Alþýðublaðið - 21.12.1966, Blaðsíða 6
BÆKUR
Merkir íslendingar. Nýr flokk-
ur V. Jón Guönason fyrrverandi
skjalavörður bjó til prentunar.
Bókfellsútgáfan. Prentsmiðjan
Oddi. Reykjavík 1966. 318 bls.
Ritsafnið ,,Merkir íslendingar"
heldur áfram göngu sinni, og ræð-
ir hér um fimmta bindi þess af
nýjum flokki, en séra Jón Guðna-;
spn fyrrum skjalavörður býr hann
til prentunar. Bókin flytur tólf 1
sevisögur. Þær eru nokkuð mis-
jafnar, og skal ég segja skoðun
mína á hverri þeirra örfáum orð-
um.
ísera Jon Guonason.
Ég kann ekki við, að sagt sé á
tuttugustu öld frá fommönnum
svipað og tíðkast, ef ritað er um
Lfeumiin'garbróður, starfsnaut eða
tengdamann. Þess vegna gezt mér
ekki að kalla riigerð Halldórs Her-
mannssonar um Ara Þorgilsson
fróða ævisögu. Greinar Jakobs
Benediktssonar um Vísa-Gísla og
Finns Sigmundssonar um Guð-
mund skáld Bergþórsson gegna og
öðru hlutverki en hér á að vera
til ætlazt, þó að þær séu að öðru
leyti mikils virði. Mér sýnist meira
varið í þátt Jóns Guðnasonar af
Gisla sagnaritara Konráðssyni,
hann er réttnefnd ævisaga. Jóni
Helgasyni biskupi tekst vel að lýsa
Jóni landritara og alþingismanni
Jónssyni og rekja ævi hans og
störf, sú ritsmíð er í senn skil-
merkileg cg hófsöm. Baldur Andr-
ésson kerr.jr Sveinbirni tónskáldi
Sveinbjöri-ssyni sæmilega til skila
við lesendur, enda þótt stiklað sé
á stóru, og Guðmundur G. Haga-
lín gerir Guðmundi landsbóka-
verði Finnbogasyni góð skil, en
oft Ihefur lrann þó reynzt slyngari.
Ævisaga ilalldórs bókavarðar og
prófessors Hermannssonar eftir
Stefán Éinarsson sætir naumast
tíðindum, þar vantar víst einhvern
Iherzlumun. Aftur á móti er ótví-
ræður fengur að ævisögu Magnús-
ar prests og þjóðsagnaritara
Grímssonar eftir Hallgrim Hall-
grimsson, hún er kannski snjall-
asta ritsmíð bókarinnar. Ennfrem-
ur íinnst mér mikið til um, hvern-
ig séra Þorsteinn B. Gíslason í
Steinnesi fjallar um Björn Sig-
fússon bónda og alþingismann 'á
Kornsá. Raunar greinir höfundur
lítt opinber afskipti Björns, en
manniýsingin er glögg og nærfær-
in, 0“g málfar séra Þorsteins ilm-
ar og glitrar eins og kafgresið í
Vatnsdalnum. Ævisaga Magnúsar
prests og skólastjóra Helgasonar
eftir Ásmund Guðmundsson er
eigi síður til fyrirmyndar um stíl
og orðgnótt, þar sprettur íslenzk-
an fram fagurtær eins og lind af
hreinu bergi. Ekki efa ég, að séra
Magnús hafi átt skilið lof það, sem
Ásmundur frændi hans ber á
hann. Hins vegar fellur mér ekki
svona ofskraut á frændaminningu,
það minnir mig á, þegar sonur
iikir föður sínum hvort heldur er
,ið Napoleon eða Frans frá Assisi,
-n hér myndi seinni samlíkingin
,.ga við. Og illa þekki ég Birt-
.igaholtsættina, ef Magnús Héíga-
Jn hefur aldrei skipt skapi við
enn eða málefni, þó að hann
æri stilltur og prúður í dagfari.
únnsta kosti fór af honum blíða-
jgnið. í kappræðunum við Hann-
es Þorsteinsson á framboðsfund-
unum forðum daga. Árnesingum
lætur ýmislegt annað en lesa blóm
o_ lala fuglamál, og mér þykir á-
stæðulaust að skipa séra Magnúsi
í helgra manna tölu, þó að frábær
væri og einstakur um sumt. Jón
Eyþórsson ratar aftur á móti prýði
lega meðalveginn, þegar hann rek
ur æviferil Pálma Hannessonar
rektors, og er þó ritsmíð hans
gersemi. Hún keppir að mínum
dómi við þátt Hallgríms Hallgríms
Framhald á bls. 10
Nýlenduvöruverzlunin Hamrakjör.
