Alþýðublaðið - 21.12.1966, Blaðsíða 7
Jólatré >au, sem hingað flytjast
eru aðallega rauðgreni. Þeim hætt
ir til að missa barrið er þau
standa lengi í heitum stofum við
mikinn loftþurrk. Erlendis er það
Eiður að lienda jólatrjám út fyrsta
eða annan jóladag. Hér á landi
vilja menn láta þau standa inni
sem allra lengst.
Til þess að svo megi verða eru
þessi ráð: Tr'éð skal geyma úti
fram á aðfangadag. Það verður að
vera á skjólgóðum stað, t.d. á
svölum, þannig að ekki-næði um
það. Bezt er að láta það liggja
og ýra það ineð köldu vatni þegar
frostleysa er. En allra bezt er að
hreiða striga yfir það og halda
Ihonum ávallt vel rökum.
Eftir að tréð er komið inn er
sjálfsagt að loka fyrir hitann í
stofunni um nætur og gæta þess,
að loftið sé rakt með því að hafa
opin vatnsílát við miðstöðvarofn-
ana. Einnig má fá -sérstaka fæt-
ur undir trén, þar sem þau standa
í vatni. Slíkir fætur auka á end-
jngu trjánna, svo fremi sem þess
er gætt, að vatnið gufi aldrei upp.
Þinir þeir, sem ýmsir kaupa,
þótt þeir séu um 6 sinnum dýrari
en venjuleg tré, halda barri sínu
lengi. Samt er ráðlegt að fara eins
með þá, svo og þau jólatré önnur
sem sprautuð hafa verið í þeim
tilgangi að þau haldi barri lengur
en ella. Blaðfóturinn á þeim þorn
ar nærri jafnhratt og á óspraut-
uðum trjám, og þá fellur barrið.
Um þinina er það annars að
segja, að þeir eru alveg ilmlaus-
ir og greinar þeirra ekki eins stíf
ar og á rauðgreni. Því bera þau
tré minna skraut. Og ennfremur
skal þess gætt, að þau eru miklu
eldfimari en venjuleg tré þegar
þau ná að þorna. Þess vegna er
nauðsynlegt að hafa látið þau
drekka í sig áður en þau eru sett
upp.
Tónverk eftir Skúla
Halldórsson
Rvík, — SJÓ
Skúli Halldórsson, tónskáld,
hyggst hefja útgáfu eigin tón-
vcrka við Ijóð þekktra íslenzkra
höfunda. Það fyrsta er þegar kom
ið á markaðinn og er það lag við
Ijóð Jónasar Hallgrímssonar,
Ferðalok, sem Skúli samdi 1953.
Mun nótnaheftið verða til sölu í
Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg
að Vitastíg 10.
Skúli Ilalldórsson sagði frétta-
mönnum, að þetta nótnahefti væri
gefið út til reynslu. Mundi hann
halda slíkri útgáfu áfram, ef kleift
væri, og gæfi þá út tónverk við
ljóð eftir Jón Thoroddsen, Einar
Benediktsson Örn Arnar, Tómas
Guðmundsson o.-fl. Sagði hann, að
af nógu væri að taka. Skúli kvaðst
mundu verja listamannalaunum
Framhald á 10, síðu.
jólamatinn
trá
Alikáifakjöt Steikur — buff — lundir — filé
Svínakjöt Kótilettur — hamborgarhryggir — vafðar steikur
læri — bógar — reykt flesk — skinkur — hnakkar
lundir — svínakjötshakk.
Dilkakjöt Hfyggir — læri — frampartar — kótilettur.
Reykt dilkakjöt Lambahamhorgarhryggir og læri — hamborgarsteikur
útbeinuð og vafin reykt læri og frampartar — hangi-
kjöt
mtc
Kjúklingar
Hænsni
Gæsir
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
Matardeildin,
Hafnarstræti 5. Sími 11211
Kjötbúð Vesturhæjar,
Bræðrab.stíg 43. Sími 14879
Matarbúðin,
Laugavegi 42. Sími 13812
Kjöthúðin
Skólav.stíg 22. Sírni 14685
Kjöthúðin
Grettisgötu 64. Sími 12667
Kjötbúðin
Brekkulæk 1. Sími 35525
Kjörhúð S.S.,
Álfheimum 4. Sími 34020
Kjörhúð S.S.,
Laugarásvegi 1. Sími 38140
Kjörbúð S.S.,
Laugavegi 116. Sími 23456
Kjörbúð S.S.,
Háaleitisbraut 68. Sími 32372
Matarbúð S.S.,
Akranesi. Sími 2033
21. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f