Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 14
Migfréttir. Framtaald af 3. sfSn. dómskipan. í gær fór ráðherra nokkrum orðum um skýrsluna, og þær niðursctöður, sem þar er að finna. Einnig kvaddi sér hljóðs Ólafur Jóhannesson (Fj og minnti á að eiginlega hefði þessi athugun á meðferð dóms mála fyrst komizt í gang eftir að þingsályktunartiliaga frá Framsóknarmönnum um það efni hefði verið samþykkt. Er umræðum um skýrslu ráð herra var lokið mælti Björn Fr. Björnsson fyrir þingsálykt unartillögu um breytta héraðs dómskipan Fyrirspurn: Svohljóðandi fyrirspurn um raforkumál var borin fram í gær til raforkumálaráðherra, en spyrjendur eru allir þing- menn Austurlandskjördæmis: Hvaða ráðstafanir eru fyrir- hugaðar í rafmagnsmálum Áusturlands til að koma í veg fýrir, að hliðstæðar rafmagns truflanir og hafa átt sér stað undanfarið, endurtaki sig? Almannatryggingar: Frumvarp til breytinga á lög um um almannatryggingar, sem Alfreð Gíslason flytur, var lagt fram á Alþingi í gær. Ger ir það ráð fyrir að kostnaður við tannlækningar verði greiddur af almannatrygging- um að þrem fjórðu hlutum, þegar tannlækningarnar teljast bein helisufarsleg nauðsyn. Frumvarp samhljóða þessu vap- flutt á síðasta þingi, en náði. þá eigi fram að ganga. Rhodesía r H'ramhald af 1. sfðu. ráðið viðurkenni ákvörðun Breta um að Sþ fjalli um Rhodesíudeil una, þá viðurkenni Sþ Rhodesíu um leið sem sjálfstætt ríki. Og ef Bretar haldi fast við það, að deil an um sjálfstæði Rhodesíu sé mál milli Rliodesíu og Bretlands þá sé enginn grundvöllur fyrir alþjóð legum nauðungaraðgerðum. Frá Salisbury berast þær fréttir, að framámenn í rhodesískum iðn aði séu ekki sammála Smithstjórn -inni, ura að refsiaðgerðir með stuðningi Sþ muni lítil áhrif hafa á efnahagslíf landsins. Hinn kunni fjármálamaður og iðnjöfur, Caroli Haurtley, sagði að refsiaðgerðir mundu leiða til erfiðra tíma og hætta væri á of framleiðslu í hinum mikilvæga tóbaksiðnaði. Annar fjármálamað ur sagði að þegar Sþ samþykkti refsiaðgerðir yrðu þær löglegar, en til þessa hefðu mönnum í raun inni verið í sjálfsvald sett hvort þeir verzluðu við Rhodesíu. Refsi aðgerðir á vegum Sþ leiddu hins vegar til þess að gripið yrði til ráðstafana gegn þeim, sem keyptu vörur frá Rhodesíu. Hann minnti á, að Vestur-Þjóðverjar yrðu ekki bundnir af samþykktum Sþ, þar sem þeir væru ekki aðilar að sam tökunum. Stuldur Framhald af bla. 1 Örfáum dögum síðar brutust þeir aftur út, grófu upp kassann og brutu hann upp. Þeir skiptu peningunum á milli sín, en ávísan irnar fékk annar í sinn hlut. Földu þeir þýfið í útihúsum á Litla-Hrauni. Er málið var upplýst orðið, vís uðu fangarnir á peningana og kassann. Fundust þar tæpar 40 þús. kr í peningum og ávísanir að fjárhæð kr. 135 þús. Auk þess innlánsbækur og ýmis skjöl. Mun meiri hluti fjármunanna hafa fundizt, en þó hefur talsvert af peningunum glatazt. Fangarnir tveir bjuggu í sam- liggjandi klefum pg höfðu þeir brotið gat á vegginn milli klef- anna. Þá höfðu þeir losað sund ur járnstöng utan við glugga á öðrum klefanum og komzt þar út. Er lögreglan framkvæmdi rann- sókn í klefunum, kom í ljós, að fangarnir höfðu fyllt upp í gatið á veggnum og fest járnstöngina, svo að ekki bar á missmíði nema sérstaklega væri að gáð. Þá