Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 13
Kjóllinn Sænsk kvikmynd byggð á hinni djörfu skáldsögu Ullu Isaksson. Leikstjóri Vilgot Sjöman arf- taki Bergmans í sænskri kvik- myndagerð Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Dirch og sjóliðarnir- Dönsk músik og gamanmynd í litum. Dirch Passer Elisabet Oden. Sýnd kl. 7 og 9. T rúlof nnarhringar Fljót afgreiðsla. •enduin gegn póstkröfn. Guðm. Þorsteinssoa tvllmniður Bankasiræti 1S. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborar ■— Vibraíorar. Vatnsdælur o. m. fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. Brauðhúsið Laugavegi 126. SMTJRT BRAUÐ SNITTUR BRAURTERTUB SÍMI 24681. FRAMHALDSSAGA eftlr Dorothy Saville HYLDU hefur oft langað til að laga á þér hárið. Varaliturinn er ekki Jield- ur eins og hann ó að vera, en ég er með snyrtivörur og . . . Hún greip um handlegg Heathers. — Setztu, ég má rétt vera að þessu — þú þekkir ekki sjálfa þig þeg- ar ég er búin að gera það, sem ég vil gera. 4. kafli. Heather lokaði augunum og æfðir fingur Ivy smurðu andlit hennar í allskonar kremum og áburði. — Frú Tennant kom á snyrtistofuna í dag og lét leggja sig, sagði Ivy. — Hvernig lítur hún út? spurði Heather. — Frú Tennant? spurði Ivy undrandi. — Hefurðu aldrei séð ihana? Nei, alveg rétt, þú (hefur ekki búið svo lengi í Wayford. Hún er hávaxin og dökkhærð, sagði Ivy svo. — Hún er með blásvart hár og ekki eitt grátt hár. Hún er lagleg og kurteis en svolítið stór með sig, ef þú skil- ur við hvað ég á. Hún er a£ gömlum, fínum ættum og húsið, sem þau búa í „Edgeholm" er ættarsetur foreldra hennar. Ég held að foreldrar hennar Jiafi verið harla lítið hrifin af því, þegar hún giftist Gilbert Tenn- ant. Hann var líka fátækur þá og átti aðeins eina íbúðarholu — I-Iann á þá meira núna, skaut Jill inn í. — Hann er for- ríkur og það er gott að vinna hjá honum. Hann hetlur gert heilmikið fyrir starfsfólk sitt svo sem tennisklúbbinn, sundhöll- ina og knattspyrnuvöllinn . . . Heather fann að hár (hennar var sett upp á ihöfuðið, en hún opnaði ekki augun. Það var þægi- legt að sitja svona og hlusta á masið í Ivy og Jill og vita, að hún var ein af þeim. Eftir fá- eina tíma myndi hún hitta Miles. Skyldi 'hann muna, að hann hafði beðið hana um dans? — Svona! sagði Ivy og tók plastslána af öxlum íhennar. — Horfðu nú á þig. Nei, ekki í þess um spegli, í stóra speglinum. Heather reis á fætur og starði mállaus á spegilmynd sína. Þetta gat ekki verið satt! Ljóst hár ihennar var greitt hátt á höfuðið og Ivy 'hafði tek- ið perlufestina af (hálsi hennar og sett hana í hár hennar. Hún hafði sett veikari roða í kinnar ihennar og málað augun og um- hverfi þeirra og gert þau dálítið ílöng og austraen og varaliturinn var nákvæmlega eins á iitinn og nýi kjóllinn hennar. — Er þetta ég? spurði Heath- er og Ivy skellihló. — Þú hefur ekki hundsvit á förðun. Komdu heim til mín eitt hvert kvöldið og ég skal kenna það, sem þú þarft að vita. — Ég veit ekki hvernig ég get nokkurn tíma þakkað þér . . . sagði Heather en Ivy lét, sem hún hefði ekki heyrt það. — Ég fer með draslið þitt í vinnuna á morgun, sagði Jill. — Komdu, við skulum koma nið ur og gera alla undrandi. A leiðinni á dansleikinn varð Heather aftur taugaóstyrk. Hvað ef enginn vildi dansa við hana? Það voru svo margar laglegar stúlkur hjá Tennants? Hvað átti hún að gera? Jill sagði, að bróð- ir hennar myndi sækja þær eftir dansleikinn svo hún varð að bíða þangað til hann var á enda. Hún var dauðfegin því, að Jill skyldi hafa kennt henni að dansa í dagstofu Edwardsfjölskyldunn- ar, en þar höfðu þær rúllað upp gólfteppinu og ýtt húsgögnumnn til hliðar. Hún hafði meira að segja lært að hlæja, þegar hún tók rangt spor, því engum virt- ist þykja það mikið. í gærmorgun hafði hún sagt við JHÞ — Ungu