Alþýðublaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 8
Þingið ítrexar þá stefnuyfirlýs- ingu samtaka ungra jafnaðar- manna, að þjóðfélagið skuli í meg- indráttum vera þjóðfélag hins lýðræðislega sósíalisma. Þingið fagnar þeim skrefum er þegar hafa verið stigin í átt til þess og telur að hið svokallaða velferð- arriki sé áfangi að því takmarki. Þingið lýsir ánægju sinni með á- lyktun fiokksstjórnar Alþýðu- flokksins frá 13. marz sl., þar sem ítrekaður er sá vilji flokksins að í raðir hans fylki sér lýðræðis- sinnaðir vinstrimenn. Ajstaða til ríkisstjórnarimiar Þingið þakkar ráðherrum Al- þýðuflokksins fyrir störf þeirra í núverandi ríkisstjórn á þessu kjör tímabili. Svo og þakkar þingið þeim, flokksstjórn og alþingis- mönnum Alþýðuflokksins giftu- drjúg störf í þágu lands og lýðs og treystir þeim til farsælla Hið nýja húsnæði SUJT við Hverfisgötu. starfa hér eftir sem hingað til. Efnahagsmál Þingið harmar þá miklu dýr- tíð og verðbólgu, er geisað hefur hér á landi síðustu árin. Það lýs- ir vonbrigðum sínum vegna getu- leysis ríkisstjórnarinnar í þeim efnum og fagnar þeim vilja til stöðvunar, sem nú er fram kom- inn. Lýsir þingið yfir fyllstum stuðningi sínum við þá stefnu. Það lýsir andstöðu sinni við hina gegndarlausu sóun gjaldeyris- varasjóðsins og krefst þess, að nokkurt taumhald verði haft á notkun hans. Þingið telur það nauðsynlegt að haldið sé uppi öfl- ugri verðgæzlu til þess að tryggja eðlilegt vöruverð til neytenda. Þingið telur, að til þess að ná þessu markmiði þurfi að ehdur- skipuleggja starfsemi og starfsað- stöðu verðgæzlunnar. Þingið bend ir á þá hættu, er stafar af hinni’ miklu fjárfestingu og bindingu þjóðarauðsins á Suðvesturlandi. Skorar þingið á ríkisstjórnina að beita sér fyrir jafnari stórvirkj- unarframkvæmdum og annarri fjárfestingu og stuðla að auknum vexti atvinnuveganna í öðrum Iandshlutum. Atvinnumál Þingið fagnar þeirri uppbygg- ingu atvinnuveganna er fram hef- ur farið undanfarin ár. Það fagn- ar hinni miklu og mikilvægu úpp- byggingu bátaflotans, er átt hefur sér stað, telur endurnýjun togara- flotans óhjákvæmilega nauðsyn, og álítur stórfellda þróun og ný- skipan fiskiðnaðarins með aukna verðmætasköpun í huga, eitt brýn- asta hagsmunamál þjóðarinnar. Varar þingið við þeirri einhæf- ingu, sem á sér stað í fiskveið- um þjóðarinnar. Það fagnar þeirri stefnubreytingu, sem nú er að verða í málefnum landbúnaðarins fyrir ötula baráttu Alþýðuílokks- ins, og treystir flokksstjórninni til að fylgja henni fast eftir. Tel ur þingið hagræðingu í landbún- aði mikla nauðsyn. — Þingið lýs- ir fylgi sínu við stóriðju á ís- landi og notkun erlends fjármagns í því slcyni, þó því aðeins að það sé innan eðlilegra takmarka og lúti í einu og öllu íslenzkri lög- sögu. Þingið lýsir yfir stuðningi sínum við heilbrigðan íslenzkan iðnað og telur, að ríkisvaldinu beri að styðja hann eftir föng- um. Þingið varar við þeirri of- þenslu sem á sér stað í verzlun- og viðskiptum landsmanna, og telur óeðlilega marga aðila bundna í þessum starfsgreinum. Þingið telur, að nýir verzlunar og viðskiptahættir séu nauðsynleg ir og brýn nauðsyn sé á endur- skinulagningar verzlunarinnar. Þá \ýsir þingið vonbrigðum sínum vegna þróunar kaupfélaganna og telur, að þau hafi brugðizt skvld- um sínum til verðlækkunar á vör um og þjónustu til almennings. Húsnæðismál Þingið fagnar þeirri öru og já- kvæðu þróun, er nú og undan- farið hefur átt sér stað í hús- næðismálum almennings. Þingið telur nauðsyn bera til að fylgia þeirri þróun fast eftir og stefna að lækkun byggingakostnaðarins með nýrri tækni, f jöldaframleiðslu íbúða og endurskoðun ákvæðis- vinnutaxta — og betri nýtingu fjármagns þess, sem til bvgging- anna er varið, m.a. með eflingu bvggingartélaga verkamanna og byggmgarsamvinnufélaga, sem og hömlum og útrýmingu á því taum lausa braski, er nú á sér stað [ húsnæðismálunum. Þingið for- dæmir hið svívirðilega brask á íbúðarhúsnæði almetjnings, sem fram fer hemjulaust, og krefst þess að gripið verði strax í taum- ana. Þingið leggur áherzlu á, að unn ið verði öfluglega að útrýmingu lé legs og heilsuspillandi húsnæðis í landinu. Menntamál Þingið fagnar eflingu mennta og inLnningar í landinu, en lel- ur, að enn verði að herða róð- urinn, þingið leggur áherzlu á, að beitt verði nýtízku tækni og að- ferðum við kennslu, kennurum og nemendum verði búinn góður að- húnaður við námið og laun kenn- ara verði svo góð, að hæfustu menn séu jafnan fáanlegir til kennslu. Þingið telur, að fagna beri hinni nýju iðnfræðslulöggjöf og auknum námsstyrkjum tii þeirra, er stunda langskólanám. Þingið fagnar íslenzku sjónvarpi og væntir þoss, að öfluglega verði að því unni'ð, að það nái innan skamms til landsins alls. Þingið leggur til að skólasjónvarp, er nái til landsins alls, verði stofnsett hið fyrsta. Þingið telur brýna nauðsyn bera til að hindra frekari misnotkun félagsheimila í sveitum landsins en gera þau í staðinn að heilbrigðum samkomustöðum fólksins í landinu. Utanríkismál Þingið lýsir ánægju sinni yfir farsælli meðferð utanríkismála nú og fyrr. Það lýsir yfir eindregn- um stuðningi sínum við norræna samvinmi og telur, að íslending- um heri að ástunda vinsamleg sam skipti við allar þjóðir. Þingið lýs- ir vfir_stuðningi sínum við starf- rækslu Atlandshafsbandalagsins en telur óviðunandi að erlendur her sé til langframa í landinu á friðartímum. Þingið telur að sendinofnd landsins á Allsherjar- binm Samein”ðu þióðanna eigi að greiða atkvæði með aðild kín- verska alþýðulýðveldisins að sam- tökum Sameinuðu þjóðanna. Þing- ið harmar styrjpld þá, sem nú goisar í Vietnam og fordæmir í- •S: .Kíi:: v ýdí:;::; Um 70 fulltrúar víðsvegar að af landinu sóttu þingið. S 9. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.