Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 14
Nýjung Nýjung Opnum í dag kjóSaverzlun að Lækjargötu 2 (áður Loftleiðir). Mjög stórt og fall- egt úrval af kvenkjólum og drögtum. Verð mjög hagstætt. Sú nýbreytni veröur höfð á, að kjólarnsr og dragtirnar seljast með afborgunum. Helmingur greið- ist strax, en eftirstöðvarnar eftir samkomulagi. Kjólabúúin Lækjargötu 2 Afhendingin Pramhald af bl«. i- lands í Kaupmannahöfn, sem birt er hér í blaðinu í dag. ÞaS var þröng á þingi í dóms salnum, þegar dómurinn var kveð inn upp á hádegi í gærmorgun, eft ir dönskum tíma. Áhorfendapallar voru allir fullir og fólk stóð þar sem því var við komið. Þá var þar fjöldi blaðamanna bæði frá blöðum og útvarpi og sjónvarpi og mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem ljósmyndurum og sjónvarps mönnum er hleypt inn í dómssal ínn í Kristjánsborgarhöll. Meðal viðstaddra, er dómurinn var kveð inn upp var Gunnar Thoroddsen sendiherra og lögmenn beggja málsaðila, dönsku ríkisstjórnarinn ar og Árnasafnsnefndar, auk margra fleiri, sem við sögu máls ins hafa komið. Dómsniðurstaðan var sem fyrr segir sú, að danska ríkisstjórnin var sýknuð af þeirri ákæru Árna safns að afhending handritanna til íslands væri andstæð dönsku stjórnarskránni. Lögmaður Árna- safnsnefndar Christrup lét svo um mælt, er dómurinn hafði verið kveðinn upp, að liann vildi ekkert um hann segja, fyrr en hann hefði nánar kynnt sér dómsforsendur. Um dómsniðurstöðuna sjálfa vís ast íem fyrr segir til viðtals við sendiherra íslands í Kaupmanna- !höfn, Gunnar Thoroddsen, sem Alþýðublaðið birtir í dag. Þegar ríkisstjórnir íslands og Danmerkur hafa skipzt á staðfest ingarskilríkjum á samningnum, sem gerður hefur verið um af- hendingu handritanna, munu há skólarnir í Kaupmannahöfn og í Reykjavík tilnefna tvo menn hvor til að ræða um það hvaða handrit skuli afhenda og senda til íslands eftir meginreglum laganna. Allt getur þetta tekið nokkurn tíma, og ekki er víst að fulltrúar háskól anna verði ævinlega sammála um hvaða handrit skuli láta af hendi en forsætisráðherra Dana skal þá skera úr ágreiningi eftir að hafa ráðfært sig við menntamálaráð herra íslands og Danmerkur. Samkvæmt samningnum skal afhending handritanna eiga sér stað á 25 árum, en þau öll verða ljósprentuð áður en þau verða send til íslands. Eins og kunnugt er af fyrri frétt um hefur bygging Handritahúss verið ákveðin og því valinn stað ui' á lóð Háskóla íslands. Þau handrit sem koma munu til ís- lands áður en húsið verður til búið verða geymd á fyrstu hæð húss Landsbókasafnsins við Hverf isgötu. Vanmetym ekki Framhald af 3. síðu. hlyti að sigra. Menn liafa van metið þýðingu þess, að við á- kváðum á sínum tíma að sækja málið alls ekki á réttargrund velli, enda tel ég að slíkt hefði verið alveg vonlaust. Þegar við íéllumst á það 1961 að taka við kæmi, viðurkenndum við að við liandritunum sem gjöf, ef til ættum ekki réttarkröfu til þeirra. Og menn hafa einnig vanmetið hvert tilfinningamál afhendingin er fjölmörgum Dönum. En samt var orðið við ósk um okkar. Þeir þrír mennta- málaráðherrar sem voru aðal viðsemjendur af hálfu Dana, 'þeir Jörgen Jörgensen, Helveg Petersen og K.B. Andersen voru allir ávallt ráðnir í því að ráða málinu til lykta eins og gert var og hið sama er að segja um forsætis og utanríkisráðherr ana, sem auk menntamálaráð- herranna fyrst og fremst fjöll uðu um málið, þá Viggo Kamp man, Jens Ötto Krag og Peer Hækkerup. Öllum þessum mönn um eigum við mikið að þakka sagði menntamálaráðherra. að lokum. H Ó T E L Súlnasalurinn - Jól atrésskemmtun Leigjum út Súlnasalinn fyrir jólatrésskemmtanir á tímabilinu 28. desember — 5. janúar. — Allar nánari upplýsingar hjá hótelstjóra í síma 20600. ANDRÉS auglýsir Erlend karlmannaföt frá kr. 1.390.—til kr. 1.990.— Stakir jakkar kr. 975.— Stakar terylenebuxur frá kr.575.— til kr. 770.— Föt úr enskum efnum, mjög hagstætt verð. Drengja- og unglingaföt frá kr. 1.200.— til kr. 1.650.— Stakir jakkar frá kr. 700.— til kr. 775.— Stakar terylenebuxur frá kr. 450.— til kr. 565.— Kvenkápur og dragtir í glæsilegu úrvali. KLÆÐIST ÓDÝKT Kaupið jélagjöfina tímanlega. Styrkveitingar Félagsmenn eða ekkjur þeirra, sem óska eftir styrk úr Styrktarsjóði Meistarafélags húsa- smiða í Reykjavík, sendi skriflegar umsóknir til skrifstofu félagsins, Skipholti 70 fyrir 10. des. nk. í umsókn skal greina heimilisástæður. STJÓRNIN. Systir mín Elísabet Jóhannsdóttir, Rauðarárstíg 9 lést í landakotsspítala, 16. þ. m. Fyrir hönd ættingja. Gúðmundur Jóhannsson. Eiginkona mín og móðir okkar Guðríður Nikulásdóttir, Skerscyrarvegi 3, Hafnarfirði, andaðist 17. þ. m. í St. Jlósepsspítala, Ilafnarfirði. Óskar Guðmundsson og dætur. Innilegar þakkir vottum við öllum þeim er sýndu samúð og vináttu við fráfall og jarðarför Benedikts *G. Waage, heiðursforseta í. S_ í. Sérstaldega þökkum við íþróttasambandi íslands fyrir þá sæmd að sjá um útförina. Börn, tengdabörn, barnabörn, bræður. og mágkona. Maðurinn minn Henrik W. Ágústsson, prentari, verður jarðsettur í dag föstudaginn 18, nóvember kl. 13.3Ú e.h. frá Neskirkju. Gyða Þórðardóttir. * 2,4 18. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.