Alþýðublaðið - 28.12.1966, Síða 13

Alþýðublaðið - 28.12.1966, Síða 13
mWmB UB= Siml 50184» Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. íburð armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Hafnarfirski listdansar í myndinni. inn JÓN VALGEIR kemur fram LIIY BROBERG POUL RBCHHARDl GHtlA NHRBY HOLGtR JUUL HANSEN GRETHE MOGENSEN DARIO CAKIPEOTTO BIRGIT SADOLIN POULHAGEN KARLSTEGGER OVE SPROG0E . Tnstniklion:Aiinelise Meineche Sýn^j kl. 7 og 9. Ein stúika og 39 slómenn een pBtje^ 39 S0meend > iscenesat af anneuse reenberq ’ BIRGITSADOUN-MORTEH GRUNWAID AXEL STR0BYE- POUL BUNDGAARÐ farver: VASTMAHCOLOR Í&m . Bráðskemmtileg ný dönsk mynd um ævintýralegt ft lag til Austurlanda. Sýnd kl. 6.45 og 9. SMURT BRAUÐ Snittur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25 SÍMI 16012. Opið frá kl. 9—23.30 MUNIÐ HAB FHAIVi H ALDSSAG A eftir Derothy SaviVle HYLDU TAR ÞÍN aði hún Rambrandt Road 28 og mundi svo að þar bjó hún ekki lengur en það var of seint að breyta því og hún lét það vera. Loks sagði læknirinn: Jæja það er bezt að ég líti á yður. Loksins var skoðunin yfirstaðin og hún sat aftur fyrir framan skrifborð læknisins. Hann fitlaði við penna og liorfði á hendur hennar. —Ógift, sagði hann dræmt. - Trúlöfuð? —Nei. —Eigið þér vin? — Nei, það er ekki hægt að nefna hann það. Hann fór til útr landa. — Einmitt. Þér vitið sjálfsagt það sem ég ætla að segja yður. Þér eigið von á barni. 16. kafli: Nei, ekki hún — ekki Heather Sinelair. Hnúar hennar hvítnuðu er liún greip um borðbrúnina. —Það getur ekki verið hvisl aði hún. — Það er samt. Foreldrar yð ar verða að vita það og eins pilt urinn yðar. — Ekki foreldrar mínir, vein aði hún skelfingu lostin. — Þau mega ekki fá að vita það. — Það er ekki hægt að leyna barni, sagði hann þurrlega, reis á fætur og lagði höndina á axlir hennar. — Sögðuðu þér ekki Fir lands? Hafa þau síma? — Já, svaraði hún og skildi ekki, hvaða máli sími skipti. — Ég skal hringja til þeirra og segja þeim það,_ en ég held að það sé betra að þér gerið það sjálfar. Þetta þarf ekki að vera neitt alvarlegt. Ef þér og ungi pilturinn ákveðið að gifta ykkur.... en móðir yðar þarf samt að fá að vita bað. Ég er viss um að hún fyrirgefur yð ur eftir fyrsta áfallið. — Hún ... hún fyrirgefur mér aldrei. — Er það! Þér voruð auSvit að utan við yður, en það er eðlilegt! Þér verðið að tala við fóreldra yðar og vita, livað þér eigið að gera. Heather skildi hvorki unp né niður. Hann þekkti ekki foreldra hennar og vissi ekki að hún gat alls ekki talað við þau Hvern ig myndu þau nokkru sinni skilja þetta? — Ég er að fara, sagði hún og gekk niður götuna augnabliki seinna. Þetta gat ekki komið fyrir rnig, sagði hún við sjálfa sig aftur og aftur meðan hún gekk til frú Fisher sótti töskuna sína og tók bílinn til Firlands. Hún sat kyrr við gluggann og hafði hendur í kjöltu sér, Hún sá enga útgönguleið. En þetta var barn Miles! Miles, sem hún elskaði. Hún vissi, að hún varð að skrifa honum, ,en hvað gat hann gert? Hann var í Suður-Frakk landi og í dag voru þrjár vikur síðan hún hafði fengið bréf