Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 7
Nýgert og nykrað Haunes Sigrfússon: Jarteikn. Reykjavík, Heiinskringla 1966, 78 bls. í Það eru nýgervingar, segir Snorri, að kalla sverðið orm og kenna rétt, en slíðrirnar götur hans, en fetlana og umgerð hams hans. Þar heldur til ormsins nátt- úra að hann skríður úr hamsi og fer til vatns . . . Þá þykja ný- gervingar vel kveðnar ef það mál er upp er tekið haldi of alla vísu- lengd. En ef sverð er ormur kall- aður en síðan fiskur eða vöndur eða annan veg breytt, það kalla menn nykrað og þykir það spilla !• •. • Nýgervingar sýna kunnustu og orðfimi, segir Snorri. Hannes Sigfússon ýrkir einatt í seinni tíð í einskonar nýgervinga stíl, byggir kvæði á einni mynd eða líkin'gu og heldur sama máli eem upp var tekið of allt kvæð- ið. Dæmi úr nýrri bók hans, kvæð- ið nefnist Afríka: Vopnin plægðu þeim arð af hnot- brúnum akri Afríku: múgar byltust og blóð vætlaði í slóð þeirra. Muldrandi prestar gengu álútir og sáidruðu frómu guðsorði í flakandi sárin Og síðan drógu vindar herfi skýj- anna frá morgni til kvölds: nístandi klær regnsins iæstust um hverja lifandi taug og sundi’uðu hverri mótbáru En uppskeran kom þeim á óvart: Úr hinum víðlenda akri spratt ekki kristileg auðmýktin eða hin hvíta baðmull en alvopnaðir menn einhuga þjóðir og svignuðu sem stál í fárviðrinu K .... Þetta hygg ég að sé allgott kvæði. Kjósi menn kvæði það hlutverk að orða ,,skoðun“ á ,,skáldlegan“ hátt má segja aJS í þessu kvæði takist Hannesi Sig- fússyni tilætlun sin til fullnustu: kvæðið er heil mynd, og myndin er rétt, líking kvæðisins vel til fundin og auðskilin án þess að verða hversdagsleg. Annarstaðar kveður Hannes nykrað, — en nykr að er mál, segir Snorri, þar sem svo er skipt líkneskjum á sama -hlut sem nykur skiptist á margar leiðir. Dæmi þess er til að mynda kvæðið um Vietnam liér í bók- inni sem sýnilega er ætlað að vera merkingarbært með saina hætti og kvæðið um Afríku. Aðferð skáldsins setur því kvæði sín tak- mörk: kvæðinu er lokið um leið og það er lesið, myndmál þess „dauðhreinsað“ í þágu tiltekins skilnings. í kvæðinu um Víetnam verður hinsvegar streita hinnar tilætluðu merkingar kvæðisins og sundurleitrar myndsköpunar þess: skoðunin hefur sig ekki upp úr ringulreið kvæðisins. Kvæðaefni eins og Afríka, Víet- nam, Santo Domingó, öll í mið- hluta bókarinnar sem nefnist Ná- vígi, lýsa út af fyrir sig viðleitni Hannes Sigfússon Hannesar: hann vill bregðast við tíðindum, yrkja skorinort um sam- tíðarefni. Síðasti þáttur 'bókar- innar, Fréttaskeyti, þar sem eru fimm rímuð smáljóð, sýnir hins- vegar 'glöggt hversu ófallinn hann er fyrir að yrkja berum og beinum orðum út af tilteknum efnum: Sú dárahjörð sem Drottinn skóp svo deilast mun á jarðarplani: í hverjum hundrað manna hóp er hálfur sjötti Ameríkani. Og auðlegð heimsins: uxi og kind og allt sem við úr jörðu brutum er talin þeirra tekjulind að tæpum sextíu hundraðshlutum Og helming þess sem þá er leift munu þjóðir ,,gamla heimsins" nýta En afganginum illa dreift til okkar sem þeir fyrirlíta Það má vel vera að hér sé „rétt farið“ með hagfræðilegar stað- reyndir; um það skal ég ekki deila. Enda breytir það ekki þeirri stað reynd að þetta er flatrím, aum- legt linoð en enginn skáldskapur — ag sama gildir að sínu leyti um hin kvæðin í flokknum sem ort eru út af stríðinu í Víetnam. Þá bætir það ekki úr skák að það eru vondar og lieimskulegar ,,skoðanir“ sem Hannes rímar saman í þessum flokki, sbr. á- drepu hans lit af ,,níðingslegum“ friðarvilja sovétmanna austur þar-' Nú skipta skoðanir Hannesar Sigfússonar ekki ýkja miklu máli — nema þær reynist áhugavæn- leg skáldskaparefni. Og sjálf þörf hans að yrkja skorinort um sam- tíð sína kann að sinni að virðast áhugaverðari en afrakstur henn- ar, aðferð skáldsins, viðleitni hans fremur en einstök kvæði. Hún spennir milli