, að þær hafi stjórnað of lengi, en ekki, að þeim hafi farizt stjórnin illa úr hendi. Eins og f.yrr segir hefur fylgi jafnaðarmanna farið mjög vaxandi í Finnlandi undanfarið, ekki sízt með al unga fólksins þar í landi. í Vestur-Þýzkalandi eru jafnaðarmenn í miklum uppgangi. í kosningum til fylkisþings í Hessen þar sem jafnaðarmenn höfðu hreinan meirihluta fyrir juku þeir fylgi sitt allveru- lega síðastliðinn sunnudag. Alþýðuflokkurinn íslenzki bætti mjög sinn hlut í síðustu bæjar- og sveitarstjórnakosningum hérlendis og bætti miklu við sig í Reykjavík og bá ekki hvað sízt á kostnað hægri manna, sem þar töpuðu veru- legu fylgi eins og raunar í fleiri bæjum. Það er því hrein óskhyggja og fiarlægur draumur Morgunblaðsins, að sól jafnaðarstefnunnar sé að lækka á lofti. Staðreyndin er þvert á móti hið gagn- stæða. Aiþýðuflokksmenn eru staðráðnir í að halda áfram þeirri sókn til sigurs, sem hófst í síðustu kosningum. Síaukið fylgi Albýðuflokksins meðal unga fólksins á íslandi verður veigamikill þáttur í þessari sókn. 4 9. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Salt CEREBOS í HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HEIMSÞEKKT GÆÐAVAKA Fæst í næstu búð. VANTAH bLAtJBURÐAR- FÓLK I EFTIRTALIN HVERFB: MIÐBÆ, I. OG n. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG SÍNH 14900. á krossgötum ★ STRÆTIS V AGNAR REYKJAVÍKUR Strætisvagnar Reykjavíkur eiga þrjátíu og fimm ára afmaeli um þessar mundir. Fyrstu vagn- arnir fóru út 4 götujia haustið 1931. Þetta var merkileg nýjung í samgöngumálum Reykvíkinga. Hún mun þó ekki hafa vakið ýkjamikla athygli í bænum, ef dæma má af blaðafregnum frá þeim tíma, Með strætisvögnunum kom sú leiðinlega lífs- reynsla, sem síðan hefur verið táknuð með orð. unum „að missa af strætisvagninum". Hitt verð- ur þó þyngra á metunum, að strætisvagnarnir hafa þætt úr brýnni og sívaxandi þörf í sam- göngumálum bæjarbúa og nú væri erfitt að hugsa sér Reykjavík án strætisvagna. Upphafiega stóð hlutafélag að rekstri strætisvagnanna og nefndist það Strætisvagnafé- lag Reykjavíkur h.f. Tilgangur þess var að reka reglubundnar ferðir fyrir almenning um Reykja- vík og nágrenni hennar. Fyrstu strætisvagnaleið- irnar voru milli Lækjartorgs og Klepps og Lækj- artorgs og Grímsstaðaholts og Skildinganess. En þar næst inn að Elliðaám og víðar. Síðar tók svo Reykjavíkurborg við rekstri strætisvagnanna eins og kunnugt er. v Þróunin hefur orðið ör í þessum málum. Borgin hefur þanizt út ár frá ári og vegalengd- irnar aukizt, svo að ógerlegt er orðið fyrir löngu að, ganga í vinnu og úr kvölds og morgna fyrir fólk, sem býr í úthverfunum, að ég nú ekki tali um að fara heim til sín í hádegismatinn. Stræt- isvagnarnir eru eitt dæmi af mörgum um þá lífs- venjubreytingu, sem átt hefur sér stað á tiltölu- lega skömmum tíma og við tökum tæpast eftir. Hún er þegar orðin hluti af daglega lífinu. Fólk, sem nú er að komast á miðjan aldur, man ekki strætisvagnaíausa borg. ★ ERFIÐLEIKAR í REKSTRI En á ýmsu hefur gengið með rekstur stræt- isvagnanna á þessu tímabili og ekkj að öllu á- rekstralaust. Sitthvað hefur verið gagnrýnt, m.a. i rabbdálkum blaðanna, og úrbætur oftast fenglzt að lokum. í lieild má þó segja, að vel hafi til tekizt um ,rekstur þeirra, a.m.k. í seinni tið. Enda er nauðsynlegt, að þeir svari kröfum tímans hverju sinni. Hinsvegar mun ganga erfiðlega að láta rekst- ur þeirra bera sig, sem kallað er, og kemur margt til. T.d. hefur einkabílum fjölgað gífurlega á síð- ustu velmegunarárum borgarbúa og hefur það að sjálfsögðu komið niður á rekstri strætisvagnanna, sem misst hafa af farþegum í æ ríkara mæli. Mun strætisvagnafarþegum jafnvel hafa fækkað undanfarið, þrátt fyrir fólksfjölgunina í borginni og nýjar strætisvagnaleiðir pg þar með fleiri vagna. Auðvitað ber að keppa að sem hagkvæmust- um 6g hallaminnstum rekstri strætisvagnanna, þó er hæpið að einblína á það sjónarmið, að allt verði að bera sig, og takmörk hljóta að vera fyrir því, hvað spenna má bogann hátt í fargjöldum. Á sumum strætisvagnaleiðum hlýtur alltaf að verða halli, Samt sem áður er ekki unnt að leggja þær niður. Rekstur strætisvagnanna á að vera þjón- usta við borgarbúa, án þess að að ganga of nærri pyngju farþeganna. Það sem á kann að vanta verð- ur að taka úr sameiginlegum sjóði borgaranna og jafna þannig aðstöðuna. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.