frá honum og liann kæmi ekki aft- ur í heilt ár. Auk þess var það Colette, sem Miles elskaði enn. Það marraði í garðhliðinu eins og venjulega. En mamma hennar var áhyggjufull, þegar Heather kom inn. — Sæl, sagði hún, — ég er komin. — Ég sé það. Hún fékk sinn venjulega koss, en mamma henn ar starði á töskuna. — Farðu með það upp og svo tala ég við þig. Pabbi þinn er ekki heima. Heather hafði aldrei heyrt þennan fyrirlitningartón i rödd móður sinnar fyrr. Hún bar tösk urnar sínar upp og hikaði við að fara niður aftur en ekki gat hún verið að eilífu uppi á her- bergi sínu. Hún var að fara nið ur og móðir hennar leit á hana. — Emily Fisher hringdi til mín í morgun. Hún sagði að þú hefðir komið óforskammað fram við sig og sagt upp herberginu. — Hún er andstyggileg. Hún leitar alls staðar — jafnvel les bréfin mín. En hvað henni fannst. rifrildi sitt við frú Fis- her skÍDta litlu máli nú. — Svo hún les bréfin þín! -Levfist mér að spyrja hverjum þú skrifar bréf! Þú fékkst eng in bréf meðan þú bjóst heima! — Hún hefur ekki leyfi til.. — En ég lief það! Ég er móð ir þín og ég ætla að láta þig vita að ég gerði hreint í skápn um þínum meðan þú varst ekki heima og þar fann ég skó- kassa fullan af bréfum. Þau voru frá Frakklandi skrifuð af manni sem heitir Miles. — Lastu þau? Hvernig dirfð- ist þú Þotta var einkamál! — Gargaðu ekki svona hátt! Eiea nágrannarnir að heyra til okkar eða hvað? Emilv sagði að bú hefðir sésf í bíl Milesar Tennants. syni Tenntans gamla og að bú hefðir sturidum komið seint heim og látið á bér skiliast að bú hefðir verið með stúlku í verzluninni. En seinna komst hún að bvf að bú varst að ljúga. — Ég laug ekki að henni, hún trúði því að ég lét hana trúa því sem hún vildi. — Ég gat ekki fengið mig til að minnast á þetta við föður þinn en hann verður að fá að vita það nú þegar þú ert farinn frá Emily og þar með verður þú að hætta að búa að heiman. Það getur enginn treyst bér leng ur Heather. Þú verður að segja Upp stöðunni og fá þér starf í Firlands. — Bara vegna nokkurra bréfa? Og af því að ég kem tvisvar of seint heim? Hún trúði varla sínum eigin eyrum og gleymdi um stund sínum hroðalega leynd ardómi. — Ég get fengið annað herbergi. — Þú verður hér sagði móð ir hennar ákveðin. — Þú hefð- ir aldrei átt að fá leyfi til að fara til Wayford. — Þú segir upp hjá Tennant og . .. Móðir hennar kom fram við hana eins og hún væri barn og bún gleymdi allri varkárni. — Ég verð hvort eð er að segja upp, því ég á von á barni Hún iðraðist um leið og hún sleppti orðunum. Móðir liennar hvítn- aði upp og greip andann á lofti. — Hvað sagðir þú? — Ég sagðist eiga von á barni. Móðir hennar settist og huldi andlitið í höndum sér. — Ég skal ná í vatn handa þér... — Nei! Hver er faðirinn? —• Ég segi það aldrei. Hún varð að leyna nafni Miles — En sú skömm, sagði móð ir hennar. — Og við sem öldum þig svo vel upp. Tárin runnu niður kinnar hennar og Heather táraðist. Hún liafði aldrei séð móður sína gráta fyrr. — Pabbi þinn lifir þetta ekki af' Hann er ekki sterkbvggður! Þú verð- ur að giftast föður barnsins — eða er