Alþýðublaðið - 14.12.1966, Page 9

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Page 9
— Er mikil hreyfing í myndlist inni í París um þessar mundir? •—Já, það er margt að gerast. Þessa tvo mánuði sem ég var þar núna var mikið að sko'ða, komst varla yfir það sem mér fannst þýðingarmest. Nú ég þurfti líka að safna ýmsu öðru í sarpinn fyrir veturinn. Ég fór mikið í leikhús og á hljómleika. Ég skal segja þér frá einhverju af því, ef þú vilt: — Sýn ingin „Listasafnið í Verksmiðj- unni“ var stórmerkileg. Það eru 30 málverk úr einkasafni Iiollenska sigarettuframleiðandans Peter Stu yvesant sem komið er fyrir í Mu sée d’arts deeoratifs; í verksmiðju umhverfi tilbúnu með stækkuðum Ijósmyndum og ljóskösturum, og tíl þess að gera umhverfið sem eðlilegast eru vélahljóð og verk smiðjuhávaði spiluð af segulbönd Texti: Sigurður Jón Ólafsson um. Þessí Peter Stuyvesant var fyrsti maðurinn til að hengja upp málverk í verksmiðjuna sína. Ég var mjög hrifin af þessu. Listaverk ættu að vera snarari þáttur í lífi fólks en nú er og koma til þess í verksmiðjur og hvert sem er. Eða eins og franski gagnrýnandinn Pi erre Cabanne orðar það í grein nýlega: „Tímabil meistaraverk- anna og safnanna er liðið undir lok en hafið er tímabil hins venju lega manns.“ Svo sá ég auðvitað Vermeer- sýninguna. Það voru líka 600 þús undir búnar að vera þegar ég var á ferð. Ég er búin að segja þér hvað mér finnst um Vermeer. Hugs aðu þér hvað málarar eru stund um lítið „populaire" á meðan þeir eru á lífi’. Það verður of langt mál að telja upp allt það sem ég sá í þessari ferð. Ég sagði þér víst að ég var þarna meðfram í sambandi við sam sýningar sem ég tók þátt í og hef gert undanfarin ár. Ágætar sýning ar og fjölbreyttar. Ein þeirra var kirkjulistarsýning, mjög merkileg Þar sýndi ég m.a. Kross úr smíða járni, sem hann Magnús Pálsson smíðaði fyrir mig. Krossinn vakti talsverða athygli — þótti original — Eg vona að liann komist í kirkju einhverntíma. — Svo við snúum okkur að föð urlandinu, hvernig finnst þér nú að vera komin heim aftur eftir 6 ára útivist? — Það er nú margt gott um það að segja og líka ýmislegt, sem mér finnst erfitt að sætta mig við. Verst líkar mér hvað fólk talar mikið um peninga og virðist meta allt til fjár. Fólk leggur ógurlega mikla vinnu á sig, byggir hús, fyllir þau af fínum og dýrum munum, en mér sýnist minni rækt lögð við kjarna lífsins, lífshamingjuna sjálfa. Mér finnst líka hryggilegt hve fólk á erfitt með að brosa; kannski er það skammdegið. Það lagast eftir áramótin — vonandi. Þegjandi er ég neyddur til að samþykkja veikleika okkar íslend- inga gagnvart krónunni. Sný mér að öðru. — Hvernig hefur fólk tekið sýn ingunni á Mokka? — Ef þú *meinar hvort ég hafi selt, þá er því (il að svara, að ekki ein mynd liefur selzt. Mér finnst það ekkert negativt vegna þess að ég geri mér grein fyrir að fólk hér er óvant þessarri tegund mynd listar og þarf sinn tíma til að átta sig á að hún tilheyrir framtíðinni Mér virðist þó að áhuginn sé greini iega vaxandi, því ég hef i'engið óteljandi upphringingar og skila boð frá fólki sem ég tek mikið mark á, sem hefur látið í ljós ánægju og fögnuð yfir því, að ég er hér á ferð með nýstárlega hluti Má þar t.d. nefna myndir sem ég kalla „partitionir” og eru málaðar ýmist á-tré- og gíerplötur eða á tvær glerplötur með rúmi á milli. Form og litir á báðum flötunum leika svo, ásamt með