Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 13
Siml 60184. Kjóllinn Sænsk kvikmynd byggð á hinni djörfu skáldsögu Ullu Isaksson. Vilgot Sjöman’s Wállgren Gunnar Björnstrand Tina Hedström f.f.b Leikstjóri Vilgot Sjöman arf- taki Bergmans í sænskri kvik- myndagerð •Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. DircSi og sjóiiðarnir- Ný bráðskemmtileg gamanmynd í litum og CinemaScope, leik- in af dönskum og norskum og sænskum leikurum. Tvímæla- iaust bezta mynd Dirch Passer. Dirch Passer Anita Lindborn Sýnd kl. 7 og 9. T rúlof unarhringar Fljót afgrreiðsla. Senduna gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinssoa Cullsmlður Bonkastræti 12. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússning'a-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborar — Vibratorar. Vatnsdælur o. m. fl, LEIGAN S.F. Sími 23480. SKIURSTÖOIN Sæhtai 4— Sími X8-2-27 BIHinn er smurSúr rijðft og vel. Séðjuxa allar tcgnatúr af tönurolíu' Aðalfurtdur Sambands Dýraverndunarfélaga SAMBAND Dýraverndunarfé- laga íslands hélt- aðalfund þann 27. nóvember sl. að Ilótel Sögu. Fundarstjóri var formaður sam- takanna Þorbjörn Jóhannesson, en Góður afli í Ólafsvík DRAGNÓTAVERTÍÐ lauk hjá Ó- Lafsvíkurbátum 1. nóvember. Afl- inn á vertíðinni var oftast góður. Afli einstakra báta var sem liér segir: Geysir 449,950 kg. Ólaíur 287.670 — Garðar 281.440 — Auðbjörg 279.280 - Hrönn 277.740 — Guðbjörg 250.580 — Magnús Ólafsson 194.515 — fundarritari Þorsteinn Einarsson. I skýrslu stjórnarinnar var rak- inn gangur ýmissa mála, sem stjórnin eða dýraverndunarfélögin hafa unnið að og skýrt frá lög- um frá Alþingi, sem varða vel- ferð dýra. Helztu lagasetningar vörðuðu bann við olíu-ötun sjáv- ar og staðfesting alþjóðasamþykkt ar um slíkt bann, takmarkanir á því að kveikja eld í sinu og end- urskoðuð lög um fuglaveiðar og fuglafriðun en með þeim lögum var notkun snörufleka við veiði svartfugla að fullu bönnuð. Gjaldkeri sambandsins, Hilmar Norðfjörð, las reikninga, sem báru vott um batnandi fjárhag. Af.greiðslumaður Dýraverndarans, Ingimar Jóbannesson, skýrði frá útgáfu Dýraverndarans og hvatti til aukinnar útbreiðslu ritsins, er nú er keypt af 1700 áskrifendum. Ritstjóri Dýraverndarans er Guð- mundhr G. Hagalín. Dýraverndar- inn hefur komið út í 51 ár. Á fundinum voru rædd mörg málefni dýraverndar. Helzta baráttumál sambandsins er að fá reista og rekna lijúkrun- arstöð fyrir dýr. Stjórn sambandsins var endur- lcosin, en hana skipa Þorbjörn Jó- ihannesson, formaður, Tómas Tómasson, varaformaður, Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri, Þorsteinn Einarsson, ritari; Guðmundur G. Hagalín, Ásgeir O. Einarsson. í varastjórn voru kosnir: Oddur Andrésson og Skúli Sveinsson. Jófðblað Æskunnar Jólablað Æskunnar er kó'mið út. Er það 90 blaðsíður að stærð og mjög fjölbreytt að efni og prýtt fjölda mynda. Meðal efnis má nefna sögurnar Gestur góðu kon- unnar, Jólakvöld á laéknisheimil- inu, Dansleikurinn eftir Selmu La'gerlöf og fylgir stutt æviágrip skáldkonunnar, Kona fiskimanns- ins eftir A. Pushkin. Þá er grein um dönsku skáldkonuna Tove Dit- levsen og grein er eftir Agnar Kofoe-Hansen um blindflug, sem Grímur Engilbertsson hann skrifaði fyrir 30 árum. Ljóð eftir Grétar Fells. Einnig er í heft inu þríþraut FRÍ og Æskunnar, Kynning á KFUM og frásögnin Brúðkaup í Færeyjum eftir Pál Patursson. Saga er eftir Guðrúnu Jakobsen er nefnist listtrúður drottins, frásögn um jólanótt í Betlehem og fræðsluþáttur um heimilisstörf og kennt að gera jóla skreytingar. Einnig eru í heftinu framhalds- sögur, myndasögur og margir fast- ir þættir og auk þess fjöldi stuttra | greina og frásagna. Ritstjóri Æskunnar er Grímur I Engilberts. £9|;i!3ífAf|s>n5!sj»l;as;|BM9»^ hb85SS*®8bi -jsiiignSy IfJliiiSiS gSSB&ggl sfiilkwg: i'iEÍmHsissÍSS ifyráWgsps afJlS£?ip.ir feSi l Þýdd leikrit eftir Motthías Jochumss. Komin er út bókin „Þýdd leik rit“ eftir Matthías Jochumsson. Þessi leikrit, sem Matthías hefur þýtt eru Brandur eftir Henrik Ibs en og Gísli Súrsson eftir Beatr ice Barmby. Bæði þessi leikrit hafa áður komið út á prenti í þýð ingu Matthíasar. Önnur leikrit sem hann hefur þýtt og áður birzt eru Manfreð eftir Byron og fjögur leik rit Shakespeares í sérútgáfu. Ibsen samdi Brand 1866 og varð frægur fyrir. Brandur er magnað ádeilu kvæði eitt af snilldarverkum bók mennta á Norðurlöndum og á þessi „húslestrarbók sinnar tiðar“, eins og leikritið hefur verið kallað, vissulega erindi einnig til nútíðar manna. Gísli Súrsson er eftir ensku skáldkonuna Beatrice Barm by og af öðrum toga spunnið. Þar er fornsaga færð í listbúning. Hef ur Matthías sjálfur sagt um þetta leikrit „að hér sé lögð upp í hendur íslendinga fyrirmyndir, er sýni, hvernig sönnum listamanni beri að byggja sjónarleik á forn sögum, þeim, sem sjáifar eru lista Skaðaveður Út er komin hjá Bókaútgáfu Æskúnnar bókin Skaðaveður sem Halldór Pálsson tók saman. Er þetta önnur bókin úr safni hans um skaðaveður. Hin fyrri k°rn út í fyrra og fjallaði um Knútsbyl. sem geisaði um Austurland 7. jan- úar árið 1886.. verk.“ Brandur var fluttur í Rik isútvarpinu 16. apríl 1949, en ekki er vitað til að Gísli Súrsson hafi verið fluttur opinberlega. Bók þessi er um 350 bls. að stærð í vönduðu broti. Árni Kristj ánsson bjó til prentunar ,en hún er gefin út hjá ísafold. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar Eigum dún- og fiðurheld ver gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiSurhreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). 14. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.