hann kannske giftur? — Nei. — Þá verður þfi að ?era það. Móður hennar sótti vasaklút og þerraði augu sín. — Við verð- um víst að borða, stundi hún svo. — Leggðu á borðið. — Ég hef ekki matarlyst. — Ég verð að segja pabba þínum það. Hann kemur ekki heim fyrr en klukkan þrjú og ég verð að fá að tala ein við hann Vertu uppi hjá bér. Þú verður víst að fá eitthvað að borða. Éu skal sækja bakka. Veiztu bað ekki? — Jú. Ég fór til læknisins í Wavford. — Hvenær . ... ? Heather hugsaði sig iim. — í marz . . sagði hún. — Farðu upo til þín. Það var heitt inni í herbergj Festber og hún dró glugga- tjöldin fyrir. Hún var dauðbreytt og lagðist ó rúm sitt án þess að geta hugsað eða ákveðið neitt. Ef aðeins Miles hefði verið hjá henni. Hún þráði að heyra hann segja að þetta yrði í lagi allt að þau ættu að giftast og að hann myndi hugsa um hana. Eina huggunin voru bréf hans. Hún reis á fætur og gekk að skápn um sínum en skókassinn var horfinn. Hún leitaði, en hillan var tóm.... bréfin voru ekki þar. 17. KAFLI.' Heather lá með lokuð augu þegar móðir hennar kom augna bliki síðar. Hún heyrði kulda lega rödd hennar tala til sín. — Reyndu að borða. Reyndu að jafna þig. Þessi læti eru ekki til neins. Heather svaraði ekki Hún vissi, hver hafði tekið bréfin og að það var til einskis að biðja um að fá þau til baka. Hún drakk eitt glas af mjólk og reyndi að borða matinn j á bakkanum en hún gat ekki kyngt honum. Svo setti hún bakk ann fyrir utan dyrnar og lagð ist aftur niður á rúmið. Hún lilaut að hafa sofnað því hún heyrði fótatak föður síns fyrir utan þegar hún vaknaði. Hún lá grafkyrr og hlustaði. Augna bliki síðar gekk hún til dvranna og opnaði þær upp á gátt. For- eldrar hennar voru í dagstof- unni en hún þekkti naumast rödd föður síns. — Ég trúi því ekki, sagði hann. — Barnið mitt... Ég vildi að hún væri dauð! — Róbert! Þetta er hræði- legt, en þú mátt ekki æsa þig upjJ. — Æsa mig upp? Mamma hennar virtist hrædd. — Við verðum að vera róleg og reyna að gera það bezta. — Er það Tennant yngri? )• — Þú sást sjálfur bréfin, seiri bann skrifaði lienni. — Það voru ekki ástabréf, sagði hann og Heatlier fann tU. — Hvernig eigum við að vita, hve margir aðrir hafa verið með henni? Sendu hana strax til mín! Ég skal svei mér fá hana til að segja satt! Raddirnar lækkuðu og Heat her (?ekk að glugganum og leit út. Mamma hennar kom inn og sagði. — Pabbi þinn vill ,ala við þig- Hana langnði til að neita en hún vissi að fyrr eða síðar varð hún að fnra Þegar hún kom niður stóð faðir hennar og móður við hlið hvors annars og henni fannst liún yfirgefin af öllum. — Mamma bín sagði mér allt. Éa hef séð bréfin sem hann skrifaði bér. Er h.ann... er bann faðir barnsins, sem þú átt von á? Heather neitaði að svara. Neitar bii að Tennant yngri sé faðir barnsins? Hann hlaut að hafa séð svarið í andliti hennar, bvi bann hélt áfram: — Ég skil! Farðu inn til bín o'g vertu bar! Ég ætla að tala vi& Gilbert Tennant nú begar. ÞacS verður að sækia drenginn o’g koma bessu í lag. — Nei! mótmælti hún. 28. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.