skuggum, sitt lag, sem er síbreytilegt eftir því hvernig ljósið fellur á mynd ina. Þá spyr ég Eyborgu um álit hennar á ísl. myndlist í dag. — Þar sem ég hef verið svo lengi í burtu, hef ég að sjálfsögðu ekki haft tækifæri til að fylgjast með, en af þeim sýningum sem ég hef sé'ð síðan ég kom heim, virðist mér ckki að neitt nýtt liafi komið fram í ísl. myndlist nýlega. Það sem ég hef séð hefur mér fundizt frekar bragðdauft og svefngengils legt og ekki sambærilegt því sem fram kom á eldmóðstímabilinu fyr ir og eftir 1950. Hamingjan hjálpi mér, ef ég freistast til að halda fram, að þeir málarar sem þá fram, að þeir málarar sem nú gengu fyrir skjöldu, séu orðnir ,,bourgeois“ og hafi stagnerast og ekki hafi komið nýir „eldmóðs- menn“ í staðinn. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég fletti skrá þeirri er tilheyrði sýningu Eyborgar í Bogasal Þjóð minjasafnsins í ársbycjun 1965. Þar stanza ég við mynd, einfalda að gerð, sem Eyborg hefur gefið nafnið: „Leit að dropanum tæra“. Ég spyr listakonuna, hví hún hafi valið þetta nafn á myndina. — Ég hef gaman af poetískum nöfnum á myndirnar mínar; nöfn um sem hafa bara meiningu fyrir mig eina. Ég er leið á nöfnum sem sett eru á myndir eingöngu til a'ð truíla fólk og skaprauna eða villa um fyrir því. Mín verk eru ab strakt og því skyldu nöfnin ekki vera það líka? Annars ættu allir aö leita að dropanum tæra í sem flest um skilningi. Það er ekkert ab strakt! Mér þykir tilhlýðilegt að enda þetta spjall okkar á því að spyrja E.vborgu um álit hennar á list og gildi hennar fyrir þjóðfélagið al mennt, — Ég tel ekki að líf án lista sé þess virði að vera lifað. S.J.Ó. ALMENNA BÓKAFÉIAGIÐ ISLENZKIR MALSHÆTTIR Bjami Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman. Sígilt uppsláttarrit með yfir 7000 málsháttum. fél.m.verð kr. 495.00. FLUGIÐ FRUMAN HREYSTI OGSJÚKDÓMAR KÖNNUN GEIMSINS MANNSHUGURINN MANNSLÍ KAMINN STÆRÐFRÆÐIN VEÐRIÐ VÍSINDAMAÐURINN KVÆÐI OG DANSLEIKIR l-ll Jón Samsonarson tók saman þetta grund- vallarrit í þjóðlegum bókmenntum. fél.m.verð kr. 695,00. ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR í FORNÖLD Afburða ritverk eftir próf. Einar Ólaf Sveinsson, um glæstasta skeið, íslenzkra bókmennta. fél.m.verð kr. 295.00. fél.m.verð hverrar bókar kr. 350.00. SLASON, SKÁLDSKAPUR OG STJÓRNMÁL Úrval Ijó^a og ritgerða þorsteins Gíslasonar ritstjóra. I bókinni er m.a. stjórnmálasaga islands árin 1 896-1 91 8; fél.m.verð kr. 350.00. LÝÐIR OG LANDSHAGIR l-ll eftir dr. borkel Jóhannesson. Hagsaga islands og atvinnuhættir, æviágrip merkra manna og bókmenntaþættir. fél.rn.verð kr. 590.00. LAND OG LÝÐVELDI l-ll eftir dr. Bjarna Benediktsson. Samtiðarfrásögn þeirra viðburða, sem hæst ber i sögu islands á siðustu áratugum. fél.m.verð kr. 590.00. HANNES HAFSTEIN l-lll eftir Kristján Albertsson, rithöfund. Ýtarlegasta ritverkið um sjálfstæðisbaráttu islendinga fyrir og eftir siðustu aldamót. fél.m.verð kr. 820.00. HANNES ÞORSTEINSSON, SJÁLFSÆVISAGA Bókin, sem geymd var undir innsigli i áratugi og enginn mátti sjá fyrr en á aldarafmæli höfundar. fél.m.verð kr.. 235.00. KRISTRÚN I HAMRAVÍ K eftir Guðmund Gislason Hagalín. fél.m.verð kr. 195.00. LÍF OG DAUÐI eftir dr. Sigurð Nordal. fél.m.verð kr. 195.00. SURTSEY Sigurður Þórarinsson. Nýjar útgáfur á ensku, þýzku og dönsku. fél.m.verð kr. 195.00. 14. desember 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.