Alþýðublaðið - 21.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.12.1966, Blaðsíða 1
Ólíklegt að U Thant Washington 20. 12. (NTB-Reuter.) Bandaríkjastjórn gerir sér frem ur litlar vonir um að U Thant, framkvæmdastjóri Sþ, takist að koma á vopnahléi í Vietnam eins og stjórnin hefur beðið hann um að reyna, og enn sem komið er , bendir ekkert tU þess að stjórnin í Hanoi taki vel í nýja málaleitun af hálfu framkvæmdastjórans, að því er heimildir í bandaríska utan ríkisráðuneytinu herma. Þess vegna telja heimildirnar enn ástæðu til að tala um nýja friðar sókn, en þó telur Bandaríkjastjórn að ekki saki að reyna ennþá einu sinni að fá Hanoistjórnina að samn ingaborðinu. Tilmælin til U Thants sýni heiminum ennþá einu sinni, að Bandaríkjamenn séu fúsir á að hætta loftárásum á Norður-Viet- nam jafnskjótt og andstæðingurinn dragi úr styrjaldaraðgerðum sín um, en sem fyrr er það undir kommúnistum komið hvort friðar umleitanir beri árangur eða ekki, segja heimildirnar En friðarumleitanirnar verða endurteknar, bæði hjá Sþ og á öðr um vettvangi ,segja heimildirnar Framhald á 14. síðu. NORÐMENN hafa nú miklar áhyggjur af því, að stóraukin síldveiði muni ganga nærri síldar- stofninum, svo og að hin mikla veíði hafi óheppi- leg áhrif á verð síldaraf- urða. Af þessum sökum hafa komið fram tillögur í Noregi um að takmarka síldveiði til bræðslu, þann ig að hver þjóð hafi sinn kvóta og jafnvel að hver landshluti eða hver staður hafi ákveðinn kvóta. Ekki eru rnenn þó sammála um þetta. Þessi mál hafa undanfarið ver ið mikið rædd í samtökum norskra fjskimanna og útgerðar- manna. Meðal annars segir blað ið ,,Fiskaren“ svo frá, að stjórn hins faglega sambands sítdarsjó- manna, Notfiskarsamskipnaden, hafi háldið fund í Þrándheimi og rætt mjög um kvótaskiptingu. Var það skoðun stjórnarinnar að fleiri aðilar, svo sem sölusam- tök spdarútgerðarinnar, verði um þetta að fjalla. Ef kvótaskipting reynist óhjákvæmileg, verði hún að vera milli þjóða — ella yrði hún tilgangslítil. Þá hafa margir aðilar í Nor- egi rætt nauðsyn þess að skapa festu í verðlagi síldarafurða og forðast sveiflur eins og þær, sem orðið hafa nú síðustu mánuði. Er talið nauðsynlegt fyrir út- flutningssamtök hinna ýmsu landa sem mest framleiði af sild, hafi Framhald á 14. síðu. ! Mesta neoan- I jarðarspreng- j ing sögurmar | * •: : LAS VEGAS, 20. des. (NTB-3 • 1 m ; Reuter) — Bandíjíkjamenn;! ■ sprengdu í dag stærs-tu kjarn- •{ I orkusprengjuna, sem sprengd !; ; liefur verið neðanjarðar í *i ; Bandaríkjunum. Sprengjan var; ’ 10—50 sinnum öflugri en kjarn ! ■ ■ : orkusprengjan, sem varpað var; ■ m ; á Hiroshima 1945. Tilraunin 3 • var gerð neðst í 1230 metra : Framhald á 14. siðu. Vilja steypa Liu forseta PEKING, 20. des. (NTB-Reuter) — Rauðu varðliðarnir í Peking ítrekuðu í dag kröfur sínar um að forseta Kína, Liu.Shao-chi, og rit- ara kommúnistaflokksins, Teng I Hsiao-ping, verði vikið frá völd- um og sviptir pólitískum trúnað- arstörfum. Kröfurnar voru settaé fram á skUtuin, sem hengd von* upp á húsveggi víða í Peking sam- tímis því sem 100.000 manna sóttið Framhald á 14. síðu. Skrifstofan er opin til kl. 6 í dag og á morg- un. Síminn er 22710

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.