Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 9
 r IHI! ' Á myndinni sést líkan af sýningrarsvæðinu. nú eins konar Tívoli fyrir börnin, þáð eru litlar jlárnbrautariestir með rafmagni, vagnar sem hestar eru spenntir fyrir og fleira ■skemmtilegt. Það er ihentugur tími að ferð ast til Montreal frá aprílmánuði til nóvember. Yfir háveturinn er mjöig kalt þar og oft festir þar ís á höfninni, en borgin liggur við St. Lavrence fljótið um 1600 km. frá strönd Atlantshafsins. Það þarf ekki að leita að ævin týrum í Montreal. Þau mæta manni á hverju götuho'ni. í borg inni er mikið menningarlíf. Grund völlur þess var lagður, er óperu höllin var byggð, en hún er fyrsti hluti af listatorginu, sem á að ná yfir stórt landssvæði. Sex frá bærir arkitektar eiga heiðurinn að óperuhöllinni, en þar eru sæti fyr ir 3000 manns. Bolshoi balletinn hefur meðal annars komið þar fram og stærstu hljómsveitir Am eríku hafa haldið þar tónleika. Höllin kostaði borgina um 400 milljónir króna. Nú er verið að byggja á Lista tortginu leikhús, þar sem verða sæti fyrir 1200 man’ns og annað minna lejkíhús með 800 sætum. Samtals munu þessar byggingar kosta um 300 milljónir kr. Þær eiga að verða tilbúnar í apríl nk. En þctta allt er ytri rammi borg arinnar. Hvað er það, sem gefur Járnbrautarlest á leið inn í borgina. borginni þessa sérstöku stemn- ingu, sem þar ríkir? Kannskj fólk ið, sem er af mörgum þjóðernum frönskum, enskum, ítölskum og fl. og fl. En við mætum kannski helzt frönskum siðum og venjum og sérstaklega í gamla borgarhlutan um, þar sem skemmtilegu frönsku veitingahúsin eru, en þó eiginlega alls staðar, hvar sem er í hinum 4000 veitingahúsum borgarinnar. Montreal er eins konar Mekka fyrir þá, sem meta góð vín og mat. Svo eru þar fjöldamargir nætur klúbbar, þar sem sýnd eru misjafn. le;ga góð skemmtiatriði og þar koma frönsku áhrifin víða fram En þegar allt kemur til alls er andrúmsloftið í Montreal ólíkt því sem er í flestum stórborgum_. Þess vegna mun borgin verða al heimsmiðstöð, ekki aðeins af því að heimssýningin 1967 verður þar, heldur af því að borgin virðist hafa meiri tilfinningu en aðrar stór borgir. frá brunaútsöluverði ATH.: Brunaútsölunni lýkur á laugardag. KJörgarður. (Jtsala Brunaútsala hjá Últímu, á áklæðum og fleiri dúkum, sérstakt tækifæri fyrir bólstrara og aðra sem þurfa á áklæði að halda. Verðið er: kr. 50,00 — 100.00 og 150.00 pr. metri. Einnig dálítið af gluggatjöldum og glugga- tjaldabútum. Tilboðið stendur til hádegis á laugardag. ÚLTÍMA, IKjörgarði Nýkominn jólaumbúðapappír 40 og 57 cm. rúllur. Eggert Kristjánssen & Co. hf. Sími 11400. TILKYNNING Matstofa Náttúrulækningafélags Reykjavík- ur að Hótel Skjaldbreið verður hér eftir opin á þessum tímum: Morgunverður alla virka daga kl. 8.30-10. Hádegisverður kl. 11.30-1.30. Kvöldverður kl. 6-7.30. Verið velkomin. N.L.F.R. 18. nóvember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.