Nýtt verzlunarhúsnæði
í Hlíðarhverfinu
í ofanverðu Hlíðahverfi, milli
Stigahlíðar og Kringlumýrarbraut
ar, er risið upp stórt og mikið
verzlunarhús, sem fyrst og fremst
er ætlað að þjóna íbúum hverfis-
ins þar í kring. Verzlunarhúsið
ber nafnið SUÐURVER og sam-
anstendur af fjölda verzlana og
annarra þjónustufyrirtælcja, svo
sem veitingastofu og efnalaug.
Hafa nú ‘þegar verið opnuð nokk-
ur af þessum fyrirtækjum, en
önnur eru að koma sér fyrir.
í Suðurveri hefur verið opnuð
glæsileg kjöt- og matvöruverzlun
sem heitir Kjötbúð Suðurvers.
Auk hinna venjulegu kjötvara,
verður eftir áramót afgreitt smurt
brauð, kait borð og veizlumatur,
sem hægt er að fá sent heim, ef
óskað er. Eigandi og framkvæmda
stjóri er Róbert Ómarsson.
Nýlenduvöruverzlunin heitir
Hamrakjör og hefur mikið úrval
af nýlenduvörum á boðstólum.
Eigendur eru Ingibjörn Hafsteins-
son, sem jafnframt er verzlunar-
stjóri, og Hafliði Olsen.
Kaktusblómið nefnist blómabúð
in í Suðurverl og verzlar með
pottablóm, afskorin blóm, blóma-
skreytingar og allt tilheyrandi
blómum. Fyrir jólin verður þar
einnig á boðstólum jólatré, jóla-
greinar og skreytingar. Eigendur
eru Ásta Gísladóttir og Svandís
Gísladóttir.
Framhald á 10. síðu.
Girnilegar matarbirgðir í Kjötbúð Suðurvers.
BRESJNEV ÁKAFT HYLLTUR SEXTUGUR
Moskvu 19. 12. (NTB)
Aðalritara sovézka kommúnista
flokksins Leonid Bresjnev, var
meiri sómi sýndur á sextugsafmæli
sínu í dag en nokrum öðrum sov
ézkum leiðtoga á síðari árum.
Greinar um afmælisbarnið birt-
ust á forsíðum allra blaða og hann
var sæmdur ýmsum heiðursmerkj
um, meðal annars nafnbótinni
Hetja Sovétríkjanna.
Samstarfsmenn Bresjnevs söfn
uðust saman í fundarsalnum í
Kreml þar sem Nikolai Podgorny
forseti afhenti honum orðuna og
lauk lofsorði á hann fyrir hlut
hans í baráttunni gegn heimsveld
issinnuðu áfturhaldi og í barátt
unni fyrir einingu í heimi komm
únista. Bresjnev var hrósað fyrir
mikil störf í þágu flokksins og rík
isins, fyrir að endurvekja lenín
ísk grundvallaratriði, að færa efna
hagsmálin inn á vísindalegri braut
ir, að efla varnir landsins og fram
kvæma miklar sósíalistískar aðgerð
ir.
Á fundi Æðsta ráðsins voru skip
aðir 33 nýir menn í nefnd sem
Krústjov fv. fgorsætisráðherra kom
á laggirnar til að gera tillögur um
nýja stjórnarskrá. 57 menn eiga
sæti í nefndinni og er Bresjnev
formaður hennar. Þegar Krústjov
var vikið frá völdum var hann for
maður nefndarinnar. Nokkrir
hinna nýju nefndarmanna voru
skjólstæðingar Krústjovs.
Nýja stjórnarskráin kemur í stað
stjórnarskrár þeirrar, sem samin
var fyrir rúmum 30 árum þegar
Stalín var enn við völd.
Æðsta ráðið samþykkti einnig
einróma fjárlög næsta árs, en þar
er gert ráð fyrir meiri útgjöldum
en í nokkrum öðrum fjárlögum frá
stríðslokum og eru niðurstöðutöl
ur þeirra 110 milljarðar rúblna.
Útgjöld til landvarna aukast um
8%, en þau nema nú 14,5 milljörð
um rúblna.
Æðsta ráðið, sem setið hefur á
fundum í fjóra daga samþykkti
einnig efnahagsáætlun, sem gerir
ráð fyrir 6,6% aukningu þjóðar
tekna og 5,5% aukningu raunveru
legra tekna.
Blómum og heillaóskaskeytum
hefu rrignt yfir Bresjnev, og at
hygli vakti, hve kveðja Norður-
Kóreumanna var innileg. Bresjnev
var m.a. sæmdur æðsta heiðurs
merki Mongólíu, Suche-Bator- orð
unni. Hlé var gert á fundi Æðsta
ráðsins svo að meðlimir ráðsins
gætu hyllt Bresjnev.
y'
0 21. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