Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 7
14. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐt ^ MYVERZLUIM! Verzlunin VALBJÖRK Laugavegi 103 Reykjavik Nýtízkuleg húsgögn frá VALBJÖRK, | Akureyri, í nýrri verzlun í Reykjavík. Ýmsar nýjungar í húsgagnaframleiðslu, fyllilega samkeppnisfærar því bezta í verði, útliti og gæðum. Tlie Pawnbroker. Bandarísk frá 19G3. Laugarásbíó. Leikstjórn: Sitlney Lumet. Framleiðandi: Wortliington Miner. Handrit: David Friedkin og Milton line cftir sögu Edward Lewis Wall- ant. Kvikmyndun: Boris Kauf- man. Klipping: Ralphl Rosen- blum. Tónlist: Quincy Jones. 115 mín. Fyrir nokkrum mánuðum sýndi Stjörnubíó áhrifadrjúga kvikmynd um hugsanlega kjarnorkustyrjöld vegna mistaka. Kvikmynd þessi bar nafnið Öryggismarkið (Fail Safe) og var leikstjóri hennar Sidney Lumet.. Þessi ágæti leik- stjóri hefur aftur skotið upp koll- inum og nú í Laugarásbíó, þar sem yfir standa sjmingar á mynd hans Veðlánarinn (The Pawn- broker). Og það undrar mann ekki, eftir að hafa séð þessa kvik mynd, hvers vegna Lumet yfir- gaf Hollywood með öllu sínu fegurðarskarti og dollarafíkn, því Veðlánarinn stendur sem óhagg- aður stólpur hátt uppi yfir öll- um lygasögum og glansfígúru- breiðtjaldsdýrkun þeirra Holly- woodbúa. Sidney Lumet tekur fyrir í þessari kvikmynd örlög Gyðings, er missti nánustu ætt- ingja í stríðinu á svo sannmann- iegan hátt, að það má vera fremur daufgerður áhorfandi, sem ekki hrífst af að einhverju bragði. Gyðingurinn Sol Nazerman er veðlánari og hefur aðsetur sín- ar í spænska hluta Harlem-hverf is í New York. (Kvikmyndin er tekin í raunverulegu umhverfi). Sol er fálátur maður, hann hirðir hvorki um samúð gagnvart mann fólkinu eða kærleika, né heldur hatur. Hann iætur sér fortölur viðskiptavinanna, sem venjuleg- ast eru harðsvíraðir bófar, mellu dólgar, skækjur og annað úrhrak þjóðfélagsins, engu varða; lífið ið er honum sem grár veggur, hann er í rauninni lifandi dauður. Mörg atvik í lífi hans verða til að endurvekja minningarnar um liðna tíð. — Þegar hann var tek- in til fanga af Þjóðverjum í síð- ari heimsstyrjöld. Negrastúlka, sem raunar er vinkona aðstoða- manns Nazermans, bíður honum blíðu sína igegn borgun. Það rif- jar upp fyrir honum þau hryggi- legu örlög er hann var nauðbeygð- ur vitni að því, þegar nazistar nauðguðu eiginkonu hans. Andlit aldurhniginna manna í neðan- jarðarlestinni minna á, þegar hann var fluttur með fjölskyldu sinni í gripalest á leið til fanga- búðanna. Hann fyllist hatri til þess tíma, þegar hann missti bæði börn sín og konu í grimmilegum örlagaleik styrjaldarinnar. Aðstoðarmaður hans, Jesus Ortiz, ber í fyrstu virðingu fyrir honum og lítur á hann sem sinn læriföður. En þegar Nazerman segir honum að hann sé honum einskis virði, leitar Ortiz á náðir fyrri félaga, en þeir skipuleggjá í sameiningu rún á hendur Nazer mann. Það fer þó á annan veg ,en ætlað var; Ortiz verður fyrir ban- vænu skoti og þá loks yfir deyj andi vini sínum skilst Nazerman live hann hefur verið ómannúð legur gagnvart því fólki, sem haiin hefur umgengizt. Loks skilst hon- um, hve bróðurkærleikurinn er mikils virði. Þessi lokaatriði eru eitt það áhrifaríkasta, er sézt hef- ur í kvikmynd. Veðlánarinn eftir Sidney Lumet verður ógleymanleg kvikmynd. Hún er í senn sterk og mögnuð, þrungin mannlegum örlögum. Lum et sannar enn, hversu góður leik stjóri hann er. Lýsingin á persón unni Sol Nazerman stendur manni mjög nærri. Samskipti hans við aðrar persónur og þá einkanlega hugrenningar hans (flash-baek) eru gerðar með miklum ágætum, svo magnaðar í hrjúfum sannleika sínum, að grípur áhorfandann föst um tökum. Þegar atburðir frá lið inni tíð, harmleik stríðsins, fara að rifjast upp í liuga Nazermans, notar Lumet fyrst snöggar mynd ir, en smám saman skýrast endur minningar hans og standa loks ljós lifandi fyrir augum okkar. Ógjör- legt er að telja út í hörgul hvert smáatriði í svo stuttri grein, en nefna mætti sem dæmi eitt atriðið er vanfær og daufleit stúlkukind kemur til Nazermans til að veð setja demantshring, að hún held- ur. Nazermann lítur á hringinn og segir: ,,Hann er úr gleri.“ „Hann sagði að hann væri ekta.“ svarar stúlkan í umkomuleysi &>nu. Um leið og Nazermann horfir á hring inn, rifjast upp fyrir honum atvik úr stríðin, þegar nazistarnir hirtu hvern einasta hring af höndum fanganna. Veðlánarinn er markvert lista verk. Hún er í alla staði mjög vönd uð að gerð. Allar umhverfislýsing ar, kvikmyndun og klippingar eru frábærlega vel úr garði gerðar. Einnig tónlistin skapar sín áhrif. Það er erfitt að lýsa álirifum mynd arinnar til hlítar, menn verðaj áð sjá hana. Mann skortir nógu kröft ug lýsingarorð yfir túlkun Rocl Steiger í hlutverki Sol Nazermans sem er í senn svo mannleg og raun veruleg, að vart hefði á betri Læg verið kosið. Aðrir leikendur s|efa allt sitt bezta og hér kcmur, áíl nýrri hlið í snilld Lumets — vákl hans yfir leikendum sínum, liversu sterk svipbrigði hann nær úr þeim einkanlega er varðar nærmynda- tökur. Ég hika ekki við að segja, að Veðiánarinn sé meðal merkileg ustu bandarískra kvikmynda, er gerðar hafa verið hin síðari ár og Sidney Lumet þar með einn bezti kvikmyndaleikstjóri þeirra þjóðá í dag. Framhald á 10. síðú. Nýjasta bók SNORRA HJARTARSONAR: LAUF OG STJÖRNUR ÓSKABÓK ALLRA LJÓÐAVINA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.