Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 4
RHstjórar: Gylfi Gröndal (ób.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstjómarfull- trúi: ElBur Guönason. - Simar: 14800-14903 - Auglýsingasími: 14S05. Aösetur AlþýCuhúslö vtö Hveiíisgötu, Reykjavik. — Pr«otsmiöJa AlþíöU bíaöstns. — Askrlftarcjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7,00 elntakíi}. Gtgefandi AlþýöuflokkurinH. HANDRITIN ÍSLENDINGAR hafa ekki í langan tíma fengið eins mikil gleðitíðindi og þau, að handritamálinu sé íokið á þann hátt, að Danir muni afhenda okkur hina þráðu dýrgripi. Úrskurður Hæstaréttar í Kaupmanna höfn varð á þá lund, að afhenda skuli handritin eins ©g danska þingið hafði áður samþykkt. Þegar handritin koma heim, verða þau hýst í nýrri byggingu á lóð Háskólans, og verður hún án efa að musteri íslenzkrar menningar. Þeirra verður gætt að Handritastofnuninni, sem þegar er tekin til starfa og mun stunda og efla vísindalegar rannsóknir á hand ritunum á komandi árum. íslenzkt þjóðlíf og íslenzk menning verða stórum auðugri eftir en áður og standa traustari fótum. Handritamálið á sér langa sögu. Það hlaut 'að koma fi’am á sjónarsviðið eftir að stjórnmálalegu uppgjöri Iglands og Danmerkur lauk, en um framgang þess var erfitt að spá, enda fordæmi fá í mannkynsögunni. Islendingar tóku þá þýðingarmiklu ákvörðun að sækja málið ekki á réttargrundvelli og gerðu Dönum þar með auðveldara að leysa það. Það hafa dönsk yfir- völd nú gert með þeim myndarbrag, sem er til fyrir- fftyndar öðrum þjóðum og lengi mun í minnum hafður a íslándi. íslendingar trúa heitt á málstað sinn í þessum efnum sem mörgum öðrum og hættir því stundum við 'að (vanmeta erfiðleika málsins á erlendum vettvangi. Áfhending handritanna varð mikið tilfinningamál ýmsum áhrifamönnum í Danmörku, og komu til mis- munandi forsendur, sem sjaldnast voru fjandskapur í íslands garð. Það var í grundvallaratriðum alls ekki sjálfsagt, að úrslit málsins yrðu þau, sem orðin eru. Af þessum sökum meta íslendingar meir alla þá, sem tekið hafa þátt í baráttunni fyrir afhendingu handritanna. Þeir eru margir. Danir og íslendingar frá fe . . | áhugamönnum í röðum fólksins upp til æðstu ráða- rcanna. Erfitt er að nefna nokkra þeirra, án þess að gera <|ðrum órétt, en allir sem einn hljóta þeir að málalokuni þakldæti íslenzku þjóðarinnar. |Ekkii verður annað sagt en að samhúð íslendinga og Iíana hafi verið mjög góð síðustu tvo áratugi. Bygg- Ifát. það ekki aðeins á margþættum skyldleika, heldur og bréjkrttum hugmyndum og þroska nýrra kynslóða. í®ú hefur síðasta deilumálinu verið rutt úr vegi og e| tryigt, að vinátta þjóðanna verði enn traustari í framtípinni en hingað til. Mikið starf þarf enn að vinna, áður en siálf hand- ritin verða flutt heim. En þá verður hátíð á íslandi. 4 18. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i ■ ■■ .•■••■ ■ Getum afturfarid ad afgreida SQFASETTIN sem hvad mesta athygii vöktu aiÐNSÍNINGUMI 1966 klLlLLklII húsgagnaverzlun AUÐBREKKU 59 KÖPAVOGl SiMI 41699 OLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Á KÚBU Nú fer að síga á seinni hluta Olympíuskák- rnótsins á Kúbu. íslenzka skáksveitin hefur stað ið sig mjög vel og betur en nokkur þorði að vona fyrirfram. Hún lenti í öðru sæti í sínum riðli í forkeppninni og hlaut lSVz vinning, sem verður að teljast mjög góður árangur. Þar með komst hún í A-flokk í seinni hluta keppninnar, en að því var stefnt í fyrra áfanga. Árangur Frið- riks Ólafssonar á mótinu er frábær, hann tap- aði engrj skák í forkeppninni, en gerði eitt jafn tefli, tefldi þó á fyrsta borði í öllum umferðum. Það, sem af er seinni hluta mótsins, hefur sigur hans að vísu ekki verið eins alger og í fyrri hluta anum, enda er þár við samfellda röð harðskeyttra stórmeistara að glíma. Frammistaða hinna ís- lenzku skákmannanna er einnig mjög góð, enda mun þetta sterkasta skáksvelt íslenzk, sem teflt hefur á erlendum vettvangi og naumast völ á sterkari mönnum. ALMENNUR SKÁKÁHUGI. Skákáhugi á íslandi mun vera meiri og al mennari heldur en víðast hvar annars staðar í heiminum, enda hefur verið vel fylgzt með Olym píuskákmótinu hér heima, ekki aðeins af skák mönnum, heldur einnig af öllu'in almenningi sem lætur sig úrslitin miklu skipta. Lítill vafi mun á því að þessi óvenjulegi skákáhugi er ekki hvað minnst að þakka einum manni og á ég þar auðvitað við Friðrik Ólaísson, sem gert hefur garðinn frægastan í þessum efnum og er með fær ustu skákmönnum heims. En þótt skákárangur íslenzkra keppenda sé með miklum ágætum og skákáhugi mikill, þá verð ur það naumast þakkað því, hve vel sé að skák íþróttinni búið hér á landi af opinberri hálfu. Sannlelkurinn er sá, að hér á landi hefur ákaflega lítið verið gert fyrir félög og samtök skákmanna og skilningur á nauðsyn þess heldur takmarkaður. Enda eiga taflfélög borgarinnar ekkert þak yfir höfuðið og eru sífellt á hrakhólum með æfingar og mót á liverjum vetri, og sömu sögu er að segja af Skáksambandi íslands. Leiðir af sjálfu sér. að slíkt hlýtur að há verulega allri skákstarfsemi í landinu. Brýnasta úrlausnarefni taflfélaganna og Skáksambandsins er þess vegna að eignast þak vfir höfuðið. Með fullnægjandi lausn á því máli mundu skapast skilyrði fyrir aukinni starfsemi, m. a. alþjóðlegum skákmótum hér á landi, sem eru beinlínis nauðsynleg æfing og livatning skákmönn um okkar, sem fæstir eiga þess kost að sækja slík mót erlendis. OPINBER AÐSTOÐ NAUÐ- SYNLEG. Ég las í dagblöðunum nýlega, að einhver ráð- herranna, hefði haft á orði að gefa reykvískum æskulýð danshöll og það heldur fyrr en seinna. Þetta er vel mælt og höfðinglega. En íþróttahöll hefur þegar verið reist með aðstoð hins opin bera. Maður ætti þess vegna að mega gera ráð fyrir, að röðin fari að koma að skákíþróttinni. Enginn ætlast þó til, að byggt verði yfir hana hús á borð við íþróttahöllina í Laugardalnum.En á þess um örlætistímum fyndist mér vel viðeigandi, að ríki og borg tækju höndum saman og styrktu skákfélögin og Skáksambandið til að koma sér upp viðunandi húsnæði fyrir starfsemi sína. Frammistaða íslenzkra skákmanna hefur verið á þann veg að þeir eiga þetta fyllilega skilið, og ég held, að enginn mundi telja slíka aðstoð eftir. — Steinn, —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.