upplýstist, að annar bessara fanga hafði fyrr í haust brotizt inn í Kaupfélagið í Hveragerði og þá stolið ávísunum og ávísana- eyðublöðum. Á þeim tíma var liann frjáls maður_ Með því að falsa ávísanir á þessi blöð og framselja hinar, varð hann sér úti um 30 þús. kr. Þessi maður liafði að vísu verið sterklega grunaður um verknaðinn, en játning ekki legið fyrir áður. Hitler Framhald af 3. síðu. mótspyrnuhreyíinguna eftir að Hitler hafði gefið skipunina um að París skyldi brennd til ösku. Von Choltitz hershöfðingi, sem lézt í Badan Baden í síðasta mán uði, hefur skýrt svo frá, að skip unin um að brenna París hafi ver ið send frá aðalstöðvum Hitlers í Wolfsehanze í Austur Prússlandi 23. ágúst 1944. Skipunin var svo hljóðandi.: „Undirbúa verður eyði leggingu brúa í París. París má ekki falla í hendur fjandmann anna, en ef svo fer verður borgin að hafa breytzt í ruslahaug." Höggmyd Framhald af 3. síðu. var forstjóri elli- og hjúkrunar- heimilisins frá stofnun 1953 til dauðadags. Skaj hér ekki fjölyrt um, hve mikla alúð hann lagði við þau störf, hve annt hann lét sér um hag stofnunai'innar og ekki síður um hag einstakra vist manna, eða hve sleitulaust hann starfaði að þessum málum, enda er það alkunnugt. Þessari stofn- un var hann tengdur ákaflega traustum böndum. Guðmundur Gissurarson var fyrsti formaður Félags ungra jafn aðarmanna í Hafnarfirði og vann þar gott istarf eins og víðar. Þess vegna fannst ungum jafnaðar mönnum hér vel við eiga að hafa forgöngu í að láta gera þessa myndastyttu af Guðmundi. Hafa □ PARÍS: — Kosygin forsæt isráðherra lauk í gær þriggja daga heimsókn sinni til Aust ur-Frakklands, en megintilgang urinn með heimsókninni þang að hefur verið sá að vekja at hygli á vísindasamvinnu Frakka og Rússa. □ BONN: — Tveir af hverj um þremur Vestur-Þjóðverjum telja unnt að koma á efnahags legri samvinnu við Austur-Þjóð verja. Aðeins einn af hverjum hin Alþýðuflokksfélögin í bænum Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar og Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, beitt sér fyrir málinu ásamt Félagi ungra jafnaðar- manna, en margir aðilar aðrir, vinir og vandamenn Guðmundar heitins, hafa léð þessu máli gott lið. Fyrir atbeina og tilstyrk allra þessara aðila er nú myndastytt- an komin á sinn stað lijá Sól- vangi Styttan er eign Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs og er hér með falin umsjá yðar sem forstjóra stofnunarinnar. Er þess vænzt, að hún megi lengi minna á þá þakkarskuld, sem bæjarfé- lagið stendur í við menn eins og Guðmund heitinn Gissurarson, og örvi jafnframt ungt fólk til dyggi legra starfa og ötulla fram- kvæmda í félagsmálum". Þá tóku til máls: Jóhann Þor- steinsson forsjtóri Sólvangs, og þakkaði gjöfina, Gestur Þorgríms son myndhöggvari Kjartan Jó- hannsson verkfræðingur, frú Ing veldur Gísladóttir og frú Sigrún Gizzurardóttur. sex telur að það sé ókleift, sam kvæmt skoðanakönnunum. □ KARLSRUHE: — Hinn öfgasinnaði þjóðernisflokkur í Vestur-Þýzkalandi telur að með limir flokksins verði rúmlega 30.000 um áramót. □ BONN: — Hluti af húsa kynnum upplýsingaþjónustu vestur-þýzka jafnaðarmanna- flokksins eyðilagðist af eldi í morgun. Fréííir í stuttu máli 8. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.