skoðanaríms frétt; skeytanna og yfirvegaðrar hlut- lægni kvæðisins um Afríku, milli nykurstílsins og fullnaðra nýgerv inga þar sem tvö merkingarsvið málsins falla með öllu saraan í einni mynd. Ljóðmál sitt, löngum myrkt, myndríkt, margrætt, leit- ast Hannes hér við að aga með hugsun og skynsemi, fella það í farvegu hlutlægra yrkisefna. Bezt virðist mér honum takast upp þar sem hann reynir ýtrast á þanþol málsins án þess þó að leiða nýgerving þe^s til lykta, þar sem fleiri en eitt merkingar- svið þess eru virk í senn. Heil kvæði af þessu tagi eru til að mynda Elfan og Foringinn, trú-1 lega með beztu kvæðum í bók- inni, en sömu viðleitni sér að vísu stað hvarvetna í Jarteiknum; ann arsvegar við hana er hin fullnaða nýgerving þar sem hlutlægni kvæðisins þokar því fjær, gerir það óviðkemandi lesandanum, | hinsvegar nykraður fullyrðinga-1 stíll sem að vísu ber vitni skap- hita skáldsins og góðum vilja en drepur sjálfu yrkisefninu á dreif. Hannes Sigfússon skipar bóik sinni í þrjá hluta, Hringa og teikn, Návígi, Fréttaskeyti. Eins og heiti kaflanna bera með sér einu hin skorinorðari ljóð einkum í tveim- ur þeim seinni, en í fyrsta kafl- anum eru ljóð af persónulegri tilefnum skáldinu. Hinsvegar er aðferð kvæðanna söm <tg jöfn fram að flatríminu ,og má í sjálfu ljóðmálinu 'greina sameiginleg minni báðum fyrri þáttum henn- ar. Það eru annarsvegar myndir ,,dauðrar“, hinsvegar ,,lifandi“ náttúru, annarsvegar kuldi og frostbirta, hinsvegar hlýja og gró andi, annarsvegar steingerving, hinsvegar lifandi líf: Nýtt umhverfi nýir sjóndeildarhringar nýtt tákngildi reikulla mynda Ekki lengur brotnar reglustikur á homhvössum burstum húsa né skært brothljóð einfeldnings- legra sólargeisla á hörkulegunv rúðum né hið þráláta skordýrasuð í skellinöðrum bifreiðum og gljá- andi bjöllum djúpt undir yfirborði vitundar- innar í vef gatna og stræta strengdum milli dagmála og nöt- urlegs kvölds einhversstaðar milli himins og heljar En mjúklega svignandi greinar sem rita hringa Gtg teikn í stað- festulausan vindinn en þyrst vötn sem drekka svala birtu morgunsins Nýjar vörur Stór sending af vönduðum Vetrarkápum Frökkum og Hettu-úlpum, tekin upp í dag. Hagstætt verð. Bernhard Laxdal KJÖRGARÐI. Skinnhanskar Ný sending af fóðruðum Sklnnhönzkum í fjölbreyttu úrvali. Tilvalin jóSagjöf. Bernhard Laxdal KJÖRGARÐI. Ný sending af Höfuðklútum (slæðum) í nýjustu tízkulitunum tekin upp í dag. Bernhard Laxdal KJÖRGARÐI. eins og mjólk úr djúpum skálum kyrrðarinnar áður en bráðlátir fuglarnir hefja sig til flugs skella tungum í góm og syngja hátt undir bl'áum hvelfingum eins og skyttur í margslungnum vef vinda 'og sólargeisla þöndum milli andrár og eilífðar einhversstaðar milli himins og jarðar. Andstæðurnar sem þetta kvæði lýsir birtast hvarvetna í Jarteikn- um Hannesar Sigfússonar, inni- faldar sjálifu ljóðmáli hans og yrkisefni einstakra kvæða. Sjálft óþolið sem undir þeim býr virð- ist mér kveikjan í skáldskap Hann esar, óhugnaður hins harða, af- dráttarlausa og. fullgerða annars- vegar, liinsvegar kvenlegur hugn- aður, gróandinnar, hins mjúka og sveigjanlega; og þessi óþreyja þýr að baki þörf hans að taka af- stöðu, kveða jákvætt, persónuleg- ur lífsvandi að baki hinna afdrátt- arlausu skoðana. Bezt virðist mér Hannesi takast þar sem honum auðnast að glæða hlutlæg yrkis- efni þessari persónulegu kveikju, þar sem ljóði hans auðnast sii vitrun sem lýst er í lokakvæði bókarinnar, Eldflauginni: Honum vitraðist jörðin í hinni víðustu merkingu: Vængháf fulls skilnings yfir fullnuðum hring um fræðilega tilgátu sem varð tindrandi gleði Og sumariivít ský ! greiddu tómlátan efa hans sundur ’ Sami vandi lýsti sér í fyrri bók 'hans, Sprekum á eldinn, Jarteikn lætur engar nýjar niðurstöður uppi; þar og í þessari bók eru Framhald á 15. síðu. 8. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.