mennirnir hér virðast ekki taka eftir því, að ég sé til. Hinsvegar virtust þeir gera það í kvöld. — Hvar hefurðu falið þig alla mína ævi? spurði Bob Lloyd og sveiflaði íhenni í hring. — Æ, nú kemur Alan Parker til að biðja um næsta dans. Það reyndist rétt og nú dans- aði Heather við ungan mann úr járnvörudeildinni. Hann var lít- ill og grannur með þéttliggjandi augu og minnti hana á lúðu. Hann hélt alltof fast utan um hana. — Hvað með næstu viku? sagði hann. — Eigum við að fara í bíó? — Ég held ég geti það ekki, sagði Heather. Henni leizt ekk- ert á hann. — En hinn daginn þá? Þegar hljómsveitin hætti að leika laumaðist hún frá honum og fór til Jill. — Ég hélt þú hefð- ir sagt, að Tennants fjölskyldan kæmi alltaf sagði hún og' reyndi að láta sem henni stæði á sama. Hún vissi að það skipti engu máli þótt hún liti vel út í kvöld ef Miles kæmi ekki og sæi það. Ekk ert skipti máli nema — Miles. — Þau koma, sagði Jill. — Þau verða aðeins í einn eða tvo tíma. Miss Price sagði að hr Ten- nants láliti að það væri bezt þann ig. Fólkið skemmtir sér betur ef forstjórinn er ekki alltaf vom- ♦ andi yfir því. Þau eru vön að koma klukkan hálf tólf eða í fyrsta lagi hálf ellefu. Skemmt- irðu þér ekki vel? Finnst þér þetta ekki eitthvað annað en Fir- lands? — Jú, sagði Heather með mik illi áherzlu og sá skyndilega fyrir sér litla bæinn með litlu húsun- um sín hvorum megin aðalgöt- unnar. — Ég skemmti mér vel í kvöld. Ég ér svo fegin að þú kenndir mér að dansa. Ég . . . Hún þagnaði því allt varð kyrrt og hljótt í salnum. Nú komu þau inn. Gilbert Tennant og kona hans í knipplingakjól og bak við þau stóðu Miles og bróð- ir hans Ted. Þau gengu gegnum salinn og námu staðar til að taka í hend- ur á hinum og þessum. Ted var ímynd föður síns og leit út fyrir að kunna vel við sig, en Miles leit ekki út fyrir að líða sem - bezt. Hann var sólbrunninn í andliti og einn lokkur af svörtu hiári hans féll niður á ennið. Hljómsveitin fór aftur að leika — hægan vals. Einn eldri mann anna bauð frú Tennant upp og hr. Tennant dansaði við ungfrú Price. Allir voru að dansa og Heather sá að Miles leit um- hverfis sig áður en hann sá hana. Tíminn virtist standa kyrr. Hún beið og þorði naumast að draga andann meðan hann gekk til hennar. Alan Parker kom úr hinni áttinni. En Miles varð á undan. Hann sagði ekkert en rétti fram hend- urnar og hún lagði sínar í hans. Þau dönsuðu eins og þau hefðu alltaf dansað saman. — Ekki þennan dans, Heather — alla hina líka, sagði hann. — Hvað hefurðu gert, nornin þín? — Ekkert! — Ætlarðu að segja mér að það sé kjóllinn einn. Allar aðr- ar vikur hefurðu verið eins og lítil fluga og engum hefði komið til hugar að þetta væri dular- búningur. Heather sagði við sjálfa sig, að þetta væri aðeins málæði eins og gerðist og gengi á dansleikj- um. — Hvern einasta dans! sagði hann, en hún hristi höfuðið. — Það er ekki hægt, það er búizt við að þú dansir líka við aðrar. — Ted getur það — hann er vanur því. En þá segjum við bara annanhvern dans! Heather tók eftir ihinum, sem buðu henni upp, en kvöldið leið og hún fann að Alan Parker og Miles bitust um hana. Alan kom til hennar aftur og aftur en Mi- les var alltaf á undan og þrátt fyrir hamingjuna og sæluna sem gagntók hana var Heather óviss. 5. kafli Við skulum koma út fyrir, sagði Miles og leiddi hana út í garðinn inn milli trjánna, sem litskrúðugar luktir héngu í. Þar tók hann hana í faðm sér og var- ir hans snertu hennar. Allt annað gleymdist. Heather fannst sem hjartað hyrfi úr líkama hennar og varir hans kröfðust æ meira. Varir Hre frisk heilbrigð SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængnrnar, Eigum dún- og fiðurheld ver gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). 8. desember 1966